"Hraunavinum“ svarað 24. maí 2013 06:00 Um langt árabil hafa Álftnesingar þurft að aka að og frá heimilum sínum um gamlan hættulegan veg, Álftanesveginn, og alltof mörg okkar hafa lent í óhöppum og slysum á veginum eða komið að slíkum gegnum árin. Þessi vegur hefur þróast í áranna rás frá gömlum kerrutroðningi sem reynt hefur verið að laga að kröfum tímans og nú síðast með vænu malbikslagi sem skellt var ofan á það sem fyrir var. Með því jókst hættan fyrir gangandi og hjólandi sem þurft hafa að ganga þétt meðfram veginum sem er hálfum til heilum metra hærri en stígurinn. Það hefur lengi verið ljóst að ekki yrði notast við veginn til framtíðar, hann uppfyllti ekki vegtæknilegar kröfur þar sem sjónlínur voru skertar, fjölmargar innkeyrslur voru inn á veginn, gatnamót efst á blindhæð og svo mætti lengi upp telja. Í nærfellt 20 ár hefur Vegagerðin haft uppi áætlanir að byggja nýjan veg og honum verið markaður staður í aðalskipulagi Garðabæjar þvert yfir Garðahraunið ekki ýkja fjarri núverandi vegi. Árið 2000 var gert frummat umhverfisáhrifa og tveimur árum síðar, 2002, var umhverfismati lokið og það gefið út. Nokkrir kostir voru í boði en eftir mjög vandaða skoðun Vegagerðar, Garðabæjar og Skipulagsstofnunar varð niðurstaðan að leggja veginn nokkru norðar en fyrst hafði verið áætlað, m.a. til að hlífa merkum fyrirmyndum Jóhannesar Kjarvals. Einnig var tekið mið af mörgum öðrum þáttum, s.s. að hlífa Garðastekk með því að fara norðan við hann. Framkvæmdin var síðan boðin út 2008 en stærstum hluta hennar slegið á frest af ástæðum sem allir þekkja, þ.e. fjármálahruni. Þó var hafist handa við fyrsta áfanga verksins sem var endurmótun gatnamóta Álftanesvegarins í Engidal og gerð hringtorgs og vegarspotta við Bessastaði. Í haust var það sem eftir var af framkvæmdinni boðið út og nú loks liggur fyrir að semja við ÍAV um verkið. Eftir að framkvæmdin var boðin út að nýju hafa vaknað raddir um að hlífa beri hrauninu og heppilegra væri að endurbyggja veginn gegnum Prýðahverfið. Það mun á sínum tíma hafa verið skoðað gaumgæfilega sem einn af valkostunum en horfið frá því vegna kostnaðar og neikvæðra umhverfisáhrifa á búsetu fólks á svæðinu. Fremstur í flokki andófsins hefur verið hópur sem kallar sig „Hraunavini“. Ekki er kunnugt um að þeir hraunavinir séu meiri vinir hraunsins en aðrir en samt telja þeir sig þess umkomna að hafa vit fyrir öðrum og vilja nú hætta við vegarlagninguna og telja fullboðlegt að nota gamla veginn áfram með einhverjum óskilgreindum breytingum. Réttu máli hallað Örugglega er mörgum sárt um hraunið og vildu helst það óhreyft. Auðvitað væri gaman ef það væri raunsætt. Stigið var stórt skref þegar Gálgahraun var friðað þannig að ekki verður vegurinn lagður um það heldur sunnan við friðlandið. Athyglisvert í ljósi þess sem „hraunavinir“ hafa haldið fram að leggja eigi veginn um friðlýst svæði. Líka er athyglisvert þegar forsvarsmaður „hraunavina“ heldur því blákalt fram að leggja eigi veg á stærð við Kringlumýrarbraut þvert um hraunið. Þarna er farið með rangt mál því rétt er að einungis verður lögð ein akrein í hvora átt. Eitt af því er „hraunavinir“ nota sem röksemd í málflutningi sínum er að reisa þurfi miklar hljóðmanir til að tryggja viðunandi hljóðvist. Enn er þarna farið með rangfærslu þar sem vegurinn verður niðurgrafinn um hraunið og þar með ljóst að tæplega þarf miklar framkvæmdir vegna hljóðvistar. „Hraunavinir“ hafa haldið því fram að reisa eigi mislæg gatnamót úti í hrauninu. Hið rétta er hins vegar að gatnamót Álftanesvegar og Hraunholtsbrautar verða nokkurn veginn á sama stað og núverandi gatnamót og því verður tiltölulega lítið aukarask vegna þeirra en nú þegar er orðið. „Ófeigskirkja“ mun fara undir veginn segja „hraunavinir“. Eftir því sem næst verður komist er allsendis óvíst hvar Ófeigskirkju er að finna. Heimildum ber ekki saman og fræðimenn hafa leitt að því líkur að hún hafi farið undir núverandi veg. Ófeigskirkja verður því trauðla notuð sem rök eða vissa í málinu. Hér hafa verið raktar nokkrar af þeim beinu rangfærslum sem hinir svokölluðu „hraunavinir“ hafa haldið fram. Það hlýtur að teljast nokkuð sérkennilegt að telja það málstað sínum til framdráttar að bera á borð ósannindi og ýkjur. Væntanlega bendir það til þess að málstaðurinn sé ekki ýkja sterkur þegar slíkum meðölum er beitt. Bætum aðgengi – njótum hraunsins Eftir stendur að eftir vandaða áralanga yfirferð og umfjöllun hefur verið komist að niðurstöðu. Raunverulegir valkostir voru fáir í stöðunni og sá valinn sem minnstum umhverfisáhrifum ylli. Málið er búið að fá sinn eðlilega farveg í stjórnsýslunni og öll tilskilin leyfi fyrir hendi. Leiða má að því líkur að með nýjum vegi á fyrirhuguðum stað muni aðgengi almennings að þessari náttúruperlu batna og fleiri muni eiga þess kost að njóta hennar. Réttara væri að leggja áherslu á að sitt hvorum megin hraunsins verði gerðir vandaðir áningarstaðir með upplýsingatöflum um sögu, slóðir, örnefni o.fl. sem finna má. Því loksins, loksins eygja íbúar Álftaness lausn á samgöngumálum sínum og þar ræður almannahagur för. Vonandi verður það ekki eyðilagt með skammsýni sérhagsmuna. Höfundar: Berglind Birgisdóttir Bryndís Einarsdóttir Einar Karl Birgisson Elías Jakob Bjarnason Gísli Gíslason Hjördís Jóna Gísladóttir Kjartan Örn Sigurðsson Kristinn Guðlaugsson Sigríður Rósa Magnúsdóttir Sveinn Ingi Lýðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Um langt árabil hafa Álftnesingar þurft að aka að og frá heimilum sínum um gamlan hættulegan veg, Álftanesveginn, og alltof mörg okkar hafa lent í óhöppum og slysum á veginum eða komið að slíkum gegnum árin. Þessi vegur hefur þróast í áranna rás frá gömlum kerrutroðningi sem reynt hefur verið að laga að kröfum tímans og nú síðast með vænu malbikslagi sem skellt var ofan á það sem fyrir var. Með því jókst hættan fyrir gangandi og hjólandi sem þurft hafa að ganga þétt meðfram veginum sem er hálfum til heilum metra hærri en stígurinn. Það hefur lengi verið ljóst að ekki yrði notast við veginn til framtíðar, hann uppfyllti ekki vegtæknilegar kröfur þar sem sjónlínur voru skertar, fjölmargar innkeyrslur voru inn á veginn, gatnamót efst á blindhæð og svo mætti lengi upp telja. Í nærfellt 20 ár hefur Vegagerðin haft uppi áætlanir að byggja nýjan veg og honum verið markaður staður í aðalskipulagi Garðabæjar þvert yfir Garðahraunið ekki ýkja fjarri núverandi vegi. Árið 2000 var gert frummat umhverfisáhrifa og tveimur árum síðar, 2002, var umhverfismati lokið og það gefið út. Nokkrir kostir voru í boði en eftir mjög vandaða skoðun Vegagerðar, Garðabæjar og Skipulagsstofnunar varð niðurstaðan að leggja veginn nokkru norðar en fyrst hafði verið áætlað, m.a. til að hlífa merkum fyrirmyndum Jóhannesar Kjarvals. Einnig var tekið mið af mörgum öðrum þáttum, s.s. að hlífa Garðastekk með því að fara norðan við hann. Framkvæmdin var síðan boðin út 2008 en stærstum hluta hennar slegið á frest af ástæðum sem allir þekkja, þ.e. fjármálahruni. Þó var hafist handa við fyrsta áfanga verksins sem var endurmótun gatnamóta Álftanesvegarins í Engidal og gerð hringtorgs og vegarspotta við Bessastaði. Í haust var það sem eftir var af framkvæmdinni boðið út og nú loks liggur fyrir að semja við ÍAV um verkið. Eftir að framkvæmdin var boðin út að nýju hafa vaknað raddir um að hlífa beri hrauninu og heppilegra væri að endurbyggja veginn gegnum Prýðahverfið. Það mun á sínum tíma hafa verið skoðað gaumgæfilega sem einn af valkostunum en horfið frá því vegna kostnaðar og neikvæðra umhverfisáhrifa á búsetu fólks á svæðinu. Fremstur í flokki andófsins hefur verið hópur sem kallar sig „Hraunavini“. Ekki er kunnugt um að þeir hraunavinir séu meiri vinir hraunsins en aðrir en samt telja þeir sig þess umkomna að hafa vit fyrir öðrum og vilja nú hætta við vegarlagninguna og telja fullboðlegt að nota gamla veginn áfram með einhverjum óskilgreindum breytingum. Réttu máli hallað Örugglega er mörgum sárt um hraunið og vildu helst það óhreyft. Auðvitað væri gaman ef það væri raunsætt. Stigið var stórt skref þegar Gálgahraun var friðað þannig að ekki verður vegurinn lagður um það heldur sunnan við friðlandið. Athyglisvert í ljósi þess sem „hraunavinir“ hafa haldið fram að leggja eigi veginn um friðlýst svæði. Líka er athyglisvert þegar forsvarsmaður „hraunavina“ heldur því blákalt fram að leggja eigi veg á stærð við Kringlumýrarbraut þvert um hraunið. Þarna er farið með rangt mál því rétt er að einungis verður lögð ein akrein í hvora átt. Eitt af því er „hraunavinir“ nota sem röksemd í málflutningi sínum er að reisa þurfi miklar hljóðmanir til að tryggja viðunandi hljóðvist. Enn er þarna farið með rangfærslu þar sem vegurinn verður niðurgrafinn um hraunið og þar með ljóst að tæplega þarf miklar framkvæmdir vegna hljóðvistar. „Hraunavinir“ hafa haldið því fram að reisa eigi mislæg gatnamót úti í hrauninu. Hið rétta er hins vegar að gatnamót Álftanesvegar og Hraunholtsbrautar verða nokkurn veginn á sama stað og núverandi gatnamót og því verður tiltölulega lítið aukarask vegna þeirra en nú þegar er orðið. „Ófeigskirkja“ mun fara undir veginn segja „hraunavinir“. Eftir því sem næst verður komist er allsendis óvíst hvar Ófeigskirkju er að finna. Heimildum ber ekki saman og fræðimenn hafa leitt að því líkur að hún hafi farið undir núverandi veg. Ófeigskirkja verður því trauðla notuð sem rök eða vissa í málinu. Hér hafa verið raktar nokkrar af þeim beinu rangfærslum sem hinir svokölluðu „hraunavinir“ hafa haldið fram. Það hlýtur að teljast nokkuð sérkennilegt að telja það málstað sínum til framdráttar að bera á borð ósannindi og ýkjur. Væntanlega bendir það til þess að málstaðurinn sé ekki ýkja sterkur þegar slíkum meðölum er beitt. Bætum aðgengi – njótum hraunsins Eftir stendur að eftir vandaða áralanga yfirferð og umfjöllun hefur verið komist að niðurstöðu. Raunverulegir valkostir voru fáir í stöðunni og sá valinn sem minnstum umhverfisáhrifum ylli. Málið er búið að fá sinn eðlilega farveg í stjórnsýslunni og öll tilskilin leyfi fyrir hendi. Leiða má að því líkur að með nýjum vegi á fyrirhuguðum stað muni aðgengi almennings að þessari náttúruperlu batna og fleiri muni eiga þess kost að njóta hennar. Réttara væri að leggja áherslu á að sitt hvorum megin hraunsins verði gerðir vandaðir áningarstaðir með upplýsingatöflum um sögu, slóðir, örnefni o.fl. sem finna má. Því loksins, loksins eygja íbúar Álftaness lausn á samgöngumálum sínum og þar ræður almannahagur för. Vonandi verður það ekki eyðilagt með skammsýni sérhagsmuna. Höfundar: Berglind Birgisdóttir Bryndís Einarsdóttir Einar Karl Birgisson Elías Jakob Bjarnason Gísli Gíslason Hjördís Jóna Gísladóttir Kjartan Örn Sigurðsson Kristinn Guðlaugsson Sigríður Rósa Magnúsdóttir Sveinn Ingi Lýðsson
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar