Guðjón Valur: Grjóthöldum kjafti | þetta eru bara Danir Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 16. janúar 2013 11:15 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk í gær gegn Makedóníu og hér fagna stuðningsmenn Íslands fyrirliðanum eftir eitt þeirra. Mynd / Vilhelm Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er sannfærður um að liðið geti lagt Dani að velli þegar liðin mætast í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla í kvöld. Danir hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu og eru af mörgum taldir líklegir til þess að standa uppi sem heimsmeistarar. Guðjón Valur er ekki í nokkrum vafa um að Ísland geti lagt stein í götu Dana í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.15 og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport – og einnig verður fylgst með gangi mála á Boltavakt Vísis. „Danir eru með gríðarlega vel mannað lið – þetta er skemmtilegt lið og margir leikmenn þeirra eru einnig skemmtilegir utan vallar. Það er alltaf gaman að eiga við Dani og þetta eru alltaf hörkuleikir þegar Ísland mætir Dönum. Ég hlakka til að takast á við þá. Fyrir mér eru þetta tvö góð handboltalið sem eru að mætast á vellinum – og þetta er ekkert spurning um slag á milli litla og stóra bróður. Ég fer ekki inn á völlinn og lít á Dani sem stóra bróður í þessu samhengi, þetta eru bara Danir fyrir mér, barátta í 60 mínútur." Geta ekki verið "pappírspésar“ inni á vellinumGuðjón Valur Sigurðsson er ánægður með yngri leikmenn liðsins á HM en hvetur þá til þess að taka ákvarðanir og þora að framkvæma.Mynd / Vilhelm Guðjón Valur er sannfærður um að Ísland eigi góða möguleika gegn Dönum – eins og sannur fyrirliði þá hefur hann mikla trú á liðinu. „Ég leiði ekki liðið inn á völlinn gegn Dönum án þess að hafa trú á því að við getum unnið Dani – við getum unnið þá, ekki spurning." Guðjón er ánægður með innkomu yngri leikmanna liðsins og leikmenn séu ekki að hugsa mikið um að marga lykilmenn síðari ára vanti að þessu sinni á HM. „Það er hægt að tala endalaust um að það vanti leikmenn í hópinn og hlutirnir væru öðruvísi ef þessi eða hinn væri með okkur. Við eigum bara að grjóthalda kjafti og mæta til leiks með það lið sem er hérna og taka á því. Þetta er sú staða sem við erum í og við getum ekki breytt neinu. Ég hef rætt við yngri leikmennina og sagt við þá að ef þeir verði að gefa allt sem þeir eiga í leikina og þeir megi ekki sjá eftir neinu eftir leik eða eftir mót. Þeir geta ekki verið inni á vellinum án þess að gera eitthvað og vera hræddir við að taka ákvarðanir. Menn geta ekki verið „pappírspésar" inni á vellinum – hálfgert súkkulaði. Þeir sem koma inn á völlinn þurfa að gera það sem þeir gera rétt á þeim tíma sem þeir fá. Þetta er allt saman hluti af lærdómsferlinu og það er gaman að hafa þessa ungu strákana með," sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er sannfærður um að liðið geti lagt Dani að velli þegar liðin mætast í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla í kvöld. Danir hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu og eru af mörgum taldir líklegir til þess að standa uppi sem heimsmeistarar. Guðjón Valur er ekki í nokkrum vafa um að Ísland geti lagt stein í götu Dana í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.15 og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport – og einnig verður fylgst með gangi mála á Boltavakt Vísis. „Danir eru með gríðarlega vel mannað lið – þetta er skemmtilegt lið og margir leikmenn þeirra eru einnig skemmtilegir utan vallar. Það er alltaf gaman að eiga við Dani og þetta eru alltaf hörkuleikir þegar Ísland mætir Dönum. Ég hlakka til að takast á við þá. Fyrir mér eru þetta tvö góð handboltalið sem eru að mætast á vellinum – og þetta er ekkert spurning um slag á milli litla og stóra bróður. Ég fer ekki inn á völlinn og lít á Dani sem stóra bróður í þessu samhengi, þetta eru bara Danir fyrir mér, barátta í 60 mínútur." Geta ekki verið "pappírspésar“ inni á vellinumGuðjón Valur Sigurðsson er ánægður með yngri leikmenn liðsins á HM en hvetur þá til þess að taka ákvarðanir og þora að framkvæma.Mynd / Vilhelm Guðjón Valur er sannfærður um að Ísland eigi góða möguleika gegn Dönum – eins og sannur fyrirliði þá hefur hann mikla trú á liðinu. „Ég leiði ekki liðið inn á völlinn gegn Dönum án þess að hafa trú á því að við getum unnið Dani – við getum unnið þá, ekki spurning." Guðjón er ánægður með innkomu yngri leikmanna liðsins og leikmenn séu ekki að hugsa mikið um að marga lykilmenn síðari ára vanti að þessu sinni á HM. „Það er hægt að tala endalaust um að það vanti leikmenn í hópinn og hlutirnir væru öðruvísi ef þessi eða hinn væri með okkur. Við eigum bara að grjóthalda kjafti og mæta til leiks með það lið sem er hérna og taka á því. Þetta er sú staða sem við erum í og við getum ekki breytt neinu. Ég hef rætt við yngri leikmennina og sagt við þá að ef þeir verði að gefa allt sem þeir eiga í leikina og þeir megi ekki sjá eftir neinu eftir leik eða eftir mót. Þeir geta ekki verið inni á vellinum án þess að gera eitthvað og vera hræddir við að taka ákvarðanir. Menn geta ekki verið „pappírspésar" inni á vellinum – hálfgert súkkulaði. Þeir sem koma inn á völlinn þurfa að gera það sem þeir gera rétt á þeim tíma sem þeir fá. Þetta er allt saman hluti af lærdómsferlinu og það er gaman að hafa þessa ungu strákana með," sagði Guðjón Valur Sigurðsson.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira