Sigrar hjá KR og Njarðvík - öll úrsltin í kvennakörfunni Eyþór Atli Einarsson skrifar 13. október 2013 21:40 Mynd/Pjetur KR-stúlkur og Njarðvíkurstúlkur unnu bæði sína leiki í Domino´s-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann Hauka 83-97. KR skellti Hamri á heimavelli 62-60.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHL-höllinni og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Það var ekki margt sem benti til þess í hálfleik að Njarðvíkurstúlkur færu með sigur af hólmi gegn Haukum. Tíu stig skildu liðin að en Njarðvík mætti dýrvitlaust í síðari hálfleikinn og voru komnar þremur stigum yfir fyrir síðasta fjórðunginn. Haukastúlkur náðu forystunni aftur en voru fljótar að tapa henni niður og í stöðunni 75-75 gáfu gestirnir í og litu aldrei til baka. Fjórtán stiga sigur staðreynd. Hjá heimastúlkum í Haukum var Lele Hardy atkvæðamest með 33 stig, 16 fráköst, 9 stoðsendingar og 8 stolna bolta. Það má ekki miklu muna að hún nái fjórfaldri tvennu. Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 18 stig og tók 4 fráköst. Jasmine Beverly var með 19 stig og 9 fráköst fyrir Njarðvík, Erna Hákonardóttir skoraði 19 stig og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15. Í Frostaskjólið mættu Hamarsstúlkur hvergi bangnar og leiddu í hálfleik gegn KR með tuttugu stigum 19-39. Það virðist sem KR-stúlkur hafi vaknað upp við vondan draum í hálfleik og mættu kröftugar til leiks í síðari hálfleik. Þær unnu leikhlutann með 19 stigum og voru komnar einu stigi á eftir gestunum. Fjórði leikhlutinn var jafn og spennandi en að lokum voru það KR-stúlkur sem voru sterkari og sigruðu 62-60. Hjá KR var Kelli Thompson stigahæst með 22 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 13 og tók að auki 17 fráköst. Hjá Hamar var Íris Ásgeirsdóttir með 19 stig og Fanney Lind Guðmundsdóttir með fjórtán. Di´Amber Johnson skoraði 10 stig, tók tólf fráköst og stal sex boltum.Úrslit og stigaskor leikmanna í leikjunum í kvöld:Keflavík-Grindavík 84-67 (34-19, 16-17, 17-23, 17-8)Keflavík: Porsche Landry 22/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 10/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst/6 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst.Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 24/6 fráköst, Lauren Oosdyke 17/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/5 stoðsendingar. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin RúnarssonSnæfell-Valur 72-60 (22-15, 20-17, 14-16, 16-12)Snæfell: Chynna Unique Brown 26/15 fráköst/5 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 8/10 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 7/4 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 20/8 fráköst/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 2, Rut Konráðsdóttir 2, María Björnsdóttir 1. Dómarar: Jón Guðmundsson, Isak Ernir Kristinsson KR-Hamar 62-60 (9-17, 10-22, 26-7, 17-14)KR: Kelli Thompson 22/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/17 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2.Hamar: Íris Ásgeirsdóttir 19/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/5 fráköst, Di'Amber Johnson 10/12 fráköst/6 stolnir, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/12 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 5. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hakon Hjartarson Haukar-Njarðvík 83-97 (29-19, 25-25, 15-28, 14-25)Haukar: Lele Hardy 33/16 fráköst/9 stoðsendingar/8 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 18/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 10, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/11 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/4 fráköst.Njarðvík: Jasmine Beverly 19/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 19, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Aníta Carter Kristmundsdóttir 11, Salbjörg Sævarsdóttir 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 2. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Johannes Pall Fridriksson Dominos-deild kvenna Mest lesið Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
KR-stúlkur og Njarðvíkurstúlkur unnu bæði sína leiki í Domino´s-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann Hauka 83-97. KR skellti Hamri á heimavelli 62-60.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHL-höllinni og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Það var ekki margt sem benti til þess í hálfleik að Njarðvíkurstúlkur færu með sigur af hólmi gegn Haukum. Tíu stig skildu liðin að en Njarðvík mætti dýrvitlaust í síðari hálfleikinn og voru komnar þremur stigum yfir fyrir síðasta fjórðunginn. Haukastúlkur náðu forystunni aftur en voru fljótar að tapa henni niður og í stöðunni 75-75 gáfu gestirnir í og litu aldrei til baka. Fjórtán stiga sigur staðreynd. Hjá heimastúlkum í Haukum var Lele Hardy atkvæðamest með 33 stig, 16 fráköst, 9 stoðsendingar og 8 stolna bolta. Það má ekki miklu muna að hún nái fjórfaldri tvennu. Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 18 stig og tók 4 fráköst. Jasmine Beverly var með 19 stig og 9 fráköst fyrir Njarðvík, Erna Hákonardóttir skoraði 19 stig og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15. Í Frostaskjólið mættu Hamarsstúlkur hvergi bangnar og leiddu í hálfleik gegn KR með tuttugu stigum 19-39. Það virðist sem KR-stúlkur hafi vaknað upp við vondan draum í hálfleik og mættu kröftugar til leiks í síðari hálfleik. Þær unnu leikhlutann með 19 stigum og voru komnar einu stigi á eftir gestunum. Fjórði leikhlutinn var jafn og spennandi en að lokum voru það KR-stúlkur sem voru sterkari og sigruðu 62-60. Hjá KR var Kelli Thompson stigahæst með 22 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 13 og tók að auki 17 fráköst. Hjá Hamar var Íris Ásgeirsdóttir með 19 stig og Fanney Lind Guðmundsdóttir með fjórtán. Di´Amber Johnson skoraði 10 stig, tók tólf fráköst og stal sex boltum.Úrslit og stigaskor leikmanna í leikjunum í kvöld:Keflavík-Grindavík 84-67 (34-19, 16-17, 17-23, 17-8)Keflavík: Porsche Landry 22/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 10/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst/6 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst.Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 24/6 fráköst, Lauren Oosdyke 17/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/5 stoðsendingar. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin RúnarssonSnæfell-Valur 72-60 (22-15, 20-17, 14-16, 16-12)Snæfell: Chynna Unique Brown 26/15 fráköst/5 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 8/10 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 7/4 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 20/8 fráköst/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 2, Rut Konráðsdóttir 2, María Björnsdóttir 1. Dómarar: Jón Guðmundsson, Isak Ernir Kristinsson KR-Hamar 62-60 (9-17, 10-22, 26-7, 17-14)KR: Kelli Thompson 22/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/17 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2.Hamar: Íris Ásgeirsdóttir 19/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/5 fráköst, Di'Amber Johnson 10/12 fráköst/6 stolnir, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/12 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 5. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hakon Hjartarson Haukar-Njarðvík 83-97 (29-19, 25-25, 15-28, 14-25)Haukar: Lele Hardy 33/16 fráköst/9 stoðsendingar/8 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 18/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 10, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/11 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/4 fráköst.Njarðvík: Jasmine Beverly 19/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 19, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Aníta Carter Kristmundsdóttir 11, Salbjörg Sævarsdóttir 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 2. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Johannes Pall Fridriksson
Dominos-deild kvenna Mest lesið Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira