HS Orka vill semja við álver í Helguvík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2013 17:24 Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku. Mynd/GVA Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, segir fyrirtækið enn hafa fullan hug á því að ná samningum um orkusölu til álvers Norðuráls í Helguvík. Þetta sagði Ásgeir í dag þegar viðbragða hans var leitað vegna frétta í morgun um að Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, eiganda Norðuráls, væri tilbúnn að afskrifa álverið í Helguvík. „Við höfum ennþá fullan hug á að ná samningum og höfum unnið að því allan tímann," sagði Ásgeir í samtali við fréttastofuna. Spurður hvort hann væri bjartsýnn á að samningar tækjust svaraði Ásgeir: „Við trúum því að það geti gerst. En hvort það gerist veit ég ekki." Viðskiptablaðið skýrði frá ummælum forstjóra Century Aluminium, sem féllu á fundi fyrr í vikunni með greiningaraðilum í Bandaríkjunum. Þar sagði Michael Bless orkuverð óásættanlegt sem HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur byðu og Landsvirkjun væri ekki í stakk búin til að útvega þá orku, sem þyrfti. Sagðist hann vera tilbúinn til að líta á fjárfestingu Century Aluminium í Helguvík sem glatað fé.Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls.Þessi ummæli álversforstjórans koma aðeins þremur og hálfum mánuði eftir að hann lýsti í fréttum Stöðvar 2 bjartsýni um að samningar gætu tekist. Í viðtali í lok ágústmánaðar kvaðst Michael Bless vonast til þess að framkvæmdir við álverið í Helguvík gætu farið á fullt í vetur og álframleiðsla hæfist eftir tvö ár. Hann sagðist finna fyrir miklum velvilja frá íslenskum stjórnvöldum. Samningaviðræður um orkukaup hefðu gengið ágætlega og hann væri bjartsýnn á að hægt yrði að ná samkomulagi. Tengdar fréttir Vilja hefja framkvæmdir við Helguvík í haust Forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, vonast til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir við álverið í Helguvík í haust. Hann segist finna fyrir miklum velvilja frá íslenskum stjórnvöldum en hann fundaði með iðnaðarráðherra í morgun. 27. ágúst 2013 18:30 Ráðherra vill atvinnusköpun, forstjórinn hámarks arðsemi Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lýsti mikilli óþreyju á haustfundi Landsvirkjunar um hversu hægt gengi að koma atvinnuskapandi fjárfestingum í gang. 13. nóvember 2013 19:52 Litlar líkur á álveri í Helguvík Forstjóri Century Aluminium sagði að ekki yrði farið lengra með álver í Helguvík, nema arðsemin yrði einstaklega góð. 12. desember 2013 10:52 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, segir fyrirtækið enn hafa fullan hug á því að ná samningum um orkusölu til álvers Norðuráls í Helguvík. Þetta sagði Ásgeir í dag þegar viðbragða hans var leitað vegna frétta í morgun um að Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, eiganda Norðuráls, væri tilbúnn að afskrifa álverið í Helguvík. „Við höfum ennþá fullan hug á að ná samningum og höfum unnið að því allan tímann," sagði Ásgeir í samtali við fréttastofuna. Spurður hvort hann væri bjartsýnn á að samningar tækjust svaraði Ásgeir: „Við trúum því að það geti gerst. En hvort það gerist veit ég ekki." Viðskiptablaðið skýrði frá ummælum forstjóra Century Aluminium, sem féllu á fundi fyrr í vikunni með greiningaraðilum í Bandaríkjunum. Þar sagði Michael Bless orkuverð óásættanlegt sem HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur byðu og Landsvirkjun væri ekki í stakk búin til að útvega þá orku, sem þyrfti. Sagðist hann vera tilbúinn til að líta á fjárfestingu Century Aluminium í Helguvík sem glatað fé.Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls.Þessi ummæli álversforstjórans koma aðeins þremur og hálfum mánuði eftir að hann lýsti í fréttum Stöðvar 2 bjartsýni um að samningar gætu tekist. Í viðtali í lok ágústmánaðar kvaðst Michael Bless vonast til þess að framkvæmdir við álverið í Helguvík gætu farið á fullt í vetur og álframleiðsla hæfist eftir tvö ár. Hann sagðist finna fyrir miklum velvilja frá íslenskum stjórnvöldum. Samningaviðræður um orkukaup hefðu gengið ágætlega og hann væri bjartsýnn á að hægt yrði að ná samkomulagi.
Tengdar fréttir Vilja hefja framkvæmdir við Helguvík í haust Forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, vonast til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir við álverið í Helguvík í haust. Hann segist finna fyrir miklum velvilja frá íslenskum stjórnvöldum en hann fundaði með iðnaðarráðherra í morgun. 27. ágúst 2013 18:30 Ráðherra vill atvinnusköpun, forstjórinn hámarks arðsemi Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lýsti mikilli óþreyju á haustfundi Landsvirkjunar um hversu hægt gengi að koma atvinnuskapandi fjárfestingum í gang. 13. nóvember 2013 19:52 Litlar líkur á álveri í Helguvík Forstjóri Century Aluminium sagði að ekki yrði farið lengra með álver í Helguvík, nema arðsemin yrði einstaklega góð. 12. desember 2013 10:52 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Vilja hefja framkvæmdir við Helguvík í haust Forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, vonast til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir við álverið í Helguvík í haust. Hann segist finna fyrir miklum velvilja frá íslenskum stjórnvöldum en hann fundaði með iðnaðarráðherra í morgun. 27. ágúst 2013 18:30
Ráðherra vill atvinnusköpun, forstjórinn hámarks arðsemi Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lýsti mikilli óþreyju á haustfundi Landsvirkjunar um hversu hægt gengi að koma atvinnuskapandi fjárfestingum í gang. 13. nóvember 2013 19:52
Litlar líkur á álveri í Helguvík Forstjóri Century Aluminium sagði að ekki yrði farið lengra með álver í Helguvík, nema arðsemin yrði einstaklega góð. 12. desember 2013 10:52