Borgarstjórn hrósað Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 14. maí 2013 11:30 Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Úttektin nær til árabilsins 2002 til 2011 en sérstaklega er farið yfir viðbrögð borgarstjórnar við efnahagshruninu 2008. Í skýrslunni eru yfir hundrað góðar og þarfar ábendingar um það sem má betur fara í þágu skilvirkara borgarkerfis. Ef rétt verður unnið úr niðurstöðunum eru þarna gríðarleg tækifæri til þess að gera betur við borgarbúa og efla grunnþjónustuna.Pólitísk samstaða Athygli vekur að í kaflanum um úttekt á áhrifum bankahrunsins 2008 er borgarstjórn þess tíma undir forystu Sjálfstæðisflokksins hrósað fyrir viðbrögð við efnahagshruninu og þá sérstaklega þeirri þverpólitísku samstöðu sem innleidd var: "Telur úttektarnefndin að borgaryfirvöld hafi brugðist við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008 og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni." Það eiga allir hrós skilið fyrir þátttöku í þessu samstarfi, bæði meirihluti og minnihluti borgarstjórnar. Eina markmiðið í slíkri þverpólitískri vinnu er að verja borgarbúa og grunnþjónustuna - flokkspólitískir hagsmunir víkja. Ákallið um ný stjórnmál er sterkt í samfélaginu og þeir sem starfa í stjórnmálum verða að halda áfram að hlusta á það ákall. Að sjálfsögðu eiga þessi vinnubrögð að vera venja en ekki undantekning.Ný vinnubrögð Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætlanagerð 2009, fyrstu fjárhagsáætlun eftir hrun þar sem borgarstjórn fór nýjar leiðir er skiluðu hagræðingu um 2,3 milljarða. Aðferðafræðin þar sem 3.000 starfsmenn borgarinnar tóku þátt og skiluðu 1.500 hagræðingarhugmyndum hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ný vinnubrögð og þverpólitísk samvinna skilaði sér í aukinni starfsánægju á meðal starfsmanna og lítilli sem engri þjónustuskerðingu við borgarbúa. Markmið borgarstjórnar á að vera að finna lausnir innan stjórnsýslunnar áður en farið er í þjónustuskerðingar sem hafa áhrif á grunnþjónustu við borgarbúa - það skilaði sér á þessum tíma og mun skila sér áfram þar sem þessi góðu vinnubrögð verða við lýði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Úttektin nær til árabilsins 2002 til 2011 en sérstaklega er farið yfir viðbrögð borgarstjórnar við efnahagshruninu 2008. Í skýrslunni eru yfir hundrað góðar og þarfar ábendingar um það sem má betur fara í þágu skilvirkara borgarkerfis. Ef rétt verður unnið úr niðurstöðunum eru þarna gríðarleg tækifæri til þess að gera betur við borgarbúa og efla grunnþjónustuna.Pólitísk samstaða Athygli vekur að í kaflanum um úttekt á áhrifum bankahrunsins 2008 er borgarstjórn þess tíma undir forystu Sjálfstæðisflokksins hrósað fyrir viðbrögð við efnahagshruninu og þá sérstaklega þeirri þverpólitísku samstöðu sem innleidd var: "Telur úttektarnefndin að borgaryfirvöld hafi brugðist við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008 og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni." Það eiga allir hrós skilið fyrir þátttöku í þessu samstarfi, bæði meirihluti og minnihluti borgarstjórnar. Eina markmiðið í slíkri þverpólitískri vinnu er að verja borgarbúa og grunnþjónustuna - flokkspólitískir hagsmunir víkja. Ákallið um ný stjórnmál er sterkt í samfélaginu og þeir sem starfa í stjórnmálum verða að halda áfram að hlusta á það ákall. Að sjálfsögðu eiga þessi vinnubrögð að vera venja en ekki undantekning.Ný vinnubrögð Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætlanagerð 2009, fyrstu fjárhagsáætlun eftir hrun þar sem borgarstjórn fór nýjar leiðir er skiluðu hagræðingu um 2,3 milljarða. Aðferðafræðin þar sem 3.000 starfsmenn borgarinnar tóku þátt og skiluðu 1.500 hagræðingarhugmyndum hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ný vinnubrögð og þverpólitísk samvinna skilaði sér í aukinni starfsánægju á meðal starfsmanna og lítilli sem engri þjónustuskerðingu við borgarbúa. Markmið borgarstjórnar á að vera að finna lausnir innan stjórnsýslunnar áður en farið er í þjónustuskerðingar sem hafa áhrif á grunnþjónustu við borgarbúa - það skilaði sér á þessum tíma og mun skila sér áfram þar sem þessi góðu vinnubrögð verða við lýði.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun