Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2013 18:45 Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. Markaðsátak, sem er að fara að stað, gengur út á að þar verði miðstöð vaxandi umsvifa á Norðurslóðum. Grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu olíuleitarleyfunum við austurströnd Grænlands og það er eftirtektarvert að sjá hversu mörg stór félög eru í hópi sérleyfishafa, eins og Statoil, Conoco Phillips, Eni, BP, Chevron og Shell. Þetta er eitt af þeim dæmum sem menn sjá um vaxandi umsvif á Norðurslóðum, sem ýmsir forystumenn hérlendis hafa lýst sem einu mesta viðskiptatækifæri Íslendinga á næstu áratugum. Eyfirðingar sitja ekki með hendur í skauti en sveitarfélögin þar, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu í vor félag um Dysneshöfn ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti.Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.Kynningarmyndband sem félagið hefur látið gera sýnir hvernig menn sjá fyrir sér hafnarsvæði með 300-500 metra löngum viðleguköntum og þurrkví til að rúma stór skip til viðgerða. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að skipulagsferli sé að ljúka og framundan sé umhverfismat. Undirbúningur miði við að fyrstu framkvæmdir geti hafist á árinu 2014. Forsendan er þó að notendur finnist að höfninni áður en fjárfestingar og framkvæmdir hefjast, en myndbandi eins og þessu er ætlað að kynna svæðið. Þar er sérstök áhersla lögð á sterka innviði Akureyrar, með blómlegu mannlífi, stærsta slipp landsins, öflugu sjúkrahúsi, alþjóðaflugvelli, verslunarmiðstöð og háskóla. Þorvaldur Lúðvík segir Dysneshöfn alls ekki stillt upp sem samkeppni við höfn í Finnafirði. Fyrir austan sé einkum horft til siglinga yfir Norðurpólinn og umskipunarhöfn, meðan áherslan á Dysnesi verði fremur á þjónustu við Grænland og olíuleit. Hann segir þetta langtímaverkefni og gerir ráð fyrir að, ef af verði, þá muni uppbygging hafnarinnar taka tíu til fimmtán ár. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. Markaðsátak, sem er að fara að stað, gengur út á að þar verði miðstöð vaxandi umsvifa á Norðurslóðum. Grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu olíuleitarleyfunum við austurströnd Grænlands og það er eftirtektarvert að sjá hversu mörg stór félög eru í hópi sérleyfishafa, eins og Statoil, Conoco Phillips, Eni, BP, Chevron og Shell. Þetta er eitt af þeim dæmum sem menn sjá um vaxandi umsvif á Norðurslóðum, sem ýmsir forystumenn hérlendis hafa lýst sem einu mesta viðskiptatækifæri Íslendinga á næstu áratugum. Eyfirðingar sitja ekki með hendur í skauti en sveitarfélögin þar, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu í vor félag um Dysneshöfn ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti.Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.Kynningarmyndband sem félagið hefur látið gera sýnir hvernig menn sjá fyrir sér hafnarsvæði með 300-500 metra löngum viðleguköntum og þurrkví til að rúma stór skip til viðgerða. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að skipulagsferli sé að ljúka og framundan sé umhverfismat. Undirbúningur miði við að fyrstu framkvæmdir geti hafist á árinu 2014. Forsendan er þó að notendur finnist að höfninni áður en fjárfestingar og framkvæmdir hefjast, en myndbandi eins og þessu er ætlað að kynna svæðið. Þar er sérstök áhersla lögð á sterka innviði Akureyrar, með blómlegu mannlífi, stærsta slipp landsins, öflugu sjúkrahúsi, alþjóðaflugvelli, verslunarmiðstöð og háskóla. Þorvaldur Lúðvík segir Dysneshöfn alls ekki stillt upp sem samkeppni við höfn í Finnafirði. Fyrir austan sé einkum horft til siglinga yfir Norðurpólinn og umskipunarhöfn, meðan áherslan á Dysnesi verði fremur á þjónustu við Grænland og olíuleit. Hann segir þetta langtímaverkefni og gerir ráð fyrir að, ef af verði, þá muni uppbygging hafnarinnar taka tíu til fimmtán ár.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21