Innlent

"Rosalega raunverulegar aðstæður"

Um hundrað læknanemar urðu reynslunni ríkari í dag þegar þeir fengu að upplifa hvernig það er að koma að stórslysi.

Kennslu- og fræðslumálanefnd læknanema hélt á hádegi mjög raunverulega stórslysaæfingu fyrir hópinn á svæði slökkviliðsins í Hafnarfirði þar sem alvarlegt bílslys var sett á svið. Yngstu nemarnir brugðu sér í hlutverk slasaðra sem þeir eldri reyndu svo að bjarga.

„Þau leika rosalega vel, eru máluð og allt, þannig að þetta eru rosalega raunverulegar aðstæður," segir Dagrún Inga Þorsteinsdóttir læknanemi sem tók þátt í æfingunni.

Þegar æfingunni svo lauk var það skoðað sem betur mátti fara og æfingin endurtekin. Hópurinn var sammála um að dagurinn hafi verið mikilvægur og að þau séu reynslunni ríkari fyrir vikið.

„Það er gott að vera búinn að prófa þetta allavega einu sinni ef eitthvað [stórslys] kemur fyrir," segir Dagrún Inga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×