Ráðherrar, tré og skógur Finnur Sveinbjörnsson skrifar 4. júlí 2013 07:00 Næstu ár verða afdrifarík í sögu þjóðarinnar. Ekki aðeins vegna þess vanda sem gjaldeyrishöft, laskaður gjaldmiðill og takmarkaður aðgangur að erlendu fjármagni skapa. Ekki síður vegna þess að breyta þarf þjóðfélaginu á fjölmörgum sviðum. Olíuvinnsla á Drekasvæði, raforkusala um sæstreng og tekjur af siglingum á norðurslóðum munu litlu sem engu skila fyrr en eftir mörg ár eða áratugi, jafnvel aldrei. Alls er óvíst um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar og þjónustu á næstu árum. Ekki er nóg að vilja og geta framleitt raforku, það þarf kaupendur og ásættanlegt verð. Ferðaþjónusta, sjávarútvegur og ýmsar smærri atvinnugreinar munu án efa skila sínu. En meira þarf svo lífskjör verði áfram í fremstu röð. Það þarf grundvallarbreytingar víða í þjóðfélaginu, í atvinnulífinu, opinberri þjónustu og ekki síst hagstjórn. Formaður fjárlaganefndar Alþingis fullyrti í útvarpsþætti að íslenskt samfélag væri eins og meðalstórt fyrirtæki í Bandaríkjunum og að tími væri kominn til að reka landið þannig. Þótt hér sé vissulega um gamalkunnugt og vanhugsað stef að ræða, þá beinir það kastljósinu í rétta átt. Í fyrirtæki væri við þessar aðstæður lögð höfuðáhersla á að bæta núverandi starfsemi, þ.e. gera hlutina betur, auka skilvirkni, velta við hverjum steini. McKinsey-skýrslan í fyrra og samráðsvettvangur um aukna hagsæld eru góð skref í rétta átt. En til að skapa samstöðu um nauðsynlegar breytingar þarf styrka pólitíska forystu ásamt miklum tíma, orku og þrautseigju. Nýju ráðherrarnir munu festast í daglegu amstri afgreiðsluverkefna, smámála og eilífra innlendra og erlendra funda nema þau séu þeim mun hæfileikaríkari stjórnendur. Trén munu byrgja þeim sýn og torvelda þeim að rækta skóginn. Því ríður á að forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sanni leiðtogahæfileika sína og finni leiðir til að tryggja að af aðkallandi breytingum verði. Takist það verður ríkisstjórnarinnar lengi minnst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Næstu ár verða afdrifarík í sögu þjóðarinnar. Ekki aðeins vegna þess vanda sem gjaldeyrishöft, laskaður gjaldmiðill og takmarkaður aðgangur að erlendu fjármagni skapa. Ekki síður vegna þess að breyta þarf þjóðfélaginu á fjölmörgum sviðum. Olíuvinnsla á Drekasvæði, raforkusala um sæstreng og tekjur af siglingum á norðurslóðum munu litlu sem engu skila fyrr en eftir mörg ár eða áratugi, jafnvel aldrei. Alls er óvíst um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar og þjónustu á næstu árum. Ekki er nóg að vilja og geta framleitt raforku, það þarf kaupendur og ásættanlegt verð. Ferðaþjónusta, sjávarútvegur og ýmsar smærri atvinnugreinar munu án efa skila sínu. En meira þarf svo lífskjör verði áfram í fremstu röð. Það þarf grundvallarbreytingar víða í þjóðfélaginu, í atvinnulífinu, opinberri þjónustu og ekki síst hagstjórn. Formaður fjárlaganefndar Alþingis fullyrti í útvarpsþætti að íslenskt samfélag væri eins og meðalstórt fyrirtæki í Bandaríkjunum og að tími væri kominn til að reka landið þannig. Þótt hér sé vissulega um gamalkunnugt og vanhugsað stef að ræða, þá beinir það kastljósinu í rétta átt. Í fyrirtæki væri við þessar aðstæður lögð höfuðáhersla á að bæta núverandi starfsemi, þ.e. gera hlutina betur, auka skilvirkni, velta við hverjum steini. McKinsey-skýrslan í fyrra og samráðsvettvangur um aukna hagsæld eru góð skref í rétta átt. En til að skapa samstöðu um nauðsynlegar breytingar þarf styrka pólitíska forystu ásamt miklum tíma, orku og þrautseigju. Nýju ráðherrarnir munu festast í daglegu amstri afgreiðsluverkefna, smámála og eilífra innlendra og erlendra funda nema þau séu þeim mun hæfileikaríkari stjórnendur. Trén munu byrgja þeim sýn og torvelda þeim að rækta skóginn. Því ríður á að forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sanni leiðtogahæfileika sína og finni leiðir til að tryggja að af aðkallandi breytingum verði. Takist það verður ríkisstjórnarinnar lengi minnst.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun