Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2013 18:45 Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. Markaðsátak, sem er að fara að stað, gengur út á að þar verði miðstöð vaxandi umsvifa á Norðurslóðum. Grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu olíuleitarleyfunum við austurströnd Grænlands og það er eftirtektarvert að sjá hversu mörg stór félög eru í hópi sérleyfishafa, eins og Statoil, Conoco Phillips, Eni, BP, Chevron og Shell. Þetta er eitt af þeim dæmum sem menn sjá um vaxandi umsvif á Norðurslóðum, sem ýmsir forystumenn hérlendis hafa lýst sem einu mesta viðskiptatækifæri Íslendinga á næstu áratugum. Eyfirðingar sitja ekki með hendur í skauti en sveitarfélögin þar, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu í vor félag um Dysneshöfn ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti.Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.Kynningarmyndband sem félagið hefur látið gera sýnir hvernig menn sjá fyrir sér hafnarsvæði með 300-500 metra löngum viðleguköntum og þurrkví til að rúma stór skip til viðgerða. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að skipulagsferli sé að ljúka og framundan sé umhverfismat. Undirbúningur miði við að fyrstu framkvæmdir geti hafist á árinu 2014. Forsendan er þó að notendur finnist að höfninni áður en fjárfestingar og framkvæmdir hefjast, en myndbandi eins og þessu er ætlað að kynna svæðið. Þar er sérstök áhersla lögð á sterka innviði Akureyrar, með blómlegu mannlífi, stærsta slipp landsins, öflugu sjúkrahúsi, alþjóðaflugvelli, verslunarmiðstöð og háskóla. Þorvaldur Lúðvík segir Dysneshöfn alls ekki stillt upp sem samkeppni við höfn í Finnafirði. Fyrir austan sé einkum horft til siglinga yfir Norðurpólinn og umskipunarhöfn, meðan áherslan á Dysnesi verði fremur á þjónustu við Grænland og olíuleit. Hann segir þetta langtímaverkefni og gerir ráð fyrir að, ef af verði, þá muni uppbygging hafnarinnar taka tíu til fimmtán ár. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. Markaðsátak, sem er að fara að stað, gengur út á að þar verði miðstöð vaxandi umsvifa á Norðurslóðum. Grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu olíuleitarleyfunum við austurströnd Grænlands og það er eftirtektarvert að sjá hversu mörg stór félög eru í hópi sérleyfishafa, eins og Statoil, Conoco Phillips, Eni, BP, Chevron og Shell. Þetta er eitt af þeim dæmum sem menn sjá um vaxandi umsvif á Norðurslóðum, sem ýmsir forystumenn hérlendis hafa lýst sem einu mesta viðskiptatækifæri Íslendinga á næstu áratugum. Eyfirðingar sitja ekki með hendur í skauti en sveitarfélögin þar, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu í vor félag um Dysneshöfn ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti.Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.Kynningarmyndband sem félagið hefur látið gera sýnir hvernig menn sjá fyrir sér hafnarsvæði með 300-500 metra löngum viðleguköntum og þurrkví til að rúma stór skip til viðgerða. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að skipulagsferli sé að ljúka og framundan sé umhverfismat. Undirbúningur miði við að fyrstu framkvæmdir geti hafist á árinu 2014. Forsendan er þó að notendur finnist að höfninni áður en fjárfestingar og framkvæmdir hefjast, en myndbandi eins og þessu er ætlað að kynna svæðið. Þar er sérstök áhersla lögð á sterka innviði Akureyrar, með blómlegu mannlífi, stærsta slipp landsins, öflugu sjúkrahúsi, alþjóðaflugvelli, verslunarmiðstöð og háskóla. Þorvaldur Lúðvík segir Dysneshöfn alls ekki stillt upp sem samkeppni við höfn í Finnafirði. Fyrir austan sé einkum horft til siglinga yfir Norðurpólinn og umskipunarhöfn, meðan áherslan á Dysnesi verði fremur á þjónustu við Grænland og olíuleit. Hann segir þetta langtímaverkefni og gerir ráð fyrir að, ef af verði, þá muni uppbygging hafnarinnar taka tíu til fimmtán ár.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21