Viðskipti innlent

Gamma kynnir nýja vísitölu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Vísitalan er að sögn Gamma sú fyrsta sem nær yfir alla helstu flokka markaðsverðbréfa.
Vísitalan er að sögn Gamma sú fyrsta sem nær yfir alla helstu flokka markaðsverðbréfa. Fréttablaðið/Stefán.
Fjármálafyrirtækið GAMMA kynnti í gær nýja vísitölu, Markaðsvísitölu GAMMA. Henni er ætlað að veita heildarsýn á þróun íslensks fjármálamarkaðar, að því er fram kemur í tilkynningu.

Vísitalan, sem verður send út við lok hvers viðskiptadags, er samsett úr vísitölum ríkistryggðra skuldabréfa, hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa.

„Undirvísitölurnar eru vigtaðar eftir markaðsverðmæti og er þannig ætlað að endurspegla markaðinn á fullnægjandi hátt,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×