Ný PlayStation leikjatölva kynnt til leiks í febrúar 6. febrúar 2013 13:59 Japanski tæknirisinn Sony mun opinbera nýja PlayStation leikjatölvu þann 20. febrúar næstkomandi. Líklegt þykir að leikjatölvan fari í almenna sölu seinna á þessu ári. Líklegt þykir að helsti keppinautur japanska fyrirtækisins, Microsoft, muni að sama skapi svipta hulunni af nýrri leikjatölvu á næstu vikum. Síðustu ár hafa fyrirtækin tvö háð hatramma baráttum um yfirráð á leikjatölvumarkaðinum. Enn er margt á huldu um nýju leikjatölvuna frá PlayStation. Jafnvel er talið að Sony muni rjúfa þá hefð sem ráðið hefur nafni leikjatölvunnar hingað til — PlayStation Orbis er mögulegt heiti tölvunnar, ekki PlayStation 4. PlayStation og Xbox leikjatölvurnar hafa reynst mikilvægar tekjulindir fyrir Sony og Microsoft. Engu að síður á tölvuleikjageirinn undir höggi að sækja. Sala á tölvuleikjum í desember á síðasta ári féll um heil 22 prósent og er það í takt við þróun síðustu missera.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir nýju leikjatölvuna hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Japanski tæknirisinn Sony mun opinbera nýja PlayStation leikjatölvu þann 20. febrúar næstkomandi. Líklegt þykir að leikjatölvan fari í almenna sölu seinna á þessu ári. Líklegt þykir að helsti keppinautur japanska fyrirtækisins, Microsoft, muni að sama skapi svipta hulunni af nýrri leikjatölvu á næstu vikum. Síðustu ár hafa fyrirtækin tvö háð hatramma baráttum um yfirráð á leikjatölvumarkaðinum. Enn er margt á huldu um nýju leikjatölvuna frá PlayStation. Jafnvel er talið að Sony muni rjúfa þá hefð sem ráðið hefur nafni leikjatölvunnar hingað til — PlayStation Orbis er mögulegt heiti tölvunnar, ekki PlayStation 4. PlayStation og Xbox leikjatölvurnar hafa reynst mikilvægar tekjulindir fyrir Sony og Microsoft. Engu að síður á tölvuleikjageirinn undir höggi að sækja. Sala á tölvuleikjum í desember á síðasta ári féll um heil 22 prósent og er það í takt við þróun síðustu missera.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir nýju leikjatölvuna hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira