Á hverju sumri er vinsælt að fara út og tína vallhumal sem er vinsæl lækningajurt og gjarnan notaður í te, smyrsl eða seyði.
Á fyrri tímum var jurtin mikið notuð til þess að stöðva blæðingar, þar sem efni í henni örva blóðstorknun. Vallhumallinn er einnig talinn vera góður fyrir konur og hefur verið notaður til þess að minnka verki og krampa í legi.
Konur á breytingaskeiðinu hafa margar hrósað honum þar sem hann virkar vel gegn svitaköstum og hitakófum. Einnig er algengt að nota vallhumalinn við flensu, kvefi og hita.
Vallhumall er vinsæl lækningajurt
