Innlent

Réðst ofurölvi á fólk í miðbænum

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að hann réðst á fólk. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn mjög ölvaður og æstur þegar lögreglan kom á vettvang.

Ekki er vitað um meiðsl fólksins sem maðurinn réðist á. Lögreglan hefur það svo eftir dyraverði í miðborginni að maðurinn hafi oft veist að fólki ofurölvi í miðbænum.

þá var tilkynnt um tvö innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um miðnætti var brotist inn í iðnaðarhúsnæði á Melunum við Kollafjörð. Þar var mótorhjóli stolið.  Hjólið fannst hinsvegar skammt frá vettvangi.

Skömmu fyrir klukkan hálffjögur var tilkynnt um mann sem væri að brjótast inn í verslunarhúsnæði efst á Laugavegi.  Maðurinn hafði brotið sér leið inn í húsið. Hann var farinn þegar lögregla kom á vettvang.  Ekki er enn vitað hvort þjófurinn hafði eitthvað á brott með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×