Lög í Sádi-Arabíu heimila hýðingar Valur Grettisson skrifar 25. september 2013 07:00 Mennirnir voru handteknir á flugvellinum í Ríad. Mynd/AP „Þeir neita þessu alfarið en við vonumst til þess að ef illa fer verði þeir sendir úr landi,“ segir Stefán Eyjólfsson, starfsmannastjóri Atlanta flugfélagsins. Þrír flugvirkjar hjá fyrirtækinu voru handteknir við komuna til Sádi-Arabíu grunaðir um ölvun á dögunum. Mennirnir flugu til Ríad, höfuðborgar landsins, þar sem þeir starfa sem flugvirkjar á vegum flugfyrirtækisins en þeir eru sakaðir um að hafa drukkið áfengi í flugvélinni. Mennirnir neita alfarið sök. Réttarkerfið í Sádi-Arabíu er afar ólíkt því evrópska. Samkvæmt lögum í landinu geta mennirnir átt von á nokkurra mánaða fangelsi upp í það að vera hýddir opinberlega verði þeir fundnir sekir um drykkju í flugvélinni. „Ég er ekki sérfróður um lög í Sádi-Arabíu,“ svarar Stefán spurður hvort mennirnir gætu átt von á því að vera hýddir. Samkvæmt upplýsingum sem má finna hjá Amnesty og vef breska utanríkisráðuneytisins geta þeir átt von á slíkum refsingum. „Það eru fordæmi fyrir því að menn séu sendir úr landi verði þeir fundnir sekir,“ segir Stefán vongóður en hann vonast til þess að málið verði fellt niður.Mennirnir starfa allir sem flugvirkjar hjá Atlanta.Mennirnir þrír, sem eru allir á fertugsaldri, eru á hóteli í Ríad en þeir mega ekki yfirgefa borgina á meðan málið er í rannsókn. Stefán segir þá taka málinu með ró og að yfirvöld þar í landi geri engar athugasemdir við að þeir starfi hjá flugfélaginu á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Aðspurður hversu langan tíma rannsókn málsins geti tekið svarar Stefán því til að það viti í raun enginn. „Það er í raun ómögulegt að giska á það,“ segir hann. Fyrirtækið vann að því hörðum höndum í gær að útvega mönnunum lögfræðing en þeir hafa ekki óskað eftir aðkomu utanríkisráðuneytisins vegna málsins. Hjá ráðuneytinu fengust þau svör að lítil samskipti væru á milli Íslands og Sádi-Arabíu og að fyrirtæki sem hefðu starfað lengi í landinu væru líklega betur í stakk búin til þess að bregðast við svona aðstæðum en ráðuneytið. Verði mennirnir fundnir sekir og ekki vísað úr landi gætu þeir átt yfir höfði sér háa fjársekt, nokkurra mánaða fangelsi, og/eða vandarhögg. Dómara er þá í sjálfsvald sett hversu mörg vandarhögg hinn dæmdi þyrfti að þola. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Þeir neita þessu alfarið en við vonumst til þess að ef illa fer verði þeir sendir úr landi,“ segir Stefán Eyjólfsson, starfsmannastjóri Atlanta flugfélagsins. Þrír flugvirkjar hjá fyrirtækinu voru handteknir við komuna til Sádi-Arabíu grunaðir um ölvun á dögunum. Mennirnir flugu til Ríad, höfuðborgar landsins, þar sem þeir starfa sem flugvirkjar á vegum flugfyrirtækisins en þeir eru sakaðir um að hafa drukkið áfengi í flugvélinni. Mennirnir neita alfarið sök. Réttarkerfið í Sádi-Arabíu er afar ólíkt því evrópska. Samkvæmt lögum í landinu geta mennirnir átt von á nokkurra mánaða fangelsi upp í það að vera hýddir opinberlega verði þeir fundnir sekir um drykkju í flugvélinni. „Ég er ekki sérfróður um lög í Sádi-Arabíu,“ svarar Stefán spurður hvort mennirnir gætu átt von á því að vera hýddir. Samkvæmt upplýsingum sem má finna hjá Amnesty og vef breska utanríkisráðuneytisins geta þeir átt von á slíkum refsingum. „Það eru fordæmi fyrir því að menn séu sendir úr landi verði þeir fundnir sekir,“ segir Stefán vongóður en hann vonast til þess að málið verði fellt niður.Mennirnir starfa allir sem flugvirkjar hjá Atlanta.Mennirnir þrír, sem eru allir á fertugsaldri, eru á hóteli í Ríad en þeir mega ekki yfirgefa borgina á meðan málið er í rannsókn. Stefán segir þá taka málinu með ró og að yfirvöld þar í landi geri engar athugasemdir við að þeir starfi hjá flugfélaginu á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Aðspurður hversu langan tíma rannsókn málsins geti tekið svarar Stefán því til að það viti í raun enginn. „Það er í raun ómögulegt að giska á það,“ segir hann. Fyrirtækið vann að því hörðum höndum í gær að útvega mönnunum lögfræðing en þeir hafa ekki óskað eftir aðkomu utanríkisráðuneytisins vegna málsins. Hjá ráðuneytinu fengust þau svör að lítil samskipti væru á milli Íslands og Sádi-Arabíu og að fyrirtæki sem hefðu starfað lengi í landinu væru líklega betur í stakk búin til þess að bregðast við svona aðstæðum en ráðuneytið. Verði mennirnir fundnir sekir og ekki vísað úr landi gætu þeir átt yfir höfði sér háa fjársekt, nokkurra mánaða fangelsi, og/eða vandarhögg. Dómara er þá í sjálfsvald sett hversu mörg vandarhögg hinn dæmdi þyrfti að þola.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira