Viðskipti innlent

Rafræn skilríki komin í farsíma og spjaldtölvur á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rafræn skilríki komin í farsíma og spjaldtölvur á Íslandi.
Rafræn skilríki komin í farsíma og spjaldtölvur á Íslandi.
Á stjórnarfundi Auðkennis skrifuðu stjórnarmenn undir fundargerð með rafrænum skilríkjum í farsíma og spjaldtölvum í fyrsta sinn á Íslandi.

Undanfarin ár hafa stjórnarmenn undirritað fundargerðir stjórnar með rafrænum skilríkjum á örgjörvakortum.

Auðkenni hefur nú kynnt nýja og enn þægilegri leið til rafrænna auðkenninga og undirritana, sem uppfyllir engu að síður öll skilyrði um öryggi, og stjórnarmenn nýttu þessa nýju aðferð í dag. Notendum rafrænna skilríkja sem hafa hingað til verið bundnir við tölvu, hugbúnað og kortalesara dugir nú farsími eða spjaldtölva.

Með rafrænum skilríkjum í farsíma gildir einu hvort þjónusta er sótt í gegnum síma, spjaldtölvu, fartölvu eða borðtölvu. Rafræn skilríki í farsíma virka alveg sjálfstætt. Notandi slær inn símanúmerið sitt á þjónustuvef, og staðfestir innskráningu eða undirritun með PIN í farsímanum eða spjaldtölvunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×