Fjárfestingarleið Seðlabankans aðeins fyrir ríka fólkið Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. febrúar 2013 18:30 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þótt lágmarksfjárhæð í svokallaðri fjárfestingarleið bankans gagnist aðeins ríku fólki hafi verið nauðsynlegt að hafa kröfur um lágmarksfjárhæð vegna þess að markmiðið hafi verið að laða háar fjárhæðir til landsins í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarleiðin er einn liður í áætlun bankans um afnám hafta. Í haust verða fimm ár liðin frá efnahagshruni og þeirri ákvörðun að setja á gjaldeyrishöft á Íslandi, eða fjármagnshöft eins og starfsmenn Seðlabankans vilja frekar kalla þau. En hvenær munu Íslendingar búa aftur við frelsi í gjaldeyrismálum? Kannski aldrei. Fullt frelsi í þessum efnum með krónuna sem gjaldmiðil virðist ekki í augsýn á meðan jafn hægt hefur gengið að vinna á „snjóhengjunni" svokölluðu og raun ber vitni. Seðlabankinn hefur ýmis tæki til að vinda ofan af höftunum, en þessi úrræði hafa heppnast mis vel. Ein þessara leiða er fjárfestingarleið Seðlabankans. Jafnvirði 45 milljarða króna komu til landsins með þessari leið í fyrra, en hún er aðeins hluti af stærri áætlun um losun haftanna. Fjárfestingarleiðin hefur í raun aðeins skilað hænuskrefum í átt að gjaldeyrisfrelsi. Fjárfestingarleiðin virkar þannig að einstaklingar og fyrirtæki geta komið með erlendan gjaldeyri til Íslands og fengið í staðinn afslátt af íslenskum krónum. Seðlabankinn leiðir saman kaupanda og seljanda krónanna. Þeir sem aðallega hafa nýtt sér þetta eru einstaklingar sem stóðu framarlega í íslensku útrásinni. Til dæmis hafa stofnendur Bakkavarar, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, nota þessa leið við að kaupa upp hlutabréf í Bakkavör. Þá keypti Karl Wernersson á þriðja hundrað milljón króna með sömu leið í fyrra. Ekki liggur fyrir hvernig hann ráðstafaði þeim krónum. Lágmarksfjárhæð í þessum útboðum er 50 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 8,5 milljóna króna. Í raun er þetta ríka fólk að fá afslátt af lífskjörum sínum, því það getur keypt krónur á miklum afslætti. Venjulegt fólk búsett hér á landi þarf að skila öllum sínum gjaldeyri vegna reglna um skilaskildu. Efnað fólk búsett erlendis, sem á evrur á gjaldeyrisreikningum, getur hins vegar flutt þennan pening heim og fengið afslátt af íslenskum krónum. Gerð er krafa um að viðkomandi sé búsettur erlendis, þannig að um sé að ræða nýja erlenda fjárfestingu.Hefur aldrei komið til greina að afnema þessa lágmarksfjárhæð. Þar sem þetta hentar eingöngu ríku fólki? „Við höfum ekki rætt það mikið. Þó þetta henti, eins og þú orðar það, eingöngu ríku fólki, þá er þetta þannig að þetta er náttúrulega mikil framkvæmd og það er verið að reyna að koma eins stórum upphæðum í gegn og hægt er. Ef lágmarksupphæðin væri mjög lítil þá yrði þetta allt miklu þyngra í vöfum. Við skoðuðum það á sínum tíma og gerum það kannski aftur, en þarna vegast á sjónarmið, að hleypa fleirum að, annars vegar og hins vegar að vera með skilvirka framkvæmd," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þótt lágmarksfjárhæð í svokallaðri fjárfestingarleið bankans gagnist aðeins ríku fólki hafi verið nauðsynlegt að hafa kröfur um lágmarksfjárhæð vegna þess að markmiðið hafi verið að laða háar fjárhæðir til landsins í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarleiðin er einn liður í áætlun bankans um afnám hafta. Í haust verða fimm ár liðin frá efnahagshruni og þeirri ákvörðun að setja á gjaldeyrishöft á Íslandi, eða fjármagnshöft eins og starfsmenn Seðlabankans vilja frekar kalla þau. En hvenær munu Íslendingar búa aftur við frelsi í gjaldeyrismálum? Kannski aldrei. Fullt frelsi í þessum efnum með krónuna sem gjaldmiðil virðist ekki í augsýn á meðan jafn hægt hefur gengið að vinna á „snjóhengjunni" svokölluðu og raun ber vitni. Seðlabankinn hefur ýmis tæki til að vinda ofan af höftunum, en þessi úrræði hafa heppnast mis vel. Ein þessara leiða er fjárfestingarleið Seðlabankans. Jafnvirði 45 milljarða króna komu til landsins með þessari leið í fyrra, en hún er aðeins hluti af stærri áætlun um losun haftanna. Fjárfestingarleiðin hefur í raun aðeins skilað hænuskrefum í átt að gjaldeyrisfrelsi. Fjárfestingarleiðin virkar þannig að einstaklingar og fyrirtæki geta komið með erlendan gjaldeyri til Íslands og fengið í staðinn afslátt af íslenskum krónum. Seðlabankinn leiðir saman kaupanda og seljanda krónanna. Þeir sem aðallega hafa nýtt sér þetta eru einstaklingar sem stóðu framarlega í íslensku útrásinni. Til dæmis hafa stofnendur Bakkavarar, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, nota þessa leið við að kaupa upp hlutabréf í Bakkavör. Þá keypti Karl Wernersson á þriðja hundrað milljón króna með sömu leið í fyrra. Ekki liggur fyrir hvernig hann ráðstafaði þeim krónum. Lágmarksfjárhæð í þessum útboðum er 50 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 8,5 milljóna króna. Í raun er þetta ríka fólk að fá afslátt af lífskjörum sínum, því það getur keypt krónur á miklum afslætti. Venjulegt fólk búsett hér á landi þarf að skila öllum sínum gjaldeyri vegna reglna um skilaskildu. Efnað fólk búsett erlendis, sem á evrur á gjaldeyrisreikningum, getur hins vegar flutt þennan pening heim og fengið afslátt af íslenskum krónum. Gerð er krafa um að viðkomandi sé búsettur erlendis, þannig að um sé að ræða nýja erlenda fjárfestingu.Hefur aldrei komið til greina að afnema þessa lágmarksfjárhæð. Þar sem þetta hentar eingöngu ríku fólki? „Við höfum ekki rætt það mikið. Þó þetta henti, eins og þú orðar það, eingöngu ríku fólki, þá er þetta þannig að þetta er náttúrulega mikil framkvæmd og það er verið að reyna að koma eins stórum upphæðum í gegn og hægt er. Ef lágmarksupphæðin væri mjög lítil þá yrði þetta allt miklu þyngra í vöfum. Við skoðuðum það á sínum tíma og gerum það kannski aftur, en þarna vegast á sjónarmið, að hleypa fleirum að, annars vegar og hins vegar að vera með skilvirka framkvæmd," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira