Hagar í mál við ríkið vegna ofurtolla Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. desember 2013 09:00 Páll Rúnar M. Kristjánsson er lögmaður Haga. „Samningar sem þessir eru ekki gerðir til að vernda sérhagsmuni einstakra lögaðila innan aðildarríkjanna. Samningar sem þessir eru gerðir með það að leiðarljósi að tryggja hagsmuni almennings. Það er gert með því að opna fyrir innflutning á vörum erlendis frá og opna markaði erlendis fyrir innlenda framleiðslu.” segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga sem hafa stefnt íslenska ríkinu til að láta reyna á lögmæti þess að leggja ofurtolla á innflutt matvæli.Markmið að tryggja hagsæld og réttindi neytenda Í samtali við Vísi segir Páll Rúnar að ríkið hafi tekið á sig margvíslegar alþjóðlegar skuldbindingar þess efnis að opna fyrir alþjóðleg viðskipti með ákveðnar matvörur til og frá Íslandi. Megi þar nefna aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og samningum á þeim vettvangi. Í því felist m.a. að Ísland hefur skuldbundið sig til að leyfa innflutning á ákveðnum matvælum til Íslands og stuðla að því að virk samkeppni verði á markaði með þær vörur. Markmið þessa samstarfs er að tryggja hagsæld og réttindi neytenda. Þrátt fyrir þetta hefur innflutningur á ákveðnum tegundum matvæla, til dæmis kjöti og ostum, vart verið mælanlegur hér á landi og tollar mjög háir. Félag atvinnurekenda ásamt öðrum hafa talið að í þessu felist samningsbrot af hálfu íslenska ríkisins gagnvart WTO skuldbindingum sem og EES samningnum. Þá hafa aðrir aðilar, til að mynda Samkeppniseftirlitið, bent á þau miklu og neikvæðu áhrif sem núverandi fyrirkomulag hefur fyrir neytendur og hvatt til þess að opnað verði fyrir þennan innflutning. Lítið hefur hins vegar áunnist í þessum efnum. Nú er svo komið að Hagar ætla að láta reyna á lögmæti þessa fyrirkomulags fyrir dómi og hafa því stefnt íslenska ríkinu.Reyna á lögmæti ofurtolla Páll Rúnar segir að tilgangurinn með málsókn Haga sé að láta reyna á lögmæti þeirra ofurtolla sem lagðir eru á innflutning á ákveðnum matvælum. Þessi gjaldtaka gerir það að verkum að innflutningsaðilar geta ekki komið ódýrari vörum til neytenda og er því atvinnufrelsi þeirra verulega skert að mati Haga. Tollarnir valda því einnig að verð á þessu matvælum eru umtalsvert hærra en það annars væri. Vinnist málið megi hins vegar búast við því að látið verði af þessari gjaldtöku og rýmkað fyrir innflutningi. Það mun skila sér í töluvert lægra matvælaverði til neytenda. Þá muni þetta hafa það í för með sér að matarkarfa heimilsins lækkar mikið með tilheyrandi lækkun á vísitölu neysluverðs og þá verðbólgu.Fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings Páll Rúnar segir að um sé að ræða nokkuð umfangsmikið mál þar sem látið er reyna á það hvort að þessi gjaldtaka standist ákvæði stjórnarskrár og þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Einn þáttur málsins snýr að því hvort að það sé í raun heimilt að fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings með þeim hætti sem gert er. „Með því að vanefna þessar skuldbindingar með þeim hætti sem gert er er því fyrst og síðast verið að skaða neytendur. Fólk borgar hærra verð sem veldur meiri verðbólgu sem hækkar skuldir. Vinnist málið verður það mikill sigur fyrir neytendur sem munu fá ódýrari og fjölbreyttari matvæli, minni verðbólgu og virka samkeppni. Það er verið að taka þennan slag fyrir neytendur,“ bætir Páll við. Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
„Samningar sem þessir eru ekki gerðir til að vernda sérhagsmuni einstakra lögaðila innan aðildarríkjanna. Samningar sem þessir eru gerðir með það að leiðarljósi að tryggja hagsmuni almennings. Það er gert með því að opna fyrir innflutning á vörum erlendis frá og opna markaði erlendis fyrir innlenda framleiðslu.” segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga sem hafa stefnt íslenska ríkinu til að láta reyna á lögmæti þess að leggja ofurtolla á innflutt matvæli.Markmið að tryggja hagsæld og réttindi neytenda Í samtali við Vísi segir Páll Rúnar að ríkið hafi tekið á sig margvíslegar alþjóðlegar skuldbindingar þess efnis að opna fyrir alþjóðleg viðskipti með ákveðnar matvörur til og frá Íslandi. Megi þar nefna aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og samningum á þeim vettvangi. Í því felist m.a. að Ísland hefur skuldbundið sig til að leyfa innflutning á ákveðnum matvælum til Íslands og stuðla að því að virk samkeppni verði á markaði með þær vörur. Markmið þessa samstarfs er að tryggja hagsæld og réttindi neytenda. Þrátt fyrir þetta hefur innflutningur á ákveðnum tegundum matvæla, til dæmis kjöti og ostum, vart verið mælanlegur hér á landi og tollar mjög háir. Félag atvinnurekenda ásamt öðrum hafa talið að í þessu felist samningsbrot af hálfu íslenska ríkisins gagnvart WTO skuldbindingum sem og EES samningnum. Þá hafa aðrir aðilar, til að mynda Samkeppniseftirlitið, bent á þau miklu og neikvæðu áhrif sem núverandi fyrirkomulag hefur fyrir neytendur og hvatt til þess að opnað verði fyrir þennan innflutning. Lítið hefur hins vegar áunnist í þessum efnum. Nú er svo komið að Hagar ætla að láta reyna á lögmæti þessa fyrirkomulags fyrir dómi og hafa því stefnt íslenska ríkinu.Reyna á lögmæti ofurtolla Páll Rúnar segir að tilgangurinn með málsókn Haga sé að láta reyna á lögmæti þeirra ofurtolla sem lagðir eru á innflutning á ákveðnum matvælum. Þessi gjaldtaka gerir það að verkum að innflutningsaðilar geta ekki komið ódýrari vörum til neytenda og er því atvinnufrelsi þeirra verulega skert að mati Haga. Tollarnir valda því einnig að verð á þessu matvælum eru umtalsvert hærra en það annars væri. Vinnist málið megi hins vegar búast við því að látið verði af þessari gjaldtöku og rýmkað fyrir innflutningi. Það mun skila sér í töluvert lægra matvælaverði til neytenda. Þá muni þetta hafa það í för með sér að matarkarfa heimilsins lækkar mikið með tilheyrandi lækkun á vísitölu neysluverðs og þá verðbólgu.Fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings Páll Rúnar segir að um sé að ræða nokkuð umfangsmikið mál þar sem látið er reyna á það hvort að þessi gjaldtaka standist ákvæði stjórnarskrár og þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Einn þáttur málsins snýr að því hvort að það sé í raun heimilt að fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings með þeim hætti sem gert er. „Með því að vanefna þessar skuldbindingar með þeim hætti sem gert er er því fyrst og síðast verið að skaða neytendur. Fólk borgar hærra verð sem veldur meiri verðbólgu sem hækkar skuldir. Vinnist málið verður það mikill sigur fyrir neytendur sem munu fá ódýrari og fjölbreyttari matvæli, minni verðbólgu og virka samkeppni. Það er verið að taka þennan slag fyrir neytendur,“ bætir Páll við.
Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira