Viðskipti innlent

AGS varar við skuldaniðurfellingum ríkisstjórnarinnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson í Hörpu þegar tillögurnar voru kynntar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson í Hörpu þegar tillögurnar voru kynntar. fréttablaðið/daníel
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við tillögum ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingar sem hann segir „misráðnar".

Þetta kemur fram í viðtali við Dariu Zakharovu, yfirmann sendinefndar AGS gagnvart Íslandi. Ef takast ætti að halda eiginfjárhlutfalli Íbúðalánasjóðs í 2.5 prósentum, sem er þó aðeins helmingur þess sem ráðgert er að það sé, gætu tillögur ríkisstjórnarinnar leitt til þess að auka þurfi framlögin til ÍLS um fjörutíu milljarða króna á næstu fjórum árum.

Þá segir Zakharova einnig í viðtalinu, að tillögurnar eigi eftir að auka verðbólgu og kunni að leiða til hækkunar á skuldum hins opinbera, ef látið verður reyna á bankaskatt fyrir dómstólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×