Endanleg áhrif skuldaniðurfærslu á Íbúðalánasjóð óviss Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. desember 2013 07:00 Sértækar aðgerðir kynntar. Fjármálaráðherra og forsætisráðherra kynntu fyrir hálfum mánuði niðurfærslu lána og hugmyndir um að séreignarlífeyrissparnaður nýtist í niðurgreiðslu húsnæðislána. Fréttablaðið/Daníel Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) kemur boðuð skuldaniðurfærsla ríkisstjórnarinnar til með að auka byrðar Íbúðalánasjóðs. Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna segir Daria Zakharova, sendifulltrúi AGS sem fer með málefni Íslands, aðgerðirnar hafi í för með sér aukna hættu fyrir Íbúðalánasjóðs vegna þess að þær ýti undir uppgreiðslu lána hjá sjóðnum.Sigurður ErlingssonUppgreiðsla lána skapar sjóðnum vandræði þar sem hann getur ekki endurfjármagnað eða breytt kjörum skuldabréfa sem gefin voru út til að fjármagna útlánin. Þetta segir Zakharova að kalli á enn aukin fjárframlög ríkisins til sjóðsins. Í frétt Bloomberg segir að AGS áætli að ríkið kunni að þurfa að leggja sjóðnum til 40 milljarða króna til viðbótar á næstu fjórum árum til þess að eiginfjárhlutfall hans haldist yfir 2,5 prósentum. Það sé þó ekki nema helmingurinn af lögboðnu 5,0 prósenta eiginfjárhlutfalli. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, kveðst ekki tjá sig um tölulegar fullyrðingar Bloomberg. Hvað áhrif skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinnar varði þá sé enn nokkur óvissa um endanleg áhrif þeirra á Íbúðalánasjóð.Daria Zakharova ásamt Franek Rozwadowski.„Málið á eftir að fara í þinglega meðferð og þar geta ýmsir hlutir breyst. En ljóst er að þetta er bæði stór aðgerð og eins og hún hefur verið kynnt þá er ljóst að hún kemur til með að hafa jákvæð áhrif á lánasafn sjóðsins.“ Með aðgerðunum getur aukist greiðslugeta lántaka og þar með gætu heimtur sjóðsins á lánum batnað. Að auki kunna veð sem sjóðurinn hefur fyrir lánum að hækka með hækkandi eignaverði. Sigurður segir hins vegar erfitt á þessu stigi að meta mögulega uppgreiðsluáhættu sjóðsins af aðgerðunum. „Heilt yfir þá líður manni ekkert illa með þetta.“ Sigurður segir um leið ljóst að við aðgerðirnar þurfi sjóðurinn að færa niður lán í lánasafni sínu, en á móti komi framlag úr ríkissjóði. „Það er að segja fullar bætur fyrir þau lán sem við þurfum að færa niður. Þannig að nettóáhrifin eru þau að lánasafnið minnkar og við fáum fjármuni á móti því.“ Í rökstuðningi vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni kom fram að nefndin teldi að áhrif skuldaniðurfærlunnar á verðbólgu hafi verið vanmetin. Í viðtali Bloomberg við sendifulltrúa AGS kemur jafnfram fram að sjóðurinn telji að fjármunum sem verja eigi í niðurfærsluna yrði betur varið í að greiða niður skuldir ríkisins. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) kemur boðuð skuldaniðurfærsla ríkisstjórnarinnar til með að auka byrðar Íbúðalánasjóðs. Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna segir Daria Zakharova, sendifulltrúi AGS sem fer með málefni Íslands, aðgerðirnar hafi í för með sér aukna hættu fyrir Íbúðalánasjóðs vegna þess að þær ýti undir uppgreiðslu lána hjá sjóðnum.Sigurður ErlingssonUppgreiðsla lána skapar sjóðnum vandræði þar sem hann getur ekki endurfjármagnað eða breytt kjörum skuldabréfa sem gefin voru út til að fjármagna útlánin. Þetta segir Zakharova að kalli á enn aukin fjárframlög ríkisins til sjóðsins. Í frétt Bloomberg segir að AGS áætli að ríkið kunni að þurfa að leggja sjóðnum til 40 milljarða króna til viðbótar á næstu fjórum árum til þess að eiginfjárhlutfall hans haldist yfir 2,5 prósentum. Það sé þó ekki nema helmingurinn af lögboðnu 5,0 prósenta eiginfjárhlutfalli. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, kveðst ekki tjá sig um tölulegar fullyrðingar Bloomberg. Hvað áhrif skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinnar varði þá sé enn nokkur óvissa um endanleg áhrif þeirra á Íbúðalánasjóð.Daria Zakharova ásamt Franek Rozwadowski.„Málið á eftir að fara í þinglega meðferð og þar geta ýmsir hlutir breyst. En ljóst er að þetta er bæði stór aðgerð og eins og hún hefur verið kynnt þá er ljóst að hún kemur til með að hafa jákvæð áhrif á lánasafn sjóðsins.“ Með aðgerðunum getur aukist greiðslugeta lántaka og þar með gætu heimtur sjóðsins á lánum batnað. Að auki kunna veð sem sjóðurinn hefur fyrir lánum að hækka með hækkandi eignaverði. Sigurður segir hins vegar erfitt á þessu stigi að meta mögulega uppgreiðsluáhættu sjóðsins af aðgerðunum. „Heilt yfir þá líður manni ekkert illa með þetta.“ Sigurður segir um leið ljóst að við aðgerðirnar þurfi sjóðurinn að færa niður lán í lánasafni sínu, en á móti komi framlag úr ríkissjóði. „Það er að segja fullar bætur fyrir þau lán sem við þurfum að færa niður. Þannig að nettóáhrifin eru þau að lánasafnið minnkar og við fáum fjármuni á móti því.“ Í rökstuðningi vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni kom fram að nefndin teldi að áhrif skuldaniðurfærlunnar á verðbólgu hafi verið vanmetin. Í viðtali Bloomberg við sendifulltrúa AGS kemur jafnfram fram að sjóðurinn telji að fjármunum sem verja eigi í niðurfærsluna yrði betur varið í að greiða niður skuldir ríkisins.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent