Er stúdentspróf í dönsku ónýtt? Pétur Rasmussen skrifar 16. janúar 2013 06:00 Upp á síðkastið hafa komið upp mál þar sem danskir háskólar hafa neitað íslenskum námsmönnum um aðgang að námsbrautum sínum með tilvísun til þess að þeir hafi ekki nógu góðar forsendur í dönsku. Mest ber á þessu hjá Verslunarháskóla Kaupmannahafnar, CBS. Þar nefna menn kröfu um 12 framhaldsskólaeiningar í dönsku til stúdentsprófs. Síðan árið 2000 hefur danska til stúdentsprófs verið 6 einingar á öðrum brautum en málabraut en þar er krafan 9 einingar. Þegar ný námskrá fyrir framhaldsskóla tekur gildi eftir tvö ár, verður að líkindum aðeins krafa um 3 einingar. Hér ber sem sé töluvert mikið í milli. Krafa danskra háskóla er skiljanleg. Hjá þeim miðast fjárveitingar við fjölda nema sem standast próf. Ef þá grunar t.d. að Íslendingar í námi hjá þeim falli frekar en Danir og að ástæðan sé ónóg hæfni í dönsku, er eðlilegt að þeir geri kröfu um stöðupróf. Slíkt stöðupróf er til. Það heitir Studieprøven og má t.d. lesa um það hjá Studieskolen í Kaupmannahöfn. Íslenskir umsækjendur um háskólanám í Danmörku geta innritað sig í prófið og tekið það ef efast er um málhæfni þeirra. Nú er ekki aðeins kennd danska í framhaldsskóla á Íslandi heldur líka í grunnskóla. Í grunnskóla er kennd danska í fjögur ár, samtals 14 tímar á viku, en 14 tímar á viku í framhaldsskóla er sama sem 14 einingar! Jafnvel þó að gert sé ráð fyrir að yngri nemendur læri minna í tímum en þeir eldri, væri ekki óeðlilegt að reikna samanlagðan kennslustundafjölda í grunnskóla og framhaldsskóla (6 einingar) sem ígildi 12 eininga náms. CBS á sem sé bara að hætta þessu einelti, eða hvað?Djarft markmið Þegar nánar er að gáð, dettur hvorki Dönum né Íslendingum í hug að miða tungumálahæfni við kennslustundafjölda. Sameiginlegt viðmið Evrópulanda hefur um nokkurt skeið verið svokallaður sjálfsmatsrammi í Evrópskri tungumálamöppu Evrópuráðsins fyrir framhaldsskólastigið. Þar er málhæfni sundurliðuð í fimm hæfnissvið og fyrir hvert eru tilgreind 6 þrep, A1-2, B1-2 og C1-2, þar sem C2 merkir hæfni næstum því eins og hjá innfæddum. Studieprøven prófar miðað við hæfni C1, en hvaða kröfur eru gerðar til þess að standast stúdentspróf í dönsku? Í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011, kafla 10.5 er tekin skýrt fram sú krafa um dönsku „að hæfniþrepi þrjú“ sem á öðrum stað (í viðauka 3) útleggst sem B2 á Evrópuvísu. Það er nokkuð djarft markmið þegar haft er í huga að námskráin gerir ráð fyrir að nemendur hafi náð A2 að loknum grunnskóla — vel að merkja aðeins ef þeir hafa „framúrskarandi hæfni“, á mannamáli einkunn 8-10, upp úr grunnskóla (kafla 13.2). Framhaldsskóli getur vissulega kennt slíkum afbragðsnemanda dönsku upp í B2 og útskrifað hann með einkunn 8-10. Hinir ná því ekki. Ef vel lætur, hafa þeir hæfni upp á A1 eða lakara við inntöku í framhaldsskóla og útskrifast með einkunn 6-7 á B1 eða 4-5 á A2.Ónýtur miði Í öllum tilvikum vantar nokkuð upp á að íslenskur háskólanemi sem hefur ekki bætt við sig aukaáfanga í dönsku, uppfylli hæfniskröfur Studieprøven sem eru C1. CBS gerir sem sé rétt í að vísa Íslendingum á Studieprøven ef þeir vilja komast inn. Þá má auðvitað rökræða um það hvort krafan um C1 sé eðlileg. Persónulega hika ég ekki við að gefa nemendum með einkunn 8-10 og 9 framhaldsskólaeiningar að baki meðmæli til háskólanáms í Danmörku. Þar sem ég þekki til, hefur þeim gengið vel. Þúsundir Íslendinga hafa lokið háskólaprófi í Danmörku. Þess vegna gæti hæfnisþrep B2 verið nægileg undirstaða. En það er ekki okkar að skipa útlenskum yfirvöldum fyrir. — Já, stúdentspróf í dönsku er ónýtur miði inn í danskt háskólanám. Annað má íhuga hér heima. Er eðlilegt að grunnskólanemar nái flestir bara hæfnisþrepi A1 eftir fjögurra ára nám í dönsku með 3-4 tíma á viku? Ég veit það ekki, en það gæti verið ástæða til að herða eftirlitið með gæðum kennslu grunnskólanna. En hvað er þá til ráða? Hæfnisþrep B2 dugar ekki. Flestir ná meira að segja aðeins B1. Viljum við auðvelda íslenskum háskólanemum aðgang að dönskum háskólum, virðist aðeins vera til ein leið: að stofna málaskóla til undirbúnings Studieprøven í dönsku og semja við dönsk yfirvöld um að fá að halda þetta stöðupróf hér heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa komið upp mál þar sem danskir háskólar hafa neitað íslenskum námsmönnum um aðgang að námsbrautum sínum með tilvísun til þess að þeir hafi ekki nógu góðar forsendur í dönsku. Mest ber á þessu hjá Verslunarháskóla Kaupmannahafnar, CBS. Þar nefna menn kröfu um 12 framhaldsskólaeiningar í dönsku til stúdentsprófs. Síðan árið 2000 hefur danska til stúdentsprófs verið 6 einingar á öðrum brautum en málabraut en þar er krafan 9 einingar. Þegar ný námskrá fyrir framhaldsskóla tekur gildi eftir tvö ár, verður að líkindum aðeins krafa um 3 einingar. Hér ber sem sé töluvert mikið í milli. Krafa danskra háskóla er skiljanleg. Hjá þeim miðast fjárveitingar við fjölda nema sem standast próf. Ef þá grunar t.d. að Íslendingar í námi hjá þeim falli frekar en Danir og að ástæðan sé ónóg hæfni í dönsku, er eðlilegt að þeir geri kröfu um stöðupróf. Slíkt stöðupróf er til. Það heitir Studieprøven og má t.d. lesa um það hjá Studieskolen í Kaupmannahöfn. Íslenskir umsækjendur um háskólanám í Danmörku geta innritað sig í prófið og tekið það ef efast er um málhæfni þeirra. Nú er ekki aðeins kennd danska í framhaldsskóla á Íslandi heldur líka í grunnskóla. Í grunnskóla er kennd danska í fjögur ár, samtals 14 tímar á viku, en 14 tímar á viku í framhaldsskóla er sama sem 14 einingar! Jafnvel þó að gert sé ráð fyrir að yngri nemendur læri minna í tímum en þeir eldri, væri ekki óeðlilegt að reikna samanlagðan kennslustundafjölda í grunnskóla og framhaldsskóla (6 einingar) sem ígildi 12 eininga náms. CBS á sem sé bara að hætta þessu einelti, eða hvað?Djarft markmið Þegar nánar er að gáð, dettur hvorki Dönum né Íslendingum í hug að miða tungumálahæfni við kennslustundafjölda. Sameiginlegt viðmið Evrópulanda hefur um nokkurt skeið verið svokallaður sjálfsmatsrammi í Evrópskri tungumálamöppu Evrópuráðsins fyrir framhaldsskólastigið. Þar er málhæfni sundurliðuð í fimm hæfnissvið og fyrir hvert eru tilgreind 6 þrep, A1-2, B1-2 og C1-2, þar sem C2 merkir hæfni næstum því eins og hjá innfæddum. Studieprøven prófar miðað við hæfni C1, en hvaða kröfur eru gerðar til þess að standast stúdentspróf í dönsku? Í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011, kafla 10.5 er tekin skýrt fram sú krafa um dönsku „að hæfniþrepi þrjú“ sem á öðrum stað (í viðauka 3) útleggst sem B2 á Evrópuvísu. Það er nokkuð djarft markmið þegar haft er í huga að námskráin gerir ráð fyrir að nemendur hafi náð A2 að loknum grunnskóla — vel að merkja aðeins ef þeir hafa „framúrskarandi hæfni“, á mannamáli einkunn 8-10, upp úr grunnskóla (kafla 13.2). Framhaldsskóli getur vissulega kennt slíkum afbragðsnemanda dönsku upp í B2 og útskrifað hann með einkunn 8-10. Hinir ná því ekki. Ef vel lætur, hafa þeir hæfni upp á A1 eða lakara við inntöku í framhaldsskóla og útskrifast með einkunn 6-7 á B1 eða 4-5 á A2.Ónýtur miði Í öllum tilvikum vantar nokkuð upp á að íslenskur háskólanemi sem hefur ekki bætt við sig aukaáfanga í dönsku, uppfylli hæfniskröfur Studieprøven sem eru C1. CBS gerir sem sé rétt í að vísa Íslendingum á Studieprøven ef þeir vilja komast inn. Þá má auðvitað rökræða um það hvort krafan um C1 sé eðlileg. Persónulega hika ég ekki við að gefa nemendum með einkunn 8-10 og 9 framhaldsskólaeiningar að baki meðmæli til háskólanáms í Danmörku. Þar sem ég þekki til, hefur þeim gengið vel. Þúsundir Íslendinga hafa lokið háskólaprófi í Danmörku. Þess vegna gæti hæfnisþrep B2 verið nægileg undirstaða. En það er ekki okkar að skipa útlenskum yfirvöldum fyrir. — Já, stúdentspróf í dönsku er ónýtur miði inn í danskt háskólanám. Annað má íhuga hér heima. Er eðlilegt að grunnskólanemar nái flestir bara hæfnisþrepi A1 eftir fjögurra ára nám í dönsku með 3-4 tíma á viku? Ég veit það ekki, en það gæti verið ástæða til að herða eftirlitið með gæðum kennslu grunnskólanna. En hvað er þá til ráða? Hæfnisþrep B2 dugar ekki. Flestir ná meira að segja aðeins B1. Viljum við auðvelda íslenskum háskólanemum aðgang að dönskum háskólum, virðist aðeins vera til ein leið: að stofna málaskóla til undirbúnings Studieprøven í dönsku og semja við dönsk yfirvöld um að fá að halda þetta stöðupróf hér heima.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun