Viðskipti innlent

Apple TV jólagjöfin í ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Heimkaup.is
Svokallaður Cyber Monday var í Bandaríkjunum í gær en það er svar netverslana þar í landi við Black friday, þegar verslanir bjóða upp á gífurlega afslætti. Heimkaup sem er verslunarmiðstöð á netinu og sendir vörur samdægurs frítt heim ákvað að vera með og bjóða upp á ýmis tilboð í tilefni Cyber mánudags.

,,Það var brjálað að gera hjá okkur í gær, ég man ekki eftir öðru eins. Við afgreiddum rílega 750 heimsendingar sem er margfalt meira en á venjulegum degi,“ segir Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Heimkaupa.

Gunnar Ingi segir að Apple TV sé greinilega vinsæl jólagjöf í ár ef marka má viðtökurnar sem þriðja kynslóð tækisins og sú nýjasta, hefur fengið hjá Heimkaupum. Nú hafa þeir selt tæplega 400 tæki á skömmum tíma. Það sem Apple TV gerir kleyft er, meðal annars, að streyma efni þráðlaust úr iTunes, iPad, iPhone og iPad touch.

,,Það er greinilegt að fólk er að leita eftir þessu tæki. Fyrst tókum við inn 80 tæki og þau seldust á tveimur klukkutímum. Við tókum þá inn 300 tæki til viðbótar og þau eru að verða búin. Nú erum við að reyna að fá enn meira magn til að geta haldið þessu verði,“ segir Gunnar Ingi en Heimkaup hefur verið með tilboð á Apple TV. Ennfremur segir hann að fólk panti ýmislegt og á Cyber mánudegi í gær fóru meðal annars kassi af jólaöli, gjafainnpakkað grill og þvottavél í heimsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×