
Vestræn samvinna um fríverslun og fjárfestingar
Þessi stóra mynd hins jákvæða vill því miður gleymast við dægurmálin. En er endurnýjunar vestræns samstarfs þörf með nýju frumkvæði?
Samningar hefjast brátt í Washington um svokallaðan Atlantshafssamning um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact). Um er að ræða afar framsækið frumkvæði Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um stofnun alhliða, hástaðla svæðis frjálsra viðskipta og annarra efnahagslegra samskipta. Að vísu blæs nú um málið vegna óvinsælda Bandaríkjamanna vegna uppljóstrana Snowdens; vatn á myllu Frakka, sem eru tregir í taumi í fríverslunarmálinu. En væntanlega munu meiri hagsmunir ráða yfir þeim minni.
Fyrirsjáanlegt er að viðskipti og atvinna munu aukast mjög innan fríverslunarsvæðisins við brotthvarf tolla og annarra viðskiptahindrana, sem vega þyngra. Atvinnurekendur eru sammála um að mikilla áhrifa sé að vænta af auknum gagnkvæmum fjárfestingum, sem þá þegar eru gríðarlega miklar á báða bóga. Staða dótturfyrirtækja og útibúa mun styrkjast til frekari fjárfestinga vegna samræmingar og stöðugleika í regluverki. Verk er að vinna á hugverkasviðum og hvati verður fyrir smá og meðalstór fyrirtæki. Þá gæti þetta samstarf tekið til samgangna, þar með flugsins. Verður staða Ameríkuflugs okkar með núverandi samningnum þá trygg?
Illmælanlegt
Varðandi vöruútflutning þarf væntanlega að gæta sérlega að hagsmunum orkufreks iðnaðar. Við njótum ekki áhuga erlendra fjárfesta vegna gjaldeyrishaftanna. Nú kann að taka tíma að komast úr þeim vanda. Til langframa væri skaðanum greinilega boðið heim ef við værum utan hins fyrirhugaða trygga fjárfestingarsvæðis Atlantshafslandanna, bandamanna varðandi varnir og öryggi. Sú staða er hins vegar ákjósanleg fyrir aðra, sérstaklega Kínverja, sem vilja hlaupa í skarðið til fjárfestinga í landinu og til olíuleitar á Drekasvæðinu.
Sagan segir að sá magnaði hreyfikraftur sem fríverslunin er kalli fram ófyrirsjáanlegar framfarir. En þetta er illmælanlegt við gerð reiknilíkana hagfræðinga um ávinning af þátttöku eða tapi utan gátta. Þetta gerði utanríkisráðherra að umræðuefni í RÚV fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Þótt hver hafi sjálfsagt sitt að segja um athugasemdir ráðherrans um áhrif útflutningsverðs á saltfiski ber að þakka að hann hefur brotið ísinn og hafið umræðu um afar mikilvægt mál. Megi fleiri koma fram.
Þátttaka Íslands í þessu mikla fyrirhugaða fríverslunarsvæði er háð því að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu. Stjórnvöld hafa ýtt því máli til hliðar og sett hlé á aðildarviðræður, sem voru langt komnar. Eigi þær að bíða þjóðaratkvæðis næsta vor verður áhugi á Íslandi og velvild sem nýs aðildarríkis vafalaust farin að dofna. Hér er margs að gæta en þetta eru aðalatriði: Ísland getur ekki búið við eigin gjaldmiðil né lent utangarðs í hinu nýja svæði fríverslunar og fjárfestinga. Sem staðfastur umsækjandi aðildar gætum við nálgast umrædda samninga strax. Á dögunum talaði David Lidington, Evrópumálaráðherra Breta, í hátíðasal Háskóla Íslands. Var það hvatning um að Ísland gangi að fullu í ESB og fylgdu skilningsrík ummæli um sögu okkar og sjálfstæði. Það mátti taka mark á því, fremur en rómantískri ættjarðarást þegar betur færi raunsæi um stöðu smáþjóðar.
Skoðun

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn
Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Steypuklumpablætið í borginni
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni!
Pétur Heimisson skrifar

Blæðandi vegir
Sigþór Sigurðsson skrifar

Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur
Elínborg Björnsdóttir skrifar

Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð
Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar

„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“
Svanur Guðmundsson skrifar

Opinber áskorun til prófessorsins
Brynjar Karl Sigurðsson skrifar

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar

Þessi jafnlaunavottun...
Sunna Arnardottir skrifar

Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

#BLESSMETA – fyrsta grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Dáleiðsla er ímyndun ein
Hrefna Guðmundsdóttir skrifar