Konur hjóla Árni Davíðsson skrifar 13. apríl 2013 07:00 Í Fréttablaðinu 28. febrúar skrifaði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi grein um hjólaverkefni sem borgarráð samþykkti á kvennafrídeginum fyrir ári og kallast „Fröken Reykjavík á hjóli“. Í greininni leggur hún út af því að fleiri karlar en konur hjóla að jafnaði allt árið. Þær niðurstöður komu fram í könnun á ferðavenjum sem gerð var í nóvember-desember 2011[1]. Þar svöruðu um 17% karla/drengja og um 8% kvenna/stúlkna að þau hjóluðu allt árið um kring (spurning 24). Út frá þessum niðurstöðum dregur hún ályktanir um að konur hjóli minna en karlar vegna ójafnrar verkaskiptingar á heimilum. Eins telur hún ólíklegt að verkefnið skili tilætluðum árangri vegna þess að ójöfn verkaskipting á heimilum komi í veg fyrir að konur hjóli þótt þær gjarnan vildu. Það má í sjálfu sér draga í efa að verkaskipting inni á heimilum sé eins ójöfn og þarna er haldið fram þótt það sé sjálfsagt mismunandi eftir heimilum. Hér er þó ekki fengist um það.Lítill munur Mér sýnist að Þorbjörg hafi ekki gefið sér nægan tíma til að kanna bakgrunn þeirra gagna sem hún vísar til eða þá ekki haft nægilega góðar upplýsingar við höndina. Það er einfaldlega ekki hægt að draga ályktanir út frá ferðavenjukönnun um áhrif verkaskiptingar kynjanna á ferðavenjur. Í könnuninni voru íbúar á aldrinum 6-80 ára spurðir um ferðavenjur sínar (sp. 24). Um 53% kvenna/stúlkna voru að heita má ekki í barneign (yngri en 24 ára og eldri en 55 ára). Það gefur augaleið að ójöfn verkaskipting kynjanna á heimilinu kemur ekki í veg fyrir að stúlkur eða ömmur hjóli. Í raun var tiltölulega lítill munur á kynjunum þegar árið var skoðað í heild, þegar þeim var bætt við sem svöruðu að þau hjóluðu aðeins hluta úr ári þ.e. á sumrin (sp. 24). Um 59% kvenna/stúlkna hjóla árið um kring eða hluta úr ári en sama hlutfall hjá körlum/drengjum er um 64%. Munurinn á kynjunum er því mun meira áberandi á veturna en á sumrin. Ekki er ólíklegt að ólík verkaskipting kynjanna á heimilum geti haft einhver áhrif á möguleika kvenna í barneign til að hjóla í vinnu eða skóla. Það getur þó engan veginn útskýrt þann mun sem er á kynjunum í könnuninni. Þar eru aðrar skýringar líklegri almennt, s.s. dreift skipulag höfuðborgarsvæðisins, ófullkomin aðstaða til hjólreiða, neikvæð afstaða almennings til hjólreiða (af ýmsum ástæðum), skortur á hjólandi fyrirmyndum fyrir konur og stúlkur, kröfur samfélagsins um útlit og um hvað sé kvenlegt o.fl. o.fl. Það er áhugavert að skoða hvers vegna konur hjóla minna en karlar en til þess þarf að gera sérstaka athugun því ferðavenjukönnun dugar ekki til. Víða erlendis eru hjólreiðar kvenna minni en karla. Þar sem hlutfallið er jafnt eða konur hjóla meira en karlar, t.d. í sumum borgum í Danmörku og Hollandi, er aðstaða til hjólreiða til fyrirmyndar og hjólreiðar eru eðlilegur hluti af daglegu lífi almennings. Það er ekki litið á þær sem jaðarsport eða ferðamáta fyrir ofurhuga. Það sýnir sig að konur eru viðkvæmari en karlar fyrir því að hafa næga öryggistilfinningu þegar þær hjóla (sjá t.d. könnunina „Gæði hjólaleiða“ [2]).Hvatning og fræðsla Það sem er jákvætt er að um 60% bæði kvenna og karla hjóla annaðhvort allt árið eða hluta úr ári. Talsverður hluti af þessum ferðum er sennilega ekki úr og í vinnu/skóla heldur til skemmtunar eða útivistar og það er hið besta mál. Það er alls ekki málið að allir hjóli alltaf allt, heldur að sumir hjóli stundum sumt. Með jákvæðri hvatningu, fræðslu og bættri aðstöðu til hjólreiða er líklegt að fleiri hjóli oftar og víðar. Það er einmitt markmið Hjólafærni á Íslandi. Jákvætt fræðsluverkefni eins og „Fröken Reykjavík á hjóli“ er líklegt til að vera gott lóð á þær vogarskálar. Í því verkefni á einmitt að kanna hvort hjólreiðar aukist í kjölfar fræðslunnar sem starfsfólkið fær. Það er ódýrt, kostar eins og rúmlega eitt bílastæði, og skilar vonandi þeim árangri sem að er stefnt, að hjólreiðar aukist, og eykur jafnframt þekkingu okkar á viðfangsefninu. Ef Reykjavíkurborg getur sparað sér gerð tveggja bílastæða vegna þessa verkefnis er það búið að borga sig tvöfalt upp. [1] http://www.vegagerdin.is/media/frettir-2012/4021430_Ferdavenjur_heild_310112.pdf [2] http://hdl.handle.net/1946/11064 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 28. febrúar skrifaði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi grein um hjólaverkefni sem borgarráð samþykkti á kvennafrídeginum fyrir ári og kallast „Fröken Reykjavík á hjóli“. Í greininni leggur hún út af því að fleiri karlar en konur hjóla að jafnaði allt árið. Þær niðurstöður komu fram í könnun á ferðavenjum sem gerð var í nóvember-desember 2011[1]. Þar svöruðu um 17% karla/drengja og um 8% kvenna/stúlkna að þau hjóluðu allt árið um kring (spurning 24). Út frá þessum niðurstöðum dregur hún ályktanir um að konur hjóli minna en karlar vegna ójafnrar verkaskiptingar á heimilum. Eins telur hún ólíklegt að verkefnið skili tilætluðum árangri vegna þess að ójöfn verkaskipting á heimilum komi í veg fyrir að konur hjóli þótt þær gjarnan vildu. Það má í sjálfu sér draga í efa að verkaskipting inni á heimilum sé eins ójöfn og þarna er haldið fram þótt það sé sjálfsagt mismunandi eftir heimilum. Hér er þó ekki fengist um það.Lítill munur Mér sýnist að Þorbjörg hafi ekki gefið sér nægan tíma til að kanna bakgrunn þeirra gagna sem hún vísar til eða þá ekki haft nægilega góðar upplýsingar við höndina. Það er einfaldlega ekki hægt að draga ályktanir út frá ferðavenjukönnun um áhrif verkaskiptingar kynjanna á ferðavenjur. Í könnuninni voru íbúar á aldrinum 6-80 ára spurðir um ferðavenjur sínar (sp. 24). Um 53% kvenna/stúlkna voru að heita má ekki í barneign (yngri en 24 ára og eldri en 55 ára). Það gefur augaleið að ójöfn verkaskipting kynjanna á heimilinu kemur ekki í veg fyrir að stúlkur eða ömmur hjóli. Í raun var tiltölulega lítill munur á kynjunum þegar árið var skoðað í heild, þegar þeim var bætt við sem svöruðu að þau hjóluðu aðeins hluta úr ári þ.e. á sumrin (sp. 24). Um 59% kvenna/stúlkna hjóla árið um kring eða hluta úr ári en sama hlutfall hjá körlum/drengjum er um 64%. Munurinn á kynjunum er því mun meira áberandi á veturna en á sumrin. Ekki er ólíklegt að ólík verkaskipting kynjanna á heimilum geti haft einhver áhrif á möguleika kvenna í barneign til að hjóla í vinnu eða skóla. Það getur þó engan veginn útskýrt þann mun sem er á kynjunum í könnuninni. Þar eru aðrar skýringar líklegri almennt, s.s. dreift skipulag höfuðborgarsvæðisins, ófullkomin aðstaða til hjólreiða, neikvæð afstaða almennings til hjólreiða (af ýmsum ástæðum), skortur á hjólandi fyrirmyndum fyrir konur og stúlkur, kröfur samfélagsins um útlit og um hvað sé kvenlegt o.fl. o.fl. Það er áhugavert að skoða hvers vegna konur hjóla minna en karlar en til þess þarf að gera sérstaka athugun því ferðavenjukönnun dugar ekki til. Víða erlendis eru hjólreiðar kvenna minni en karla. Þar sem hlutfallið er jafnt eða konur hjóla meira en karlar, t.d. í sumum borgum í Danmörku og Hollandi, er aðstaða til hjólreiða til fyrirmyndar og hjólreiðar eru eðlilegur hluti af daglegu lífi almennings. Það er ekki litið á þær sem jaðarsport eða ferðamáta fyrir ofurhuga. Það sýnir sig að konur eru viðkvæmari en karlar fyrir því að hafa næga öryggistilfinningu þegar þær hjóla (sjá t.d. könnunina „Gæði hjólaleiða“ [2]).Hvatning og fræðsla Það sem er jákvætt er að um 60% bæði kvenna og karla hjóla annaðhvort allt árið eða hluta úr ári. Talsverður hluti af þessum ferðum er sennilega ekki úr og í vinnu/skóla heldur til skemmtunar eða útivistar og það er hið besta mál. Það er alls ekki málið að allir hjóli alltaf allt, heldur að sumir hjóli stundum sumt. Með jákvæðri hvatningu, fræðslu og bættri aðstöðu til hjólreiða er líklegt að fleiri hjóli oftar og víðar. Það er einmitt markmið Hjólafærni á Íslandi. Jákvætt fræðsluverkefni eins og „Fröken Reykjavík á hjóli“ er líklegt til að vera gott lóð á þær vogarskálar. Í því verkefni á einmitt að kanna hvort hjólreiðar aukist í kjölfar fræðslunnar sem starfsfólkið fær. Það er ódýrt, kostar eins og rúmlega eitt bílastæði, og skilar vonandi þeim árangri sem að er stefnt, að hjólreiðar aukist, og eykur jafnframt þekkingu okkar á viðfangsefninu. Ef Reykjavíkurborg getur sparað sér gerð tveggja bílastæða vegna þessa verkefnis er það búið að borga sig tvöfalt upp. [1] http://www.vegagerdin.is/media/frettir-2012/4021430_Ferdavenjur_heild_310112.pdf [2] http://hdl.handle.net/1946/11064
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar