Hvernig forsætisráðherra vilt þú? Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Við göngum nú senn að kjörborðinu og veljum okkur þingmenn næsta kjörtímabils. Þótt hér sé ekki virkt persónukjör, en menn kjósi þess í stað stjórnmálaflokka með gagnslitlum möguleikum til sjálfstæðrar röðunar innan framboðslistanna, mun val okkar væntanlega leiða til þess að hér verði mynduð samsteypustjórn, líklega tveggja eða þriggja flokka. Val okkar í kjörklefanum mun óbeint ráða mestu um hvernig samsteypustjórn kemst á og hver verði forsætisráðherra. Álengdar sjáum við nokkra forystumenn stjórnmálanna gera sig líklega til að máta sig við stól forsætisráðherra. Það er nauðsynlegur undirbúningur hvers kjósanda, að gera sér grein fyrir hvaða kostum sá frambjóðandi þarf að vera búinn, sem yrði líklegur forsætisráðherra, en ekki síður hvaða ókosti hann má ekki hafa. Á þinn forsætisráðherra t.d. að vera ræðuskörungur, vammlaus, vel menntaður, með stjórnmálareynslu, þekktur af heiðarleik, drengskap, víðsýni, staðfestu og fleiri góðum kostum? Má flokkur þíns forsætisráðherra hafa borið meginábyrgð á fjármálahruninu 2008? Er æskilegt að þinn forsætisráðherra hafi ríka reynslu af alls kyns mislukkuðu fjármálavafstri, sem leitt hafi af sér gríðarlegt tap sem bitnað hafi fyrst og síðast á þjóðinni? Má flokkur þíns forsætisráðherra vera þekktur að því að gæta hagsmuna sinna flokksbræðra fremur en þjóðarinnar allrar? Má þinn forsætisráðherra hafa fengið verulegar afskriftir eftir fjármálahrunið 2008? Má hann vera meðal þeirra, sem auðgast af spillingarverkum stjórnmálanna á fyrri árum? Má hann hafa viðhaft óábyrgan fagurgala um aðferðir til lausnar á efnahagsvanda heimila og ríkissjóðs? Má hann með svonefndri „ótrúlegri heppni“ hafa bjargað fjármunum sínum og sinna á ögurstundu í aðdraganda hrunsins og þá á kostnað annarra? Hvað segja svör þín við þessum og fleiri ámóta spurningum þér að gera í kjörklefanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Við göngum nú senn að kjörborðinu og veljum okkur þingmenn næsta kjörtímabils. Þótt hér sé ekki virkt persónukjör, en menn kjósi þess í stað stjórnmálaflokka með gagnslitlum möguleikum til sjálfstæðrar röðunar innan framboðslistanna, mun val okkar væntanlega leiða til þess að hér verði mynduð samsteypustjórn, líklega tveggja eða þriggja flokka. Val okkar í kjörklefanum mun óbeint ráða mestu um hvernig samsteypustjórn kemst á og hver verði forsætisráðherra. Álengdar sjáum við nokkra forystumenn stjórnmálanna gera sig líklega til að máta sig við stól forsætisráðherra. Það er nauðsynlegur undirbúningur hvers kjósanda, að gera sér grein fyrir hvaða kostum sá frambjóðandi þarf að vera búinn, sem yrði líklegur forsætisráðherra, en ekki síður hvaða ókosti hann má ekki hafa. Á þinn forsætisráðherra t.d. að vera ræðuskörungur, vammlaus, vel menntaður, með stjórnmálareynslu, þekktur af heiðarleik, drengskap, víðsýni, staðfestu og fleiri góðum kostum? Má flokkur þíns forsætisráðherra hafa borið meginábyrgð á fjármálahruninu 2008? Er æskilegt að þinn forsætisráðherra hafi ríka reynslu af alls kyns mislukkuðu fjármálavafstri, sem leitt hafi af sér gríðarlegt tap sem bitnað hafi fyrst og síðast á þjóðinni? Má flokkur þíns forsætisráðherra vera þekktur að því að gæta hagsmuna sinna flokksbræðra fremur en þjóðarinnar allrar? Má þinn forsætisráðherra hafa fengið verulegar afskriftir eftir fjármálahrunið 2008? Má hann vera meðal þeirra, sem auðgast af spillingarverkum stjórnmálanna á fyrri árum? Má hann hafa viðhaft óábyrgan fagurgala um aðferðir til lausnar á efnahagsvanda heimila og ríkissjóðs? Má hann með svonefndri „ótrúlegri heppni“ hafa bjargað fjármunum sínum og sinna á ögurstundu í aðdraganda hrunsins og þá á kostnað annarra? Hvað segja svör þín við þessum og fleiri ámóta spurningum þér að gera í kjörklefanum?
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun