Fyrirsætan Kate Moss ætlar að sitja nakin fyrir í Playboy í fyrsta sinn. Tölublaðið kemur út í janúar á næsta ári, eða í sama mánuði og hún verður fertug.
Samkvæmt enska götublaðinu The Mirror verður tölublaðið tileinkað sextíu ára afmæli Playboy. Í gegnum tíðina hafa fyrirsætur á borð við Cindy Crawford, Naomi Camplell og Eva Herzigova setið fyrir í blaðinu.
"Playboy er risastórt vörumerki og það þarf frægt andlit til að fagna því. Hún er andlit Burberry og vinsælasta ofurfyrirsæta heimsins. Hún er fullkominn til þess að ýta úr vör næstu sextíu árum," sagði ritstjórinn Jimmy Jellinek við The Mirror.
"Þetta hófst með Marilyn Monroe fyrir sextíu árum, sem var goðsögn á þeim tíma. Núna höfum við Kate Moss."
Kate Moss nakin á forsíðu Playboy

Mest lesið
Fleiri fréttir
