Innlent

Nokkrir tugir tunna skildir eftir

Elimar Hauksson skrifar
Bláa tunnan er ein þeirra leiða sem hægt er að nota til að losa sig við pappír. Einnig er hægt að fara með pappír á grenndarstöðvar og á endurvinnslustöðvar auk þess sem einkaaðilar bjóða upp á að losa fólk við pappír.
Bláa tunnan er ein þeirra leiða sem hægt er að nota til að losa sig við pappír. Einnig er hægt að fara með pappír á grenndarstöðvar og á endurvinnslustöðvar auk þess sem einkaaðilar bjóða upp á að losa fólk við pappír.
Reykvíkingar þurfa nú að aðskilja pappír frá almennu sorpi ef þeir vilja ekki að tunnan verði skilin eftir.

Á föstudag var hætt að taka svartar tunnur sem voru með of miklu af pappír. Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar á umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, segir flokkunina hafa farið vel af stað.

„Borgarbúar eru að taka stökk í pappírsflokkun. Við byrjuðum í miðbænum fyrir helgi og það gekk vel. Við þurftum að skilja eftir nokkra tugi tunna en þetta fer vel af stað,“ segir Eygerður.

Hún segir að fyrir nokkrum vikum hafi verið farið af stað og skilin eftir gulur miði á þeim tunnum þar sem pappír var í of miklu magni. Eftir um það bil tvær umferðir af gulum miðum hafi sjáanlega verið minna um pappír í tunnunum.



„Reykvíkingar hafa val um leiðir til að skila pappír og við gerum ráð fyrir að fólk skili eftir þeim leiðum sem í boði eru. Ef of mikill pappír er í tunnunum þá verða þær skildar eftir,“ segir Eygerður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×