"Hraunavinum“ svarað 24. maí 2013 06:00 Um langt árabil hafa Álftnesingar þurft að aka að og frá heimilum sínum um gamlan hættulegan veg, Álftanesveginn, og alltof mörg okkar hafa lent í óhöppum og slysum á veginum eða komið að slíkum gegnum árin. Þessi vegur hefur þróast í áranna rás frá gömlum kerrutroðningi sem reynt hefur verið að laga að kröfum tímans og nú síðast með vænu malbikslagi sem skellt var ofan á það sem fyrir var. Með því jókst hættan fyrir gangandi og hjólandi sem þurft hafa að ganga þétt meðfram veginum sem er hálfum til heilum metra hærri en stígurinn. Það hefur lengi verið ljóst að ekki yrði notast við veginn til framtíðar, hann uppfyllti ekki vegtæknilegar kröfur þar sem sjónlínur voru skertar, fjölmargar innkeyrslur voru inn á veginn, gatnamót efst á blindhæð og svo mætti lengi upp telja. Í nærfellt 20 ár hefur Vegagerðin haft uppi áætlanir að byggja nýjan veg og honum verið markaður staður í aðalskipulagi Garðabæjar þvert yfir Garðahraunið ekki ýkja fjarri núverandi vegi. Árið 2000 var gert frummat umhverfisáhrifa og tveimur árum síðar, 2002, var umhverfismati lokið og það gefið út. Nokkrir kostir voru í boði en eftir mjög vandaða skoðun Vegagerðar, Garðabæjar og Skipulagsstofnunar varð niðurstaðan að leggja veginn nokkru norðar en fyrst hafði verið áætlað, m.a. til að hlífa merkum fyrirmyndum Jóhannesar Kjarvals. Einnig var tekið mið af mörgum öðrum þáttum, s.s. að hlífa Garðastekk með því að fara norðan við hann. Framkvæmdin var síðan boðin út 2008 en stærstum hluta hennar slegið á frest af ástæðum sem allir þekkja, þ.e. fjármálahruni. Þó var hafist handa við fyrsta áfanga verksins sem var endurmótun gatnamóta Álftanesvegarins í Engidal og gerð hringtorgs og vegarspotta við Bessastaði. Í haust var það sem eftir var af framkvæmdinni boðið út og nú loks liggur fyrir að semja við ÍAV um verkið. Eftir að framkvæmdin var boðin út að nýju hafa vaknað raddir um að hlífa beri hrauninu og heppilegra væri að endurbyggja veginn gegnum Prýðahverfið. Það mun á sínum tíma hafa verið skoðað gaumgæfilega sem einn af valkostunum en horfið frá því vegna kostnaðar og neikvæðra umhverfisáhrifa á búsetu fólks á svæðinu. Fremstur í flokki andófsins hefur verið hópur sem kallar sig „Hraunavini“. Ekki er kunnugt um að þeir hraunavinir séu meiri vinir hraunsins en aðrir en samt telja þeir sig þess umkomna að hafa vit fyrir öðrum og vilja nú hætta við vegarlagninguna og telja fullboðlegt að nota gamla veginn áfram með einhverjum óskilgreindum breytingum. Réttu máli hallað Örugglega er mörgum sárt um hraunið og vildu helst það óhreyft. Auðvitað væri gaman ef það væri raunsætt. Stigið var stórt skref þegar Gálgahraun var friðað þannig að ekki verður vegurinn lagður um það heldur sunnan við friðlandið. Athyglisvert í ljósi þess sem „hraunavinir“ hafa haldið fram að leggja eigi veginn um friðlýst svæði. Líka er athyglisvert þegar forsvarsmaður „hraunavina“ heldur því blákalt fram að leggja eigi veg á stærð við Kringlumýrarbraut þvert um hraunið. Þarna er farið með rangt mál því rétt er að einungis verður lögð ein akrein í hvora átt. Eitt af því er „hraunavinir“ nota sem röksemd í málflutningi sínum er að reisa þurfi miklar hljóðmanir til að tryggja viðunandi hljóðvist. Enn er þarna farið með rangfærslu þar sem vegurinn verður niðurgrafinn um hraunið og þar með ljóst að tæplega þarf miklar framkvæmdir vegna hljóðvistar. „Hraunavinir“ hafa haldið því fram að reisa eigi mislæg gatnamót úti í hrauninu. Hið rétta er hins vegar að gatnamót Álftanesvegar og Hraunholtsbrautar verða nokkurn veginn á sama stað og núverandi gatnamót og því verður tiltölulega lítið aukarask vegna þeirra en nú þegar er orðið. „Ófeigskirkja“ mun fara undir veginn segja „hraunavinir“. Eftir því sem næst verður komist er allsendis óvíst hvar Ófeigskirkju er að finna. Heimildum ber ekki saman og fræðimenn hafa leitt að því líkur að hún hafi farið undir núverandi veg. Ófeigskirkja verður því trauðla notuð sem rök eða vissa í málinu. Hér hafa verið raktar nokkrar af þeim beinu rangfærslum sem hinir svokölluðu „hraunavinir“ hafa haldið fram. Það hlýtur að teljast nokkuð sérkennilegt að telja það málstað sínum til framdráttar að bera á borð ósannindi og ýkjur. Væntanlega bendir það til þess að málstaðurinn sé ekki ýkja sterkur þegar slíkum meðölum er beitt. Bætum aðgengi – njótum hraunsins Eftir stendur að eftir vandaða áralanga yfirferð og umfjöllun hefur verið komist að niðurstöðu. Raunverulegir valkostir voru fáir í stöðunni og sá valinn sem minnstum umhverfisáhrifum ylli. Málið er búið að fá sinn eðlilega farveg í stjórnsýslunni og öll tilskilin leyfi fyrir hendi. Leiða má að því líkur að með nýjum vegi á fyrirhuguðum stað muni aðgengi almennings að þessari náttúruperlu batna og fleiri muni eiga þess kost að njóta hennar. Réttara væri að leggja áherslu á að sitt hvorum megin hraunsins verði gerðir vandaðir áningarstaðir með upplýsingatöflum um sögu, slóðir, örnefni o.fl. sem finna má. Því loksins, loksins eygja íbúar Álftaness lausn á samgöngumálum sínum og þar ræður almannahagur för. Vonandi verður það ekki eyðilagt með skammsýni sérhagsmuna. Höfundar: Berglind Birgisdóttir Bryndís Einarsdóttir Einar Karl Birgisson Elías Jakob Bjarnason Gísli Gíslason Hjördís Jóna Gísladóttir Kjartan Örn Sigurðsson Kristinn Guðlaugsson Sigríður Rósa Magnúsdóttir Sveinn Ingi Lýðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Um langt árabil hafa Álftnesingar þurft að aka að og frá heimilum sínum um gamlan hættulegan veg, Álftanesveginn, og alltof mörg okkar hafa lent í óhöppum og slysum á veginum eða komið að slíkum gegnum árin. Þessi vegur hefur þróast í áranna rás frá gömlum kerrutroðningi sem reynt hefur verið að laga að kröfum tímans og nú síðast með vænu malbikslagi sem skellt var ofan á það sem fyrir var. Með því jókst hættan fyrir gangandi og hjólandi sem þurft hafa að ganga þétt meðfram veginum sem er hálfum til heilum metra hærri en stígurinn. Það hefur lengi verið ljóst að ekki yrði notast við veginn til framtíðar, hann uppfyllti ekki vegtæknilegar kröfur þar sem sjónlínur voru skertar, fjölmargar innkeyrslur voru inn á veginn, gatnamót efst á blindhæð og svo mætti lengi upp telja. Í nærfellt 20 ár hefur Vegagerðin haft uppi áætlanir að byggja nýjan veg og honum verið markaður staður í aðalskipulagi Garðabæjar þvert yfir Garðahraunið ekki ýkja fjarri núverandi vegi. Árið 2000 var gert frummat umhverfisáhrifa og tveimur árum síðar, 2002, var umhverfismati lokið og það gefið út. Nokkrir kostir voru í boði en eftir mjög vandaða skoðun Vegagerðar, Garðabæjar og Skipulagsstofnunar varð niðurstaðan að leggja veginn nokkru norðar en fyrst hafði verið áætlað, m.a. til að hlífa merkum fyrirmyndum Jóhannesar Kjarvals. Einnig var tekið mið af mörgum öðrum þáttum, s.s. að hlífa Garðastekk með því að fara norðan við hann. Framkvæmdin var síðan boðin út 2008 en stærstum hluta hennar slegið á frest af ástæðum sem allir þekkja, þ.e. fjármálahruni. Þó var hafist handa við fyrsta áfanga verksins sem var endurmótun gatnamóta Álftanesvegarins í Engidal og gerð hringtorgs og vegarspotta við Bessastaði. Í haust var það sem eftir var af framkvæmdinni boðið út og nú loks liggur fyrir að semja við ÍAV um verkið. Eftir að framkvæmdin var boðin út að nýju hafa vaknað raddir um að hlífa beri hrauninu og heppilegra væri að endurbyggja veginn gegnum Prýðahverfið. Það mun á sínum tíma hafa verið skoðað gaumgæfilega sem einn af valkostunum en horfið frá því vegna kostnaðar og neikvæðra umhverfisáhrifa á búsetu fólks á svæðinu. Fremstur í flokki andófsins hefur verið hópur sem kallar sig „Hraunavini“. Ekki er kunnugt um að þeir hraunavinir séu meiri vinir hraunsins en aðrir en samt telja þeir sig þess umkomna að hafa vit fyrir öðrum og vilja nú hætta við vegarlagninguna og telja fullboðlegt að nota gamla veginn áfram með einhverjum óskilgreindum breytingum. Réttu máli hallað Örugglega er mörgum sárt um hraunið og vildu helst það óhreyft. Auðvitað væri gaman ef það væri raunsætt. Stigið var stórt skref þegar Gálgahraun var friðað þannig að ekki verður vegurinn lagður um það heldur sunnan við friðlandið. Athyglisvert í ljósi þess sem „hraunavinir“ hafa haldið fram að leggja eigi veginn um friðlýst svæði. Líka er athyglisvert þegar forsvarsmaður „hraunavina“ heldur því blákalt fram að leggja eigi veg á stærð við Kringlumýrarbraut þvert um hraunið. Þarna er farið með rangt mál því rétt er að einungis verður lögð ein akrein í hvora átt. Eitt af því er „hraunavinir“ nota sem röksemd í málflutningi sínum er að reisa þurfi miklar hljóðmanir til að tryggja viðunandi hljóðvist. Enn er þarna farið með rangfærslu þar sem vegurinn verður niðurgrafinn um hraunið og þar með ljóst að tæplega þarf miklar framkvæmdir vegna hljóðvistar. „Hraunavinir“ hafa haldið því fram að reisa eigi mislæg gatnamót úti í hrauninu. Hið rétta er hins vegar að gatnamót Álftanesvegar og Hraunholtsbrautar verða nokkurn veginn á sama stað og núverandi gatnamót og því verður tiltölulega lítið aukarask vegna þeirra en nú þegar er orðið. „Ófeigskirkja“ mun fara undir veginn segja „hraunavinir“. Eftir því sem næst verður komist er allsendis óvíst hvar Ófeigskirkju er að finna. Heimildum ber ekki saman og fræðimenn hafa leitt að því líkur að hún hafi farið undir núverandi veg. Ófeigskirkja verður því trauðla notuð sem rök eða vissa í málinu. Hér hafa verið raktar nokkrar af þeim beinu rangfærslum sem hinir svokölluðu „hraunavinir“ hafa haldið fram. Það hlýtur að teljast nokkuð sérkennilegt að telja það málstað sínum til framdráttar að bera á borð ósannindi og ýkjur. Væntanlega bendir það til þess að málstaðurinn sé ekki ýkja sterkur þegar slíkum meðölum er beitt. Bætum aðgengi – njótum hraunsins Eftir stendur að eftir vandaða áralanga yfirferð og umfjöllun hefur verið komist að niðurstöðu. Raunverulegir valkostir voru fáir í stöðunni og sá valinn sem minnstum umhverfisáhrifum ylli. Málið er búið að fá sinn eðlilega farveg í stjórnsýslunni og öll tilskilin leyfi fyrir hendi. Leiða má að því líkur að með nýjum vegi á fyrirhuguðum stað muni aðgengi almennings að þessari náttúruperlu batna og fleiri muni eiga þess kost að njóta hennar. Réttara væri að leggja áherslu á að sitt hvorum megin hraunsins verði gerðir vandaðir áningarstaðir með upplýsingatöflum um sögu, slóðir, örnefni o.fl. sem finna má. Því loksins, loksins eygja íbúar Álftaness lausn á samgöngumálum sínum og þar ræður almannahagur för. Vonandi verður það ekki eyðilagt með skammsýni sérhagsmuna. Höfundar: Berglind Birgisdóttir Bryndís Einarsdóttir Einar Karl Birgisson Elías Jakob Bjarnason Gísli Gíslason Hjördís Jóna Gísladóttir Kjartan Örn Sigurðsson Kristinn Guðlaugsson Sigríður Rósa Magnúsdóttir Sveinn Ingi Lýðsson
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun