Guðjón Valur: Grjóthöldum kjafti | þetta eru bara Danir Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 16. janúar 2013 11:15 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk í gær gegn Makedóníu og hér fagna stuðningsmenn Íslands fyrirliðanum eftir eitt þeirra. Mynd / Vilhelm Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er sannfærður um að liðið geti lagt Dani að velli þegar liðin mætast í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla í kvöld. Danir hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu og eru af mörgum taldir líklegir til þess að standa uppi sem heimsmeistarar. Guðjón Valur er ekki í nokkrum vafa um að Ísland geti lagt stein í götu Dana í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.15 og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport – og einnig verður fylgst með gangi mála á Boltavakt Vísis. „Danir eru með gríðarlega vel mannað lið – þetta er skemmtilegt lið og margir leikmenn þeirra eru einnig skemmtilegir utan vallar. Það er alltaf gaman að eiga við Dani og þetta eru alltaf hörkuleikir þegar Ísland mætir Dönum. Ég hlakka til að takast á við þá. Fyrir mér eru þetta tvö góð handboltalið sem eru að mætast á vellinum – og þetta er ekkert spurning um slag á milli litla og stóra bróður. Ég fer ekki inn á völlinn og lít á Dani sem stóra bróður í þessu samhengi, þetta eru bara Danir fyrir mér, barátta í 60 mínútur." Geta ekki verið "pappírspésar“ inni á vellinumGuðjón Valur Sigurðsson er ánægður með yngri leikmenn liðsins á HM en hvetur þá til þess að taka ákvarðanir og þora að framkvæma.Mynd / Vilhelm Guðjón Valur er sannfærður um að Ísland eigi góða möguleika gegn Dönum – eins og sannur fyrirliði þá hefur hann mikla trú á liðinu. „Ég leiði ekki liðið inn á völlinn gegn Dönum án þess að hafa trú á því að við getum unnið Dani – við getum unnið þá, ekki spurning." Guðjón er ánægður með innkomu yngri leikmanna liðsins og leikmenn séu ekki að hugsa mikið um að marga lykilmenn síðari ára vanti að þessu sinni á HM. „Það er hægt að tala endalaust um að það vanti leikmenn í hópinn og hlutirnir væru öðruvísi ef þessi eða hinn væri með okkur. Við eigum bara að grjóthalda kjafti og mæta til leiks með það lið sem er hérna og taka á því. Þetta er sú staða sem við erum í og við getum ekki breytt neinu. Ég hef rætt við yngri leikmennina og sagt við þá að ef þeir verði að gefa allt sem þeir eiga í leikina og þeir megi ekki sjá eftir neinu eftir leik eða eftir mót. Þeir geta ekki verið inni á vellinum án þess að gera eitthvað og vera hræddir við að taka ákvarðanir. Menn geta ekki verið „pappírspésar" inni á vellinum – hálfgert súkkulaði. Þeir sem koma inn á völlinn þurfa að gera það sem þeir gera rétt á þeim tíma sem þeir fá. Þetta er allt saman hluti af lærdómsferlinu og það er gaman að hafa þessa ungu strákana með," sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er sannfærður um að liðið geti lagt Dani að velli þegar liðin mætast í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla í kvöld. Danir hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu og eru af mörgum taldir líklegir til þess að standa uppi sem heimsmeistarar. Guðjón Valur er ekki í nokkrum vafa um að Ísland geti lagt stein í götu Dana í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.15 og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport – og einnig verður fylgst með gangi mála á Boltavakt Vísis. „Danir eru með gríðarlega vel mannað lið – þetta er skemmtilegt lið og margir leikmenn þeirra eru einnig skemmtilegir utan vallar. Það er alltaf gaman að eiga við Dani og þetta eru alltaf hörkuleikir þegar Ísland mætir Dönum. Ég hlakka til að takast á við þá. Fyrir mér eru þetta tvö góð handboltalið sem eru að mætast á vellinum – og þetta er ekkert spurning um slag á milli litla og stóra bróður. Ég fer ekki inn á völlinn og lít á Dani sem stóra bróður í þessu samhengi, þetta eru bara Danir fyrir mér, barátta í 60 mínútur." Geta ekki verið "pappírspésar“ inni á vellinumGuðjón Valur Sigurðsson er ánægður með yngri leikmenn liðsins á HM en hvetur þá til þess að taka ákvarðanir og þora að framkvæma.Mynd / Vilhelm Guðjón Valur er sannfærður um að Ísland eigi góða möguleika gegn Dönum – eins og sannur fyrirliði þá hefur hann mikla trú á liðinu. „Ég leiði ekki liðið inn á völlinn gegn Dönum án þess að hafa trú á því að við getum unnið Dani – við getum unnið þá, ekki spurning." Guðjón er ánægður með innkomu yngri leikmanna liðsins og leikmenn séu ekki að hugsa mikið um að marga lykilmenn síðari ára vanti að þessu sinni á HM. „Það er hægt að tala endalaust um að það vanti leikmenn í hópinn og hlutirnir væru öðruvísi ef þessi eða hinn væri með okkur. Við eigum bara að grjóthalda kjafti og mæta til leiks með það lið sem er hérna og taka á því. Þetta er sú staða sem við erum í og við getum ekki breytt neinu. Ég hef rætt við yngri leikmennina og sagt við þá að ef þeir verði að gefa allt sem þeir eiga í leikina og þeir megi ekki sjá eftir neinu eftir leik eða eftir mót. Þeir geta ekki verið inni á vellinum án þess að gera eitthvað og vera hræddir við að taka ákvarðanir. Menn geta ekki verið „pappírspésar" inni á vellinum – hálfgert súkkulaði. Þeir sem koma inn á völlinn þurfa að gera það sem þeir gera rétt á þeim tíma sem þeir fá. Þetta er allt saman hluti af lærdómsferlinu og það er gaman að hafa þessa ungu strákana með," sagði Guðjón Valur Sigurðsson.
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Sjá meira