Viðskipti innlent

Segja FME í feluleik um sáttagerð Dróma

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/GVA
Samtökin Samstaða gegn Dróma opnuðu heimasíðu í gær. Þar sem sagt er frá „feluleik Fjármálaeftirlitsins um svonefnda sáttagerð vegna ólöglegrar innheimtustarfsemi,“ eins og segir í tilkynningu frá samtökunum.

Í lok árs 2012 hóf FME athugun á innheimtustarfsemi Dróma, sem beindist að því hvort innheimta fyrirtækisins á tveimur lánum félli undir 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og krefðist innheimtuleyfis. Málið endaði á því að FME lauk því með sáttargerð og var Dróma gert að greiða 2.800.000 krónur.

Samstaða gegn Dróma segir þetta þó vera feluleik og að FME hafi gert fyrirtækinu kleyft að kaupa sig undan vandræðum. Því innheimtuleyfi kosti 700 þúsund krónur á ári og því hafi sátt einfaldlega verið borgun leyfigjaldið í þau fjögur ár sem Drómi hefur starfað án þess.

„Það sem FME upplýsti ekki er að 2,8 milljónir er sama upphæð og Drómi hefði þurft að borga fyrir innheimtuleyfi þessi fjögur ár, eða 700 þúsund krónur á ári. Engin refsing vegna ólöglegrar starfsemi Dróma fólst því í „sáttinni" heldur leyfði FME fyrirtækinu einfaldlega að borga leyfisgjöldin aftur í tímann. Með öðrum orðum, kaupa sig frá lögleysunni,“ segir í tilkynningunni.

„Drómi setti fjölda eigna í nauðungarsölu í skjóli hinnar ólöglegu starfsemi. Fjármálaeftirlitið lætur sér það hins vegar í léttu rúmi liggja og refsar Dróma ekki einu sinni fyrir athæfið,“ segir í lok tilkynningarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×