Kapp um app – Íslendingaapp Kristrún Halla Helgadóttir skrifar 10. apríl 2013 07:00 Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að Íslendingabók fór á netið ákváðu Íslensk erfðagreining og Verkfræði- og náttúruvísindasvið (VoN) Háskóla Íslands að standa fyrir samkeppni meðal háskólanemenda um besta hugbúnaðinn (appið) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Íslendingabók, sem er samstarfsverkefni Friðriks Skúlasonar og Íslenskrar erfðagreiningar, varð gerð aðgengileg á netinu þann 18. janúar 2003. Á þessum tíu árum hefur Íslendingabók notið mikilla vinsælda og hafa um 200.000 manns fengið lykilorð að síðunni. Ljóst er að landsmenn kunna vel að meta þessa afþreyingu sem hefur verið endurgjaldslaus frá upphafi því í ljós hefur komið að flettingar eru yfir 40.000 á hverjum degi. Notkunin nær til fólks á öllum aldri og er ekki bundin við ákveðinn aldurshóp. Það sem hægt er að skoða í Íslendingabók eru helstu upplýsingar um notanda, ættartré, upplýsingar um nánustu ættingja aftur í þriðja lið og afkomendur þeirra og alla þá sem fæddir eru fyrir árið 1700. Einnig geta notendur rakið sig saman við hvern sem er í Íslendingabók og séð hver skyldleikinn er. Í Íslendingabók má orðið finna þétt net tenginga á milli einstaklinga og flesta þá Íslendinga sem uppi hafa verið frá því á 18. öld. Það sem gerir okkur kleift að byggja upp gagnagrunn eins og Íslendingabók eru vel skráðar og vel varðveittar frumheimildir eins og manntöl og kirkjubækur sem ná jafnvel aftur á 17. öld. Með þessari samkeppni um besta appið gefst ekki einungis kostur á að auka þjónustuna við hina fjölmörgu notendur Íslendingabókar heldur gefst einnig kostur á að tefla saman í liði nemendum úr ólíkum greinum og jafnvel ólíkum háskólum. Keppnin hvetur þannig til þverfaglegs samstarfs sem gæti ef til vill orðið upphafið að einhverju meiru. Það reynir ekki aðeins á færni í forritun heldur einnig í hönnun, nýbreytni og kynningu. Spennandi verður síðan að sjá afraksturinn hjá liðunum. Við hvetjum landsmenn til að koma og sjá kynningar liða sem fram fara laugardaginn 13. apríl kl. 13 í sal Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu 8. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á vefnum www.islendingaapp.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að Íslendingabók fór á netið ákváðu Íslensk erfðagreining og Verkfræði- og náttúruvísindasvið (VoN) Háskóla Íslands að standa fyrir samkeppni meðal háskólanemenda um besta hugbúnaðinn (appið) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Íslendingabók, sem er samstarfsverkefni Friðriks Skúlasonar og Íslenskrar erfðagreiningar, varð gerð aðgengileg á netinu þann 18. janúar 2003. Á þessum tíu árum hefur Íslendingabók notið mikilla vinsælda og hafa um 200.000 manns fengið lykilorð að síðunni. Ljóst er að landsmenn kunna vel að meta þessa afþreyingu sem hefur verið endurgjaldslaus frá upphafi því í ljós hefur komið að flettingar eru yfir 40.000 á hverjum degi. Notkunin nær til fólks á öllum aldri og er ekki bundin við ákveðinn aldurshóp. Það sem hægt er að skoða í Íslendingabók eru helstu upplýsingar um notanda, ættartré, upplýsingar um nánustu ættingja aftur í þriðja lið og afkomendur þeirra og alla þá sem fæddir eru fyrir árið 1700. Einnig geta notendur rakið sig saman við hvern sem er í Íslendingabók og séð hver skyldleikinn er. Í Íslendingabók má orðið finna þétt net tenginga á milli einstaklinga og flesta þá Íslendinga sem uppi hafa verið frá því á 18. öld. Það sem gerir okkur kleift að byggja upp gagnagrunn eins og Íslendingabók eru vel skráðar og vel varðveittar frumheimildir eins og manntöl og kirkjubækur sem ná jafnvel aftur á 17. öld. Með þessari samkeppni um besta appið gefst ekki einungis kostur á að auka þjónustuna við hina fjölmörgu notendur Íslendingabókar heldur gefst einnig kostur á að tefla saman í liði nemendum úr ólíkum greinum og jafnvel ólíkum háskólum. Keppnin hvetur þannig til þverfaglegs samstarfs sem gæti ef til vill orðið upphafið að einhverju meiru. Það reynir ekki aðeins á færni í forritun heldur einnig í hönnun, nýbreytni og kynningu. Spennandi verður síðan að sjá afraksturinn hjá liðunum. Við hvetjum landsmenn til að koma og sjá kynningar liða sem fram fara laugardaginn 13. apríl kl. 13 í sal Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu 8. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á vefnum www.islendingaapp.is.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar