Fríverslun en áfram tvítollun Margrét Kristmannsdóttir skrifar 12. júní 2013 08:52 Íslensk verslun og íslenskir neytendur hafa í langan tíma búið við tvítollun á mörgum vörum. Til að útskýra ástæðu þess í örstuttu máli þá leggur ESB verndartolla á margar vörur sem fluttar eru inn til Evrópu. Íslenski markaðurinn er það lítill að fyrirtæki flytja sjaldan inn stórar sendingar í gámavís frá Kína til dæmis, heldur kemur megnið af innflutningi okkar frá löndum í ESB. Þegar vörur koma hingað frá ESB með uppruna utan svæðisins þá eiga birgjar okkar í Evrópu að fá þennan ytri toll endurgreiddan – en flækjustigið er svo hátt að nær allir birgjar í Evrópu neita að standa í því og velta kostnaðinum einfaldlega yfir á okkur. Því lenda fyrirtæki á Íslandi í því að greiða tollinn tvisvar, fyrst inn á ESB-svæðið og svo aftur hér heima, sem hækkar vöruverð til Íslendinga algjörlega að óþörfu. Noregur er í sömu stöðu og við og því sendi SVÞ ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem þess var formlega farið á leit við ESB að það einfaldaði endurgreiðsluferlið. Var vitað að þetta yrði erfið brekka enda gefur fyrsta svar frá Brussel ekki tilefni til bjartsýni. Að leysa þetta mál gæti hins vegar lækkað vöruverð sem við Íslendingar greiðum verulega enda eru tollarnir t.d.: Fatnaður og skór 15%, búsáhöld 10%, leikföng 10%, húsgögn 10%, reiðhjól 10%, hjólbarðar 10% og raftæki 7-15%. Íslenskir neytendur borga því meira en þeir ættu að gera fyrir þessar vörur án nokkurra gildra ástæðna, eingöngu vegna flækjustigs kerfisins. Íslenskir innflytjendur urðu bjartsýnir þegar fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður í vor. Vitað er að margar vörur sem fluttar eru hingað til lands eru framleiddar í Kína og töldu flestir að þannig væri vandinn í sambandi við tvítollunina að nokkru leystur. SVÞ fékk það hins vegar staðfest í síðustu viku frá tollayfirvöldum hér heima að niðurfelling tolla mun eingöngu eiga sér stað þegar um beinan innflutning frá Kína er að ræða. Tollfrelsið glatist hafi vara verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir innflytjendur en ættu að vera ekki síður mikil vonbrigði fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili. Slagurinn við óréttlæti tvítollunar heldur því áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk verslun og íslenskir neytendur hafa í langan tíma búið við tvítollun á mörgum vörum. Til að útskýra ástæðu þess í örstuttu máli þá leggur ESB verndartolla á margar vörur sem fluttar eru inn til Evrópu. Íslenski markaðurinn er það lítill að fyrirtæki flytja sjaldan inn stórar sendingar í gámavís frá Kína til dæmis, heldur kemur megnið af innflutningi okkar frá löndum í ESB. Þegar vörur koma hingað frá ESB með uppruna utan svæðisins þá eiga birgjar okkar í Evrópu að fá þennan ytri toll endurgreiddan – en flækjustigið er svo hátt að nær allir birgjar í Evrópu neita að standa í því og velta kostnaðinum einfaldlega yfir á okkur. Því lenda fyrirtæki á Íslandi í því að greiða tollinn tvisvar, fyrst inn á ESB-svæðið og svo aftur hér heima, sem hækkar vöruverð til Íslendinga algjörlega að óþörfu. Noregur er í sömu stöðu og við og því sendi SVÞ ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem þess var formlega farið á leit við ESB að það einfaldaði endurgreiðsluferlið. Var vitað að þetta yrði erfið brekka enda gefur fyrsta svar frá Brussel ekki tilefni til bjartsýni. Að leysa þetta mál gæti hins vegar lækkað vöruverð sem við Íslendingar greiðum verulega enda eru tollarnir t.d.: Fatnaður og skór 15%, búsáhöld 10%, leikföng 10%, húsgögn 10%, reiðhjól 10%, hjólbarðar 10% og raftæki 7-15%. Íslenskir neytendur borga því meira en þeir ættu að gera fyrir þessar vörur án nokkurra gildra ástæðna, eingöngu vegna flækjustigs kerfisins. Íslenskir innflytjendur urðu bjartsýnir þegar fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður í vor. Vitað er að margar vörur sem fluttar eru hingað til lands eru framleiddar í Kína og töldu flestir að þannig væri vandinn í sambandi við tvítollunina að nokkru leystur. SVÞ fékk það hins vegar staðfest í síðustu viku frá tollayfirvöldum hér heima að niðurfelling tolla mun eingöngu eiga sér stað þegar um beinan innflutning frá Kína er að ræða. Tollfrelsið glatist hafi vara verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir innflytjendur en ættu að vera ekki síður mikil vonbrigði fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili. Slagurinn við óréttlæti tvítollunar heldur því áfram.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun