Reykjanesfólkvangur lagður niður? Ellert Grétarsson skrifar 6. maí 2013 08:00 Nýjasta útspilið í hernaðinum gegn náttúru Reykjanesskagans er hugmyndir um að leggja niður Reykjanesfólkvang. Miklir kærleikar hafa tekist með bæjaryfirvöldum í Grindavík og erlenda orkufyrirtækinu HS Orku. Ein birtingarmynd þess er glórulausar hugmyndir um virkjun í Eldvörpum samkvæmt svokallaðri auðlindastefnu bæjarins, sem í stuttu máli gengur út á að virkja allt sem hægt er að virkja innan landamerkja sveitarfélagsins. Þá hafa þessir aðilar, Grindavíkurbær og HS Orka, unnið að stofnun jarðvangs (GeoPark) á Reykjanesi. Bæjaryfirvöld í Grindavík vilja sem sagt að hann komi í stað fólkvangsins. En hvers vegna þarf Reykjanesfólkvangur að víkja fyrir jarðvangi? Af hverju getur þetta tvennt ekki farið saman? Reykjanesfólkvangur var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975. Friðlýsingin var reyndar all takmörkuð og náði í rauninni yfir fátt annað en bann við utanvegaakstri. Í raun var verið að taka svæðið frá sem útivistarsvæði þangað til annað kæmi í ljós. Þar er nefnilega jarðhiti og ýmsir sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar með hann. Það breytir því ekki að fólkvangar hafa ákveðinn sess í hugum fólks. Hugtakið sjálft segir okkur að eitthvað sé varið í náttúru svæðisins úr því að ákveðið var að kalla það fólkvang. Þannig er það nokkurs konar ígildi þjóðgarðs í hugum okkar – eitthvað sem ætti að umgangast af nærgætni og virðingu. Fjallað er um fólkvanga í lögum um náttúruvernd og umhverfisábyrgð. Orðið jarðvangur kemur hins vegar ekki fyrir í íslenskum lögum og European Geoparks Network gerir engar sérstakar kröfur um náttúruvernd og friðun innan jarðvanga. Orðið jarðvangur er nýtt fyrirbæri sem hefur enga sérstaka merkingu í huga almennings. Það hefur fólkvangur hins vegar. Þá komum við að kjarna málsins. HS Orka hyggur á miklar virkjanaframkvæmdir innan marka Reykjanesfólkvangs. Þegar vinnuvélarnar streyma þangað verður kannski dálítið óþægilegt að hugtakið „fólkvangur“ sé að þvælast fyrir. Þess vegna er auðvitað best að búið verði að leggja hann niður sem slíkan og menn geti þá rústað svæðinu með betri samvisku „í sátt við umhverfið“ svo vitnað sé í slagorð fyrirtækisins. Og þar sem HS Orka er ekki aðili að Reykjanesfólkvangi liggur auðvitað beinast við að bæjaryfirvöld í Grindavík græi málið fyrir vini sína. Og ekki verður verra fyrir Grindavíkurbæ og HS Orku að geta hampað GeoPark-lógóinu til að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið verður að virkja allt sem hægt er að virkja með tilheyrandi náttúruspjöllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Nýjasta útspilið í hernaðinum gegn náttúru Reykjanesskagans er hugmyndir um að leggja niður Reykjanesfólkvang. Miklir kærleikar hafa tekist með bæjaryfirvöldum í Grindavík og erlenda orkufyrirtækinu HS Orku. Ein birtingarmynd þess er glórulausar hugmyndir um virkjun í Eldvörpum samkvæmt svokallaðri auðlindastefnu bæjarins, sem í stuttu máli gengur út á að virkja allt sem hægt er að virkja innan landamerkja sveitarfélagsins. Þá hafa þessir aðilar, Grindavíkurbær og HS Orka, unnið að stofnun jarðvangs (GeoPark) á Reykjanesi. Bæjaryfirvöld í Grindavík vilja sem sagt að hann komi í stað fólkvangsins. En hvers vegna þarf Reykjanesfólkvangur að víkja fyrir jarðvangi? Af hverju getur þetta tvennt ekki farið saman? Reykjanesfólkvangur var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975. Friðlýsingin var reyndar all takmörkuð og náði í rauninni yfir fátt annað en bann við utanvegaakstri. Í raun var verið að taka svæðið frá sem útivistarsvæði þangað til annað kæmi í ljós. Þar er nefnilega jarðhiti og ýmsir sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar með hann. Það breytir því ekki að fólkvangar hafa ákveðinn sess í hugum fólks. Hugtakið sjálft segir okkur að eitthvað sé varið í náttúru svæðisins úr því að ákveðið var að kalla það fólkvang. Þannig er það nokkurs konar ígildi þjóðgarðs í hugum okkar – eitthvað sem ætti að umgangast af nærgætni og virðingu. Fjallað er um fólkvanga í lögum um náttúruvernd og umhverfisábyrgð. Orðið jarðvangur kemur hins vegar ekki fyrir í íslenskum lögum og European Geoparks Network gerir engar sérstakar kröfur um náttúruvernd og friðun innan jarðvanga. Orðið jarðvangur er nýtt fyrirbæri sem hefur enga sérstaka merkingu í huga almennings. Það hefur fólkvangur hins vegar. Þá komum við að kjarna málsins. HS Orka hyggur á miklar virkjanaframkvæmdir innan marka Reykjanesfólkvangs. Þegar vinnuvélarnar streyma þangað verður kannski dálítið óþægilegt að hugtakið „fólkvangur“ sé að þvælast fyrir. Þess vegna er auðvitað best að búið verði að leggja hann niður sem slíkan og menn geti þá rústað svæðinu með betri samvisku „í sátt við umhverfið“ svo vitnað sé í slagorð fyrirtækisins. Og þar sem HS Orka er ekki aðili að Reykjanesfólkvangi liggur auðvitað beinast við að bæjaryfirvöld í Grindavík græi málið fyrir vini sína. Og ekki verður verra fyrir Grindavíkurbæ og HS Orku að geta hampað GeoPark-lógóinu til að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið verður að virkja allt sem hægt er að virkja með tilheyrandi náttúruspjöllum.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar