Fjárfestingar í sjávarútvegi aftur á skrið Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2013 15:13 Mynd/Vilhelm Sérfræðingar Íslandsbanka og Landsbankans telja að fjárfestingar í sjávarútvegi séu aftur að komast á skrið. Undanfarin ár hafi fjárfestingar innan atvinnugreinarinnar verið í lágmarki þrátt fyrir góða afkomu. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þar er tekið fram að nokkrar ástæður séu fyrir því hve lítið hefur verið fjárfest. Helst beri að nefna óvissu um fiskveiðistjórnunarkerfið auk þess sem fyrirtæki hafa lagt á það mikla áherslu eftir hrun að greiða niður skuldir. „Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegs hjá Íslandsbanka, segir að svo virðist sem að nú hafi myndast geta og vilji hjá fyrirtækjum til endurnýjunar. Staða og fjárhagslegt bolmagn sjárvarútvegsfyrirtækja sé misjöfn. Þannig séu fjárfestingar í uppsjávarfyrirtækjum mestar.“ Þá hafi uppsjávarfyrirtæki byggt vinnslur til að auka gæði aflans og þar með verðmæti. Nýjar vinnslur hafi verið byggðar víða og einnig hafi orðið mikil endurnýjun á tækjabúnaði í bolfiskvinnslu. „Með þessu myndast öflugri og betri sjávarútvegur, því þetta snýst ekki einungis um að viðhalda framleiðslutækjum heldur líka um að auka gæði og þar með tekjumöguleika útvegsins. Auk þess sem framleiðslan verður umhverfisvænni með nýrri tækni og aðferðum,“ er haft eftir Rúnari. Undir þetta tekur Magnús H. Karlsson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum. „Með fjárfestingum eru gæði afurða aukin og hægt verður að vinna verðmætari vöru á hagkvæmari og umhverfisvænni hátt.“ Þá eru sérfræðingar bankanna sammála um mikilvægi þess að fyrirtæki hafi tækifæri til að fjárfesta í nýsköpun og aukinni fullvinnslu. „Hugvit, markaðsetning og aukin vinnsla hafa aukið verðmæti sjávarafurða undanfarin ár. Greining Sjávarklasans hafa til dæmis sýnt fram á að þótt nú sé afli íslenska flotans helmingi minni en hann var fyrir um þrjátíu árum eru verðmæti hans þreföld,“ segir á vef LÍÚ. „Meðal nýrra fjárfestinga í greininni, utan vinnslna, má nefna að HBGrandi hefur samið um smíði tveggja skipa til veiða á uppsjávarfiski. Samningsverð er um 7,2 milljarðar króna. Sömuleiðis hefur Ísfélagið keypt nýtt skip til uppsjávarveiða sem á að verða tilbúið til veiða nú eftir áramót.“ Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Sérfræðingar Íslandsbanka og Landsbankans telja að fjárfestingar í sjávarútvegi séu aftur að komast á skrið. Undanfarin ár hafi fjárfestingar innan atvinnugreinarinnar verið í lágmarki þrátt fyrir góða afkomu. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þar er tekið fram að nokkrar ástæður séu fyrir því hve lítið hefur verið fjárfest. Helst beri að nefna óvissu um fiskveiðistjórnunarkerfið auk þess sem fyrirtæki hafa lagt á það mikla áherslu eftir hrun að greiða niður skuldir. „Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegs hjá Íslandsbanka, segir að svo virðist sem að nú hafi myndast geta og vilji hjá fyrirtækjum til endurnýjunar. Staða og fjárhagslegt bolmagn sjárvarútvegsfyrirtækja sé misjöfn. Þannig séu fjárfestingar í uppsjávarfyrirtækjum mestar.“ Þá hafi uppsjávarfyrirtæki byggt vinnslur til að auka gæði aflans og þar með verðmæti. Nýjar vinnslur hafi verið byggðar víða og einnig hafi orðið mikil endurnýjun á tækjabúnaði í bolfiskvinnslu. „Með þessu myndast öflugri og betri sjávarútvegur, því þetta snýst ekki einungis um að viðhalda framleiðslutækjum heldur líka um að auka gæði og þar með tekjumöguleika útvegsins. Auk þess sem framleiðslan verður umhverfisvænni með nýrri tækni og aðferðum,“ er haft eftir Rúnari. Undir þetta tekur Magnús H. Karlsson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum. „Með fjárfestingum eru gæði afurða aukin og hægt verður að vinna verðmætari vöru á hagkvæmari og umhverfisvænni hátt.“ Þá eru sérfræðingar bankanna sammála um mikilvægi þess að fyrirtæki hafi tækifæri til að fjárfesta í nýsköpun og aukinni fullvinnslu. „Hugvit, markaðsetning og aukin vinnsla hafa aukið verðmæti sjávarafurða undanfarin ár. Greining Sjávarklasans hafa til dæmis sýnt fram á að þótt nú sé afli íslenska flotans helmingi minni en hann var fyrir um þrjátíu árum eru verðmæti hans þreföld,“ segir á vef LÍÚ. „Meðal nýrra fjárfestinga í greininni, utan vinnslna, má nefna að HBGrandi hefur samið um smíði tveggja skipa til veiða á uppsjávarfiski. Samningsverð er um 7,2 milljarðar króna. Sömuleiðis hefur Ísfélagið keypt nýtt skip til uppsjávarveiða sem á að verða tilbúið til veiða nú eftir áramót.“
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira