Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2013 11:15 Fjöldaframleiðsla á dúkkunni Lúllu hefst í sumar. Nærvera er sögð hafa góð áhrif á þroska og líðan barna, en dúkkan líkir eftir hjartslætti og andardrætti sofandi móður. Mynd/Róró Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. Fjöldaframleiðsla á Lúllu, dúkku sem líkir eftir nærveru annarrar manneskju, hefst í sumar. Inni í dúkkunni er tæki sem líkir eftir hjartslætti og andardrætti sofandi móður. Eyrún Eggertsdóttir, frumkvöðullinn að baki dúkkunum, segir standa til að selja þær á almennum markaði en að auki eru fyrirhugaðar tilraunir á Landspítalanum til að meta hvort dúkkan kunni að auka lífslíkur og efla þroska fyrirbura. „Við byrjum á því að láta framleiða 500 til 1.000 stykki,“ segir Eyrún. Fyrsta kastið verða dúkkurnar seldar í völdum verslunum hér heima og í netverslun Amazon. „Dúkkurnar eru aðallega hugsaðar fyrir nýbura og fyrirbura,“ segir hún, en hugmyndin var að búa til dúkku sem gæti verið nokkurs konar staðgengill foreldris hjá fyrirbura sem þarf að vera í hitakassa. „Markmiðið með nálægðartilfinningunni er að koma jafnvægi á öndun og hjartslátt hjá börnunum, en þar eru nýburar og fyrirburar helst viðkvæmir fyrir.“ Eyrún segir margt unnið með því að koma betra jafnvægi á líðan og líkamsstarfsemi nýburanna. „Svefninn verður betri og heilbrigðari og taugaþroski eykst. Í þessu leiðir eitt af öðru, jákvæðari tilfinningar og minni grátur verða til þess að þau þyngjast hraðar og þroskast fyrr.“ Eyrún segist strax í upphafi hafa borið hugmynd sína undir lækna og hjúkrunarfræðinga til að tryggja að hún væri ekki á villigötum og fengið góðar viðtökur. Sjálf hafði hún stundað nám í sálfræði og heillast af lýsingum á áhrifum nærveru á þroska barna. Hugmyndin varð hins vegar til eftir að vinkona Eyrúnar eignaðist fyrirbura sem lenti í öndunarhléi á spítalanum. „Það fór allt vel en ég man eftir að hafa hugsað með mér að kannski hefði þetta ekki gerst ef það hefði verið aðstaða fyrir móðurina hjá barninu á spítalanum. Þá datt mér hug hvað væri frábært ef eitthvað væri til sem maður gæti skilið eftir sem væri eins og lítill staðgengill fyrir mann á sjúkrahúsinu.“ Í beinu framhaldi skráði Eyrún sig í hugmyndasamkeppni á vegum Hugmyndahúss háskólanna og í kjölfarið fór boltinn að rúlla þegar hún fékk þar hvatningarverðlaun árið 2010. Eyrún Eggertsdóttir fer fyrir sprotafyrirtækinu Róró, sem hlaut Gulleggið árið 2011.Mynd/Róró Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Sjá meira
Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. Fjöldaframleiðsla á Lúllu, dúkku sem líkir eftir nærveru annarrar manneskju, hefst í sumar. Inni í dúkkunni er tæki sem líkir eftir hjartslætti og andardrætti sofandi móður. Eyrún Eggertsdóttir, frumkvöðullinn að baki dúkkunum, segir standa til að selja þær á almennum markaði en að auki eru fyrirhugaðar tilraunir á Landspítalanum til að meta hvort dúkkan kunni að auka lífslíkur og efla þroska fyrirbura. „Við byrjum á því að láta framleiða 500 til 1.000 stykki,“ segir Eyrún. Fyrsta kastið verða dúkkurnar seldar í völdum verslunum hér heima og í netverslun Amazon. „Dúkkurnar eru aðallega hugsaðar fyrir nýbura og fyrirbura,“ segir hún, en hugmyndin var að búa til dúkku sem gæti verið nokkurs konar staðgengill foreldris hjá fyrirbura sem þarf að vera í hitakassa. „Markmiðið með nálægðartilfinningunni er að koma jafnvægi á öndun og hjartslátt hjá börnunum, en þar eru nýburar og fyrirburar helst viðkvæmir fyrir.“ Eyrún segir margt unnið með því að koma betra jafnvægi á líðan og líkamsstarfsemi nýburanna. „Svefninn verður betri og heilbrigðari og taugaþroski eykst. Í þessu leiðir eitt af öðru, jákvæðari tilfinningar og minni grátur verða til þess að þau þyngjast hraðar og þroskast fyrr.“ Eyrún segist strax í upphafi hafa borið hugmynd sína undir lækna og hjúkrunarfræðinga til að tryggja að hún væri ekki á villigötum og fengið góðar viðtökur. Sjálf hafði hún stundað nám í sálfræði og heillast af lýsingum á áhrifum nærveru á þroska barna. Hugmyndin varð hins vegar til eftir að vinkona Eyrúnar eignaðist fyrirbura sem lenti í öndunarhléi á spítalanum. „Það fór allt vel en ég man eftir að hafa hugsað með mér að kannski hefði þetta ekki gerst ef það hefði verið aðstaða fyrir móðurina hjá barninu á spítalanum. Þá datt mér hug hvað væri frábært ef eitthvað væri til sem maður gæti skilið eftir sem væri eins og lítill staðgengill fyrir mann á sjúkrahúsinu.“ Í beinu framhaldi skráði Eyrún sig í hugmyndasamkeppni á vegum Hugmyndahúss háskólanna og í kjölfarið fór boltinn að rúlla þegar hún fékk þar hvatningarverðlaun árið 2010. Eyrún Eggertsdóttir fer fyrir sprotafyrirtækinu Róró, sem hlaut Gulleggið árið 2011.Mynd/Róró
Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent