Viðskipti innlent

Litlar líkur á álveri í Helguvík

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/GVA
Forstjóri Century Aluminium sagði að ekki yrði farið lengra með álver í Helguvík, nema arðsemin yrði einstaklega góð. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag og lét Michael A. Bless, forstjóri, þessi orð falla á fundi með bandarískum banka.

Hann segist tilbúinn til að líta á fjárfestingu fyrirtækisins í álveri í Helguvík sem sokkinn kostnað og láta þar við sitja. Viðskiptablaðið hefur undir höndum endurrit af fundinum og segir Michael að ekki verði gengið lengra nema arðsemin fyrir hluthafa Century Aluminium verði einstaklega góð.

Ennfremur segir hann orkuverðið sem HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur bjóða óásættanlegt og að í viðræðum við Landsvirkjun sé ljóst að hún sé ekki í stakk búin til að útvega þá orku sem til þarf á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×