Reykjanesfólkvangur lagður niður? Ellert Grétarsson skrifar 6. maí 2013 08:00 Nýjasta útspilið í hernaðinum gegn náttúru Reykjanesskagans er hugmyndir um að leggja niður Reykjanesfólkvang. Miklir kærleikar hafa tekist með bæjaryfirvöldum í Grindavík og erlenda orkufyrirtækinu HS Orku. Ein birtingarmynd þess er glórulausar hugmyndir um virkjun í Eldvörpum samkvæmt svokallaðri auðlindastefnu bæjarins, sem í stuttu máli gengur út á að virkja allt sem hægt er að virkja innan landamerkja sveitarfélagsins. Þá hafa þessir aðilar, Grindavíkurbær og HS Orka, unnið að stofnun jarðvangs (GeoPark) á Reykjanesi. Bæjaryfirvöld í Grindavík vilja sem sagt að hann komi í stað fólkvangsins. En hvers vegna þarf Reykjanesfólkvangur að víkja fyrir jarðvangi? Af hverju getur þetta tvennt ekki farið saman? Reykjanesfólkvangur var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975. Friðlýsingin var reyndar all takmörkuð og náði í rauninni yfir fátt annað en bann við utanvegaakstri. Í raun var verið að taka svæðið frá sem útivistarsvæði þangað til annað kæmi í ljós. Þar er nefnilega jarðhiti og ýmsir sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar með hann. Það breytir því ekki að fólkvangar hafa ákveðinn sess í hugum fólks. Hugtakið sjálft segir okkur að eitthvað sé varið í náttúru svæðisins úr því að ákveðið var að kalla það fólkvang. Þannig er það nokkurs konar ígildi þjóðgarðs í hugum okkar – eitthvað sem ætti að umgangast af nærgætni og virðingu. Fjallað er um fólkvanga í lögum um náttúruvernd og umhverfisábyrgð. Orðið jarðvangur kemur hins vegar ekki fyrir í íslenskum lögum og European Geoparks Network gerir engar sérstakar kröfur um náttúruvernd og friðun innan jarðvanga. Orðið jarðvangur er nýtt fyrirbæri sem hefur enga sérstaka merkingu í huga almennings. Það hefur fólkvangur hins vegar. Þá komum við að kjarna málsins. HS Orka hyggur á miklar virkjanaframkvæmdir innan marka Reykjanesfólkvangs. Þegar vinnuvélarnar streyma þangað verður kannski dálítið óþægilegt að hugtakið „fólkvangur“ sé að þvælast fyrir. Þess vegna er auðvitað best að búið verði að leggja hann niður sem slíkan og menn geti þá rústað svæðinu með betri samvisku „í sátt við umhverfið“ svo vitnað sé í slagorð fyrirtækisins. Og þar sem HS Orka er ekki aðili að Reykjanesfólkvangi liggur auðvitað beinast við að bæjaryfirvöld í Grindavík græi málið fyrir vini sína. Og ekki verður verra fyrir Grindavíkurbæ og HS Orku að geta hampað GeoPark-lógóinu til að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið verður að virkja allt sem hægt er að virkja með tilheyrandi náttúruspjöllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Nýjasta útspilið í hernaðinum gegn náttúru Reykjanesskagans er hugmyndir um að leggja niður Reykjanesfólkvang. Miklir kærleikar hafa tekist með bæjaryfirvöldum í Grindavík og erlenda orkufyrirtækinu HS Orku. Ein birtingarmynd þess er glórulausar hugmyndir um virkjun í Eldvörpum samkvæmt svokallaðri auðlindastefnu bæjarins, sem í stuttu máli gengur út á að virkja allt sem hægt er að virkja innan landamerkja sveitarfélagsins. Þá hafa þessir aðilar, Grindavíkurbær og HS Orka, unnið að stofnun jarðvangs (GeoPark) á Reykjanesi. Bæjaryfirvöld í Grindavík vilja sem sagt að hann komi í stað fólkvangsins. En hvers vegna þarf Reykjanesfólkvangur að víkja fyrir jarðvangi? Af hverju getur þetta tvennt ekki farið saman? Reykjanesfólkvangur var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975. Friðlýsingin var reyndar all takmörkuð og náði í rauninni yfir fátt annað en bann við utanvegaakstri. Í raun var verið að taka svæðið frá sem útivistarsvæði þangað til annað kæmi í ljós. Þar er nefnilega jarðhiti og ýmsir sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar með hann. Það breytir því ekki að fólkvangar hafa ákveðinn sess í hugum fólks. Hugtakið sjálft segir okkur að eitthvað sé varið í náttúru svæðisins úr því að ákveðið var að kalla það fólkvang. Þannig er það nokkurs konar ígildi þjóðgarðs í hugum okkar – eitthvað sem ætti að umgangast af nærgætni og virðingu. Fjallað er um fólkvanga í lögum um náttúruvernd og umhverfisábyrgð. Orðið jarðvangur kemur hins vegar ekki fyrir í íslenskum lögum og European Geoparks Network gerir engar sérstakar kröfur um náttúruvernd og friðun innan jarðvanga. Orðið jarðvangur er nýtt fyrirbæri sem hefur enga sérstaka merkingu í huga almennings. Það hefur fólkvangur hins vegar. Þá komum við að kjarna málsins. HS Orka hyggur á miklar virkjanaframkvæmdir innan marka Reykjanesfólkvangs. Þegar vinnuvélarnar streyma þangað verður kannski dálítið óþægilegt að hugtakið „fólkvangur“ sé að þvælast fyrir. Þess vegna er auðvitað best að búið verði að leggja hann niður sem slíkan og menn geti þá rústað svæðinu með betri samvisku „í sátt við umhverfið“ svo vitnað sé í slagorð fyrirtækisins. Og þar sem HS Orka er ekki aðili að Reykjanesfólkvangi liggur auðvitað beinast við að bæjaryfirvöld í Grindavík græi málið fyrir vini sína. Og ekki verður verra fyrir Grindavíkurbæ og HS Orku að geta hampað GeoPark-lógóinu til að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið verður að virkja allt sem hægt er að virkja með tilheyrandi náttúruspjöllum.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun