Viðskipti innlent

Flugvél seld úr flota félagsins

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þórshöfn í Færeyjum og merki Atlantic airways.
Þórshöfn í Færeyjum og merki Atlantic airways.
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways, sem skráð er í Kauphöll Íslands, hefur samið um sölu á einni RJ-85 flugvél til North Cariboo í Kanada. Fram kemur í tilkynningu til kauphallar að vélin verði afhent í þessum mánuði.

„Salan hefur ekki áhrif á ársuppgjör félagsins 2013,“ segir í tilkynningunni.

Félagið rekur nú þrjá r Airbus 319 þotur og eina BAE Avro RJ-100 vél, auk tveggja þyrla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×