Jafnréttisviðurkenning Samtaka meðlagsgreiðenda 2013 Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 6. apríl 2013 06:00 Frá því að Samtök meðlagsgreiðenda voru stofnuð fyrir tæpu ári síðan hefur átt sér stað bylting í umræðunni og í afstöðu stjórnmálamanna í málefnum umgengnisforeldra. Strax í upphafi var það ásetningur samtakanna að vekja athygli á bágum réttindum og lífskjörum meðlagsgreiðenda og annarra umgengnisforeldra og jafnframt að stemma stigu við ómannúðlegri aðför stofnana sveitarfélaganna að heill og velferð fjölskyldna meðlagsgreiðenda. Samtökin telja ósýnileika þjóðfélagshópsins vera undirrót bágra lífskjara umgengnisforeldra, og að forsendan fyrir heildstæðum réttarbótum sé fólgin í bættri almannaskráningu, en í dag eru umgengnisforeldrar færðir til bókar sem barnlausir einstaklingar í Þjóðskrá Íslands. Ef umgengnisforeldrar væru skráðir í bókum hins opinbera væri hægt að rannsaka fjárhagslegan og félagslegan hag þeirra eins og gert er með aðra þjóðfélagshópa og leiðrétta aðkomu þeirra að velferðarkerfinu til samræmis við aukna þátttöku feðra í uppeldi skilnaðarbarna. Séu stofnanir sveitarfélaganna undanskildar þá hafa samtökin mætt miklum skilningi og velvilja hjá stjórnvöldum, þingmönnum, opinberum stofnunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, bönkum og fræðasamfélaginu. Er ástæða til að þakka öllum þeim aðilum sem samtökin hafa átt samskipti við fyrir góðar móttökur á starfsárinu sem er að líða. Eitt af markmiðum samtakanna er að kynna fyrir kjósendum afstöðu stjórnmálamanna í málefnum umgengnisforeldra, en jafnframt að gera þeim stjórnmálamönnum hátt undir höfði sem vinna að bættum hag umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Stjórn samtakanna ákvað því að veita árlega tveimur stjórnmálamönnum sérstaka jafnréttisviðurkenningu sem ötulast hafa beitt sér fyrir bættum lífskjörum umgengnisforeldra. Var það samdóma álit stjórnar samtakanna að veita Guðmundi Steingrímssyni og Pétri H. Blöndal alþingismönnum jafnréttisviðurkenningu Samtaka meðlagsgreiðenda 2013. Pétur H. Blöndal hefur verið ötull baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði en hefur jafnframt lengi bent á kerfisgalla í bótakerfinu sem hefur leitt til bágra lífskjara umgengnisforeldra. Á vettvangi stjórnmálanna, sem og í almennri umræðu, ruddi Pétur brautina fyrir réttindabaráttu umgengnisforeldra og lagði jafnframt þann grunn sem Samtök meðlagsgreiðenda starfa á í dag. Samtök meðlagsgreiðenda vilja stuðla að jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og hafa auk þess bent á að rannsóknir sýna að aukið foreldrajafnrétti styrkir stöðu kvenna á vinnumarkaði. Guðmundur Steingrímsson hefur beitt sér sérstaklega í málefnum umgengnisforeldra á því kjörtímabili sem er senn að líða. Í fyrsta lagi beitti hann sér fyrir að heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá var færð í lög, og jafnframt heimild dómara til að úrskurða um lögheimili skilnaðarbarna. Í öðru lagi hefur Guðmundur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að börn sem búa á tveimur stöðum geti annaðhvort fengið tvöfalt lögheimili, eða notið nýrrar lagalegar stöðu jafnrar búsetu. Í þriðja lagi hefur Guðmundur lagt fram tillögu á þingi um að fjöldi umgengnisforeldra verði skráður auk hjúskaparstöðu, kyns og fjölda barna. Um er að ræða þrjú mikilvæg skref í átt að bættum lífskjörum og réttindum umgengnisforeldra. Jafnréttisviðurkenning Samtaka meðlagsgreiðenda er þakklætisvottur frá félagsmönnum og jafnframt hvatning til áframhaldandi góðra verka í þágu jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Frá því að Samtök meðlagsgreiðenda voru stofnuð fyrir tæpu ári síðan hefur átt sér stað bylting í umræðunni og í afstöðu stjórnmálamanna í málefnum umgengnisforeldra. Strax í upphafi var það ásetningur samtakanna að vekja athygli á bágum réttindum og lífskjörum meðlagsgreiðenda og annarra umgengnisforeldra og jafnframt að stemma stigu við ómannúðlegri aðför stofnana sveitarfélaganna að heill og velferð fjölskyldna meðlagsgreiðenda. Samtökin telja ósýnileika þjóðfélagshópsins vera undirrót bágra lífskjara umgengnisforeldra, og að forsendan fyrir heildstæðum réttarbótum sé fólgin í bættri almannaskráningu, en í dag eru umgengnisforeldrar færðir til bókar sem barnlausir einstaklingar í Þjóðskrá Íslands. Ef umgengnisforeldrar væru skráðir í bókum hins opinbera væri hægt að rannsaka fjárhagslegan og félagslegan hag þeirra eins og gert er með aðra þjóðfélagshópa og leiðrétta aðkomu þeirra að velferðarkerfinu til samræmis við aukna þátttöku feðra í uppeldi skilnaðarbarna. Séu stofnanir sveitarfélaganna undanskildar þá hafa samtökin mætt miklum skilningi og velvilja hjá stjórnvöldum, þingmönnum, opinberum stofnunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, bönkum og fræðasamfélaginu. Er ástæða til að þakka öllum þeim aðilum sem samtökin hafa átt samskipti við fyrir góðar móttökur á starfsárinu sem er að líða. Eitt af markmiðum samtakanna er að kynna fyrir kjósendum afstöðu stjórnmálamanna í málefnum umgengnisforeldra, en jafnframt að gera þeim stjórnmálamönnum hátt undir höfði sem vinna að bættum hag umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Stjórn samtakanna ákvað því að veita árlega tveimur stjórnmálamönnum sérstaka jafnréttisviðurkenningu sem ötulast hafa beitt sér fyrir bættum lífskjörum umgengnisforeldra. Var það samdóma álit stjórnar samtakanna að veita Guðmundi Steingrímssyni og Pétri H. Blöndal alþingismönnum jafnréttisviðurkenningu Samtaka meðlagsgreiðenda 2013. Pétur H. Blöndal hefur verið ötull baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði en hefur jafnframt lengi bent á kerfisgalla í bótakerfinu sem hefur leitt til bágra lífskjara umgengnisforeldra. Á vettvangi stjórnmálanna, sem og í almennri umræðu, ruddi Pétur brautina fyrir réttindabaráttu umgengnisforeldra og lagði jafnframt þann grunn sem Samtök meðlagsgreiðenda starfa á í dag. Samtök meðlagsgreiðenda vilja stuðla að jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og hafa auk þess bent á að rannsóknir sýna að aukið foreldrajafnrétti styrkir stöðu kvenna á vinnumarkaði. Guðmundur Steingrímsson hefur beitt sér sérstaklega í málefnum umgengnisforeldra á því kjörtímabili sem er senn að líða. Í fyrsta lagi beitti hann sér fyrir að heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá var færð í lög, og jafnframt heimild dómara til að úrskurða um lögheimili skilnaðarbarna. Í öðru lagi hefur Guðmundur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að börn sem búa á tveimur stöðum geti annaðhvort fengið tvöfalt lögheimili, eða notið nýrrar lagalegar stöðu jafnrar búsetu. Í þriðja lagi hefur Guðmundur lagt fram tillögu á þingi um að fjöldi umgengnisforeldra verði skráður auk hjúskaparstöðu, kyns og fjölda barna. Um er að ræða þrjú mikilvæg skref í átt að bættum lífskjörum og réttindum umgengnisforeldra. Jafnréttisviðurkenning Samtaka meðlagsgreiðenda er þakklætisvottur frá félagsmönnum og jafnframt hvatning til áframhaldandi góðra verka í þágu jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar