Viðskipti innlent

Vaxtabætur lækka um hálfan milljarð

Höskuldur Kári Schram skrifar
Vaxtabætur lækka um hálfan milljarð en engar breytingar eru gerða á barnabótum samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis.

Fjárlaganefnd Alþingis afgreiddi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar úr nefnd í gær. Samkvæmt breytingartillögum nefndarinnar verða framlög til heilbrigðismála hækkuð um rúma fjóra milljarða. Framlög til utanríkisráðuneytisins lækka hins vegar um 620 milljónir og til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um 106 milljónir. Styrkir til þróunaraðstoðar á vegum Þróunarsamvinnustofnunar lækka um 184 milljónir.

Engar breytingar eru gerðar á barnabótum en vaxtabætur lækka um hálfan millljarð.

Í heild er áætlað ríkissjóður skili rúmum 660 milljón króna afgangi á næsta ári sem örlítið betri afkomu en upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.

Gert er ráð fyrir því að önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hefjist á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×