Viðskipti innlent

Fjárlög tekin til annarrar umræðu á morgun

Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar
Meirihluti fjárlaganefndar afgreiddi í gærkvöldi breytingartillögur sínar á fjárlögum og verður málið tekið til annarar umræðu á föstudag.

Tillögur meirihlutans fela í sér að framlög til heilbrigðismála verði aukin um fjóra milljarða. Þar af fá Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri um þrjá komma þrjá milljarða en aðrar heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni 600 milljónir, að því er segir á fréttavef morgunblaðsins.

Á móti kemur aukin aðhaldskrafa á hendur ráðuneytunum og meira verður skorið niður hjá utanríkisráðuneytinu en öðrum. Framlög til þróunarmála lækka um hálfan milljarð frá því sem er í ár, en þau verða þá svipuð og þau voru á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×