Viðskipti innlent

Stefnir á tugmilljarða framkvæmdir á Kringlusvæðinu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Áformað er að Kringlan stækki til vesturs frá gömlu Borgarkringlunni í átt að Morgunblaðshúsinu.
Áformað er að Kringlan stækki til vesturs frá gömlu Borgarkringlunni í átt að Morgunblaðshúsinu. Mynd/Vilhelm.
Reitir fasteignafélag ætlar að stækka Kringluna til vesturs um tuttugu þúsund fermetra. Framkvæmdir á svæðinu gætu á endanum skilað allt að hundrað þúsund fermetrum af nýju húsnæði.

Gamla Morgunblaðshúsið og prentsmiðjan verða að öllum líkindum rifin og ný bygging á lóðinni tengd við Kringluna. Engin ákvörðun hefur verið tekin um nákvæma útfærslu eða hvenær framkvæmdir eiga að hefjast.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er vitnað í Guðjón Auðunsson, framkvæmdastjóra Reita, sem segir að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær farið verður í framkvæmdirnar. Áformin eiga að hans sögn langan aðdraganda og framkvæmdirnar munu að öllum líkindum kosta tugi milljarða.

„Það hefur þegar verið tekið tillit til ákveðinna þátta í væntanlegum framkvæmdum í gildandi aðalskipulagi borgarinnar," segir Guðjón í Morgunblaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×