Sjötta hver króna sem ríkissjóður greiddi á síðasta ári í það sem flokkast til opinberrar þróunaraðstoðar er vegna starfa Íslendinga hér heima og á erlendum vettvangi. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.
Samtals eru þetta um 540 milljónir af heildarframlagi Íslendinga sem nam um 3,3 milljörðum árið 2012. Um 170 milljónir voru vegna starfa Íslendinga hér innlands eða um 5,2% af heildarframlagi Íslendinga.
Viðskiptablaðið beindi fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins þar sem spurt var um fjölda starfsgilda Íslendinga og kostnaðar sem til fellur vegna þeirra sem flokkast til þróunaraðstoðar. Samtals fara um 16,4% af allri þróunaraðstoð Íslands í kostnað við störf Íslendinga. Um er að ræða 19,5 starfsgildi hér á landi en 18,65 starfsgildi á erlendum vettvangi.
16% af þróunaraðstoðinni í vinnu Íslendinga

Mest lesið

Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör
Viðskipti innlent

Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði
Viðskipti innlent



„Við erum alls ekki í nokkru stríði“
Viðskipti innlent


Vaka stýrir Collab
Viðskipti innlent


Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
