Ráðherrar, tré og skógur Finnur Sveinbjörnsson skrifar 4. júlí 2013 07:00 Næstu ár verða afdrifarík í sögu þjóðarinnar. Ekki aðeins vegna þess vanda sem gjaldeyrishöft, laskaður gjaldmiðill og takmarkaður aðgangur að erlendu fjármagni skapa. Ekki síður vegna þess að breyta þarf þjóðfélaginu á fjölmörgum sviðum. Olíuvinnsla á Drekasvæði, raforkusala um sæstreng og tekjur af siglingum á norðurslóðum munu litlu sem engu skila fyrr en eftir mörg ár eða áratugi, jafnvel aldrei. Alls er óvíst um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar og þjónustu á næstu árum. Ekki er nóg að vilja og geta framleitt raforku, það þarf kaupendur og ásættanlegt verð. Ferðaþjónusta, sjávarútvegur og ýmsar smærri atvinnugreinar munu án efa skila sínu. En meira þarf svo lífskjör verði áfram í fremstu röð. Það þarf grundvallarbreytingar víða í þjóðfélaginu, í atvinnulífinu, opinberri þjónustu og ekki síst hagstjórn. Formaður fjárlaganefndar Alþingis fullyrti í útvarpsþætti að íslenskt samfélag væri eins og meðalstórt fyrirtæki í Bandaríkjunum og að tími væri kominn til að reka landið þannig. Þótt hér sé vissulega um gamalkunnugt og vanhugsað stef að ræða, þá beinir það kastljósinu í rétta átt. Í fyrirtæki væri við þessar aðstæður lögð höfuðáhersla á að bæta núverandi starfsemi, þ.e. gera hlutina betur, auka skilvirkni, velta við hverjum steini. McKinsey-skýrslan í fyrra og samráðsvettvangur um aukna hagsæld eru góð skref í rétta átt. En til að skapa samstöðu um nauðsynlegar breytingar þarf styrka pólitíska forystu ásamt miklum tíma, orku og þrautseigju. Nýju ráðherrarnir munu festast í daglegu amstri afgreiðsluverkefna, smámála og eilífra innlendra og erlendra funda nema þau séu þeim mun hæfileikaríkari stjórnendur. Trén munu byrgja þeim sýn og torvelda þeim að rækta skóginn. Því ríður á að forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sanni leiðtogahæfileika sína og finni leiðir til að tryggja að af aðkallandi breytingum verði. Takist það verður ríkisstjórnarinnar lengi minnst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Næstu ár verða afdrifarík í sögu þjóðarinnar. Ekki aðeins vegna þess vanda sem gjaldeyrishöft, laskaður gjaldmiðill og takmarkaður aðgangur að erlendu fjármagni skapa. Ekki síður vegna þess að breyta þarf þjóðfélaginu á fjölmörgum sviðum. Olíuvinnsla á Drekasvæði, raforkusala um sæstreng og tekjur af siglingum á norðurslóðum munu litlu sem engu skila fyrr en eftir mörg ár eða áratugi, jafnvel aldrei. Alls er óvíst um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar og þjónustu á næstu árum. Ekki er nóg að vilja og geta framleitt raforku, það þarf kaupendur og ásættanlegt verð. Ferðaþjónusta, sjávarútvegur og ýmsar smærri atvinnugreinar munu án efa skila sínu. En meira þarf svo lífskjör verði áfram í fremstu röð. Það þarf grundvallarbreytingar víða í þjóðfélaginu, í atvinnulífinu, opinberri þjónustu og ekki síst hagstjórn. Formaður fjárlaganefndar Alþingis fullyrti í útvarpsþætti að íslenskt samfélag væri eins og meðalstórt fyrirtæki í Bandaríkjunum og að tími væri kominn til að reka landið þannig. Þótt hér sé vissulega um gamalkunnugt og vanhugsað stef að ræða, þá beinir það kastljósinu í rétta átt. Í fyrirtæki væri við þessar aðstæður lögð höfuðáhersla á að bæta núverandi starfsemi, þ.e. gera hlutina betur, auka skilvirkni, velta við hverjum steini. McKinsey-skýrslan í fyrra og samráðsvettvangur um aukna hagsæld eru góð skref í rétta átt. En til að skapa samstöðu um nauðsynlegar breytingar þarf styrka pólitíska forystu ásamt miklum tíma, orku og þrautseigju. Nýju ráðherrarnir munu festast í daglegu amstri afgreiðsluverkefna, smámála og eilífra innlendra og erlendra funda nema þau séu þeim mun hæfileikaríkari stjórnendur. Trén munu byrgja þeim sýn og torvelda þeim að rækta skóginn. Því ríður á að forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sanni leiðtogahæfileika sína og finni leiðir til að tryggja að af aðkallandi breytingum verði. Takist það verður ríkisstjórnarinnar lengi minnst.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun