Viðskipti innlent

Heildarvelta fasteignaviðskipta jókst um 18%

Haraldur Guðmundsson skrifar
Meðalupphæð á hvern kaupsamning var um 29 milljónir króna.
Meðalupphæð á hvern kaupsamning var um 29 milljónir króna. Mynd/Vilhelm
Um 8.300 kaupsamningum var þinglýst á landinu öllu árið 2013 samanborið við 7.640 samninga á árinu 2012. Meðalupphæð á hvern samning var um 29 milljónir króna og hækkaði um tvær milljónir milli ára. Heildarviðskipti með fasteignir numu rúmlega 243 milljörðum króna samanborið við 206 milljarða veltu árið 2012.

Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár Íslands um fasteignamarkaðinn á árinu.

„Sé litið til höfuðborgarsvæðisins stefnir heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga í um 191 milljarð króna, kaupsamningar verða um 5.700 og meðalupphæð kaupsamings verður um 33,5 milljónir króna. Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2012 var 163,7 milljarðar króna og fjöldi kaupsamninga var rúmlega 5.330. Meðalupphæð samninga árið 2012 var um 30,7 milljón króna. Heildarvelta á höfuðborgarsvæðinu hefur því aukist um tæplega 17% og fjöldi kaupsamninga hefur aukist um tæplega 7%."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×