Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2013 11:15 Fjöldaframleiðsla á dúkkunni Lúllu hefst í sumar. Nærvera er sögð hafa góð áhrif á þroska og líðan barna, en dúkkan líkir eftir hjartslætti og andardrætti sofandi móður. Mynd/Róró Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. Fjöldaframleiðsla á Lúllu, dúkku sem líkir eftir nærveru annarrar manneskju, hefst í sumar. Inni í dúkkunni er tæki sem líkir eftir hjartslætti og andardrætti sofandi móður. Eyrún Eggertsdóttir, frumkvöðullinn að baki dúkkunum, segir standa til að selja þær á almennum markaði en að auki eru fyrirhugaðar tilraunir á Landspítalanum til að meta hvort dúkkan kunni að auka lífslíkur og efla þroska fyrirbura. „Við byrjum á því að láta framleiða 500 til 1.000 stykki,“ segir Eyrún. Fyrsta kastið verða dúkkurnar seldar í völdum verslunum hér heima og í netverslun Amazon. „Dúkkurnar eru aðallega hugsaðar fyrir nýbura og fyrirbura,“ segir hún, en hugmyndin var að búa til dúkku sem gæti verið nokkurs konar staðgengill foreldris hjá fyrirbura sem þarf að vera í hitakassa. „Markmiðið með nálægðartilfinningunni er að koma jafnvægi á öndun og hjartslátt hjá börnunum, en þar eru nýburar og fyrirburar helst viðkvæmir fyrir.“ Eyrún segir margt unnið með því að koma betra jafnvægi á líðan og líkamsstarfsemi nýburanna. „Svefninn verður betri og heilbrigðari og taugaþroski eykst. Í þessu leiðir eitt af öðru, jákvæðari tilfinningar og minni grátur verða til þess að þau þyngjast hraðar og þroskast fyrr.“ Eyrún segist strax í upphafi hafa borið hugmynd sína undir lækna og hjúkrunarfræðinga til að tryggja að hún væri ekki á villigötum og fengið góðar viðtökur. Sjálf hafði hún stundað nám í sálfræði og heillast af lýsingum á áhrifum nærveru á þroska barna. Hugmyndin varð hins vegar til eftir að vinkona Eyrúnar eignaðist fyrirbura sem lenti í öndunarhléi á spítalanum. „Það fór allt vel en ég man eftir að hafa hugsað með mér að kannski hefði þetta ekki gerst ef það hefði verið aðstaða fyrir móðurina hjá barninu á spítalanum. Þá datt mér hug hvað væri frábært ef eitthvað væri til sem maður gæti skilið eftir sem væri eins og lítill staðgengill fyrir mann á sjúkrahúsinu.“ Í beinu framhaldi skráði Eyrún sig í hugmyndasamkeppni á vegum Hugmyndahúss háskólanna og í kjölfarið fór boltinn að rúlla þegar hún fékk þar hvatningarverðlaun árið 2010. Eyrún Eggertsdóttir fer fyrir sprotafyrirtækinu Róró, sem hlaut Gulleggið árið 2011.Mynd/Róró Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. Fjöldaframleiðsla á Lúllu, dúkku sem líkir eftir nærveru annarrar manneskju, hefst í sumar. Inni í dúkkunni er tæki sem líkir eftir hjartslætti og andardrætti sofandi móður. Eyrún Eggertsdóttir, frumkvöðullinn að baki dúkkunum, segir standa til að selja þær á almennum markaði en að auki eru fyrirhugaðar tilraunir á Landspítalanum til að meta hvort dúkkan kunni að auka lífslíkur og efla þroska fyrirbura. „Við byrjum á því að láta framleiða 500 til 1.000 stykki,“ segir Eyrún. Fyrsta kastið verða dúkkurnar seldar í völdum verslunum hér heima og í netverslun Amazon. „Dúkkurnar eru aðallega hugsaðar fyrir nýbura og fyrirbura,“ segir hún, en hugmyndin var að búa til dúkku sem gæti verið nokkurs konar staðgengill foreldris hjá fyrirbura sem þarf að vera í hitakassa. „Markmiðið með nálægðartilfinningunni er að koma jafnvægi á öndun og hjartslátt hjá börnunum, en þar eru nýburar og fyrirburar helst viðkvæmir fyrir.“ Eyrún segir margt unnið með því að koma betra jafnvægi á líðan og líkamsstarfsemi nýburanna. „Svefninn verður betri og heilbrigðari og taugaþroski eykst. Í þessu leiðir eitt af öðru, jákvæðari tilfinningar og minni grátur verða til þess að þau þyngjast hraðar og þroskast fyrr.“ Eyrún segist strax í upphafi hafa borið hugmynd sína undir lækna og hjúkrunarfræðinga til að tryggja að hún væri ekki á villigötum og fengið góðar viðtökur. Sjálf hafði hún stundað nám í sálfræði og heillast af lýsingum á áhrifum nærveru á þroska barna. Hugmyndin varð hins vegar til eftir að vinkona Eyrúnar eignaðist fyrirbura sem lenti í öndunarhléi á spítalanum. „Það fór allt vel en ég man eftir að hafa hugsað með mér að kannski hefði þetta ekki gerst ef það hefði verið aðstaða fyrir móðurina hjá barninu á spítalanum. Þá datt mér hug hvað væri frábært ef eitthvað væri til sem maður gæti skilið eftir sem væri eins og lítill staðgengill fyrir mann á sjúkrahúsinu.“ Í beinu framhaldi skráði Eyrún sig í hugmyndasamkeppni á vegum Hugmyndahúss háskólanna og í kjölfarið fór boltinn að rúlla þegar hún fékk þar hvatningarverðlaun árið 2010. Eyrún Eggertsdóttir fer fyrir sprotafyrirtækinu Róró, sem hlaut Gulleggið árið 2011.Mynd/Róró
Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira