Tvístígandi í afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu Jóhannes Stefánsson skrifar 18. ágúst 2013 20:19 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Ráðherrann telur að ekki eigi að taka viðræður við Evrópusambandið upp að nýju en eins og kunnugt er gerði núverandi ríkisstjórn hlé á viðræðunum. Þá telur hann að ekki eigi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins. „Tónnninn og fordæmið, það er búið að gefa það. Alþingi ákvað þetta þannig að mínu vitu getur Alþingi ákveðið að stöðva þetta ef það vill, en hefur ekki gert það," segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort við ættum að halda áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi. „Mér finnst það ekki nei," sagði utanríkisráðherra á Bylgjunni á morgun Í ályktunum landsfunda stjórnarflokkanna kemur fram að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu ef ákveðið verði að halda viðræðunum áfram. Ekkert er minnst á það hvort halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hætta eigi viðræðunum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur hið sama fram. „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við evrópuasmbandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Eins og ráða má af orðum utanríksiráðherra frá því í morgun er afstaða hans í málinu mjög afdráttarlaus. Formaður sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, virðist hinsvegar vera annarar skoðunar. „Við viljum ekki ganga inn í Evrópusambandið, við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði Bjarni Benediktsson í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna þann 25. apríl síðastliðinn í aðdraganda alþingiskosninganna á Stöð 2. Í viðtali við Fréttablaðið þann 24. apríl sagði Bjarni: „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það. Það verður því fróðlegt að sjá hvort efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, eða hvort viðræðum við sambandið verði slitið. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Ráðherrann telur að ekki eigi að taka viðræður við Evrópusambandið upp að nýju en eins og kunnugt er gerði núverandi ríkisstjórn hlé á viðræðunum. Þá telur hann að ekki eigi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins. „Tónnninn og fordæmið, það er búið að gefa það. Alþingi ákvað þetta þannig að mínu vitu getur Alþingi ákveðið að stöðva þetta ef það vill, en hefur ekki gert það," segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort við ættum að halda áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi. „Mér finnst það ekki nei," sagði utanríkisráðherra á Bylgjunni á morgun Í ályktunum landsfunda stjórnarflokkanna kemur fram að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu ef ákveðið verði að halda viðræðunum áfram. Ekkert er minnst á það hvort halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hætta eigi viðræðunum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur hið sama fram. „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við evrópuasmbandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Eins og ráða má af orðum utanríksiráðherra frá því í morgun er afstaða hans í málinu mjög afdráttarlaus. Formaður sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, virðist hinsvegar vera annarar skoðunar. „Við viljum ekki ganga inn í Evrópusambandið, við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði Bjarni Benediktsson í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna þann 25. apríl síðastliðinn í aðdraganda alþingiskosninganna á Stöð 2. Í viðtali við Fréttablaðið þann 24. apríl sagði Bjarni: „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það. Það verður því fróðlegt að sjá hvort efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, eða hvort viðræðum við sambandið verði slitið.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira