Innlent

Bandarísk flugsveit væntanleg

Brjánn Jónasson skrifar
Eldsneytisbirgðavél fylgir F-15 orrustuþotunum sem munu sinna loftrýmisgæslu í nóvember.
Eldsneytisbirgðavél fylgir F-15 orrustuþotunum sem munu sinna loftrýmisgæslu í nóvember. Fréttablaðið/Stefán
Bandarísk flugsveit mun sinna loftrýmisgæslu við Ísland í nóvember. Sveitin er væntanleg 4. nóvember og mun fara af landi brott aftur fyrir lok nóvember.

Á vef Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að um 200 liðsmenn bandaríska flughersins séu væntanlegir hingað til lands. F-15 orrustuþotur munu sinna eftirlitinu, en einnig er björgunarflugvél og eldsneytisbirgðavél væntanleg með flugsveitinni.

Landhelgisgæslan, sem hefur umsjón með komu flugveitarinnar, gerir ráð fyrir aðflugsæfingum að Akureyrarflugvelli og mögulega Egilsstaðaflugvelli dagana 6. til 9. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×