Tveir Íslendingar björguðu fjölskyldu úr brennandi íbúð í Árósum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 19. desember 2013 08:53 Tveir Íslendingar, þeir Gunnar Þór Nilsen og Friðrik Elís Ásmundsson, björguðu í morgun rúmenskri fjölskyldu út úr brennandi íbúð í Árósum. Gunnar lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig hann hafi tekið eftir því út um gluggan hjá sér að í næstu blokk var óeðlileg birta í einum glugganum. Á örskotsstund hafi honum orðið ljóst að eldur væri að kvikna í gardínu. Hann vakti þá Friðrik félaga sinn og sagði honum að hlaupa yfir að blokkinni, á meðan hann hringdi sjálfur á slökkviliðið og fór svo Friðriki til aðstoðar. „Svo þegar við komum þarna að blokkinni, þá er bara kominn eldur þarna út um gluggann á einu herberginu. Þetta gerðist á einni og hálfri mínútu,“ segir Gunnar Þór. Einn íbúinn hafði þá komið sér út á einskonar þak yfir verönd, og segir Gunnar að eldtungurnar hafi hreinlega sleikt hann þannig að hann sviðnaði töluvert, en þá var eldurinn búinn að breiðast út um alla íbúð. Maðurinn sagði þeim að fleiri væru í íbúðinni og Gunnar og Friðrik fara þá inn í íbúðina þar sem þeir mættu konu með lítið barn í örmunum. „Við tókum fólkið yfir í íbúðina til okkar og gáfum þeim föt og svona, því slökkviliðið var ekkert komið,“ segir Gunnar en í íbúðinni voru tveir karlmenn, ein kona og litla barnið. Þeir Friðrik og Gunnar fóru síðan aftur yfir að blokkinni og aðstoðuðu íbúa í nærliggjandi íbúðum við að komast út, en eldurinn náði ekki að læsa sig í hinar íbúðirnar, þótt um töluverðar reykskemmdir sé að ræða. Slökkviliðið mætti síðan skömmu síðar á svæðið og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Fjölskyldan í íbúðinni sem brann var síðan öll flutt á sjúkrahús og segir Gunnar að einn maðurinn hafi orðið verst úti, hann hafi sviðnað töluvert og öll kvörtuðu þau unan særindum í lungum. Gunnar og Friðrik þurftu hinsvegar ekki á sjúkrahús þótt hár þeirra hafi sviðnað dálítið. „Okkur er dálítið illt í lungunum, þetta var svo svakalegur hiti.“Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gunnar Þór hefur bjargað mannslífum. Nánar verður fjallað um björgunarafrek hans í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá kl. 18.30. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Tveir Íslendingar, þeir Gunnar Þór Nilsen og Friðrik Elís Ásmundsson, björguðu í morgun rúmenskri fjölskyldu út úr brennandi íbúð í Árósum. Gunnar lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig hann hafi tekið eftir því út um gluggan hjá sér að í næstu blokk var óeðlileg birta í einum glugganum. Á örskotsstund hafi honum orðið ljóst að eldur væri að kvikna í gardínu. Hann vakti þá Friðrik félaga sinn og sagði honum að hlaupa yfir að blokkinni, á meðan hann hringdi sjálfur á slökkviliðið og fór svo Friðriki til aðstoðar. „Svo þegar við komum þarna að blokkinni, þá er bara kominn eldur þarna út um gluggann á einu herberginu. Þetta gerðist á einni og hálfri mínútu,“ segir Gunnar Þór. Einn íbúinn hafði þá komið sér út á einskonar þak yfir verönd, og segir Gunnar að eldtungurnar hafi hreinlega sleikt hann þannig að hann sviðnaði töluvert, en þá var eldurinn búinn að breiðast út um alla íbúð. Maðurinn sagði þeim að fleiri væru í íbúðinni og Gunnar og Friðrik fara þá inn í íbúðina þar sem þeir mættu konu með lítið barn í örmunum. „Við tókum fólkið yfir í íbúðina til okkar og gáfum þeim föt og svona, því slökkviliðið var ekkert komið,“ segir Gunnar en í íbúðinni voru tveir karlmenn, ein kona og litla barnið. Þeir Friðrik og Gunnar fóru síðan aftur yfir að blokkinni og aðstoðuðu íbúa í nærliggjandi íbúðum við að komast út, en eldurinn náði ekki að læsa sig í hinar íbúðirnar, þótt um töluverðar reykskemmdir sé að ræða. Slökkviliðið mætti síðan skömmu síðar á svæðið og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Fjölskyldan í íbúðinni sem brann var síðan öll flutt á sjúkrahús og segir Gunnar að einn maðurinn hafi orðið verst úti, hann hafi sviðnað töluvert og öll kvörtuðu þau unan særindum í lungum. Gunnar og Friðrik þurftu hinsvegar ekki á sjúkrahús þótt hár þeirra hafi sviðnað dálítið. „Okkur er dálítið illt í lungunum, þetta var svo svakalegur hiti.“Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gunnar Þór hefur bjargað mannslífum. Nánar verður fjallað um björgunarafrek hans í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá kl. 18.30.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira