HS Orka vill semja við álver í Helguvík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2013 17:24 Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku. Mynd/GVA Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, segir fyrirtækið enn hafa fullan hug á því að ná samningum um orkusölu til álvers Norðuráls í Helguvík. Þetta sagði Ásgeir í dag þegar viðbragða hans var leitað vegna frétta í morgun um að Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, eiganda Norðuráls, væri tilbúnn að afskrifa álverið í Helguvík. „Við höfum ennþá fullan hug á að ná samningum og höfum unnið að því allan tímann," sagði Ásgeir í samtali við fréttastofuna. Spurður hvort hann væri bjartsýnn á að samningar tækjust svaraði Ásgeir: „Við trúum því að það geti gerst. En hvort það gerist veit ég ekki." Viðskiptablaðið skýrði frá ummælum forstjóra Century Aluminium, sem féllu á fundi fyrr í vikunni með greiningaraðilum í Bandaríkjunum. Þar sagði Michael Bless orkuverð óásættanlegt sem HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur byðu og Landsvirkjun væri ekki í stakk búin til að útvega þá orku, sem þyrfti. Sagðist hann vera tilbúinn til að líta á fjárfestingu Century Aluminium í Helguvík sem glatað fé.Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls.Þessi ummæli álversforstjórans koma aðeins þremur og hálfum mánuði eftir að hann lýsti í fréttum Stöðvar 2 bjartsýni um að samningar gætu tekist. Í viðtali í lok ágústmánaðar kvaðst Michael Bless vonast til þess að framkvæmdir við álverið í Helguvík gætu farið á fullt í vetur og álframleiðsla hæfist eftir tvö ár. Hann sagðist finna fyrir miklum velvilja frá íslenskum stjórnvöldum. Samningaviðræður um orkukaup hefðu gengið ágætlega og hann væri bjartsýnn á að hægt yrði að ná samkomulagi. Tengdar fréttir Vilja hefja framkvæmdir við Helguvík í haust Forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, vonast til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir við álverið í Helguvík í haust. Hann segist finna fyrir miklum velvilja frá íslenskum stjórnvöldum en hann fundaði með iðnaðarráðherra í morgun. 27. ágúst 2013 18:30 Ráðherra vill atvinnusköpun, forstjórinn hámarks arðsemi Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lýsti mikilli óþreyju á haustfundi Landsvirkjunar um hversu hægt gengi að koma atvinnuskapandi fjárfestingum í gang. 13. nóvember 2013 19:52 Litlar líkur á álveri í Helguvík Forstjóri Century Aluminium sagði að ekki yrði farið lengra með álver í Helguvík, nema arðsemin yrði einstaklega góð. 12. desember 2013 10:52 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, segir fyrirtækið enn hafa fullan hug á því að ná samningum um orkusölu til álvers Norðuráls í Helguvík. Þetta sagði Ásgeir í dag þegar viðbragða hans var leitað vegna frétta í morgun um að Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, eiganda Norðuráls, væri tilbúnn að afskrifa álverið í Helguvík. „Við höfum ennþá fullan hug á að ná samningum og höfum unnið að því allan tímann," sagði Ásgeir í samtali við fréttastofuna. Spurður hvort hann væri bjartsýnn á að samningar tækjust svaraði Ásgeir: „Við trúum því að það geti gerst. En hvort það gerist veit ég ekki." Viðskiptablaðið skýrði frá ummælum forstjóra Century Aluminium, sem féllu á fundi fyrr í vikunni með greiningaraðilum í Bandaríkjunum. Þar sagði Michael Bless orkuverð óásættanlegt sem HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur byðu og Landsvirkjun væri ekki í stakk búin til að útvega þá orku, sem þyrfti. Sagðist hann vera tilbúinn til að líta á fjárfestingu Century Aluminium í Helguvík sem glatað fé.Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls.Þessi ummæli álversforstjórans koma aðeins þremur og hálfum mánuði eftir að hann lýsti í fréttum Stöðvar 2 bjartsýni um að samningar gætu tekist. Í viðtali í lok ágústmánaðar kvaðst Michael Bless vonast til þess að framkvæmdir við álverið í Helguvík gætu farið á fullt í vetur og álframleiðsla hæfist eftir tvö ár. Hann sagðist finna fyrir miklum velvilja frá íslenskum stjórnvöldum. Samningaviðræður um orkukaup hefðu gengið ágætlega og hann væri bjartsýnn á að hægt yrði að ná samkomulagi.
Tengdar fréttir Vilja hefja framkvæmdir við Helguvík í haust Forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, vonast til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir við álverið í Helguvík í haust. Hann segist finna fyrir miklum velvilja frá íslenskum stjórnvöldum en hann fundaði með iðnaðarráðherra í morgun. 27. ágúst 2013 18:30 Ráðherra vill atvinnusköpun, forstjórinn hámarks arðsemi Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lýsti mikilli óþreyju á haustfundi Landsvirkjunar um hversu hægt gengi að koma atvinnuskapandi fjárfestingum í gang. 13. nóvember 2013 19:52 Litlar líkur á álveri í Helguvík Forstjóri Century Aluminium sagði að ekki yrði farið lengra með álver í Helguvík, nema arðsemin yrði einstaklega góð. 12. desember 2013 10:52 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Vilja hefja framkvæmdir við Helguvík í haust Forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, vonast til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir við álverið í Helguvík í haust. Hann segist finna fyrir miklum velvilja frá íslenskum stjórnvöldum en hann fundaði með iðnaðarráðherra í morgun. 27. ágúst 2013 18:30
Ráðherra vill atvinnusköpun, forstjórinn hámarks arðsemi Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lýsti mikilli óþreyju á haustfundi Landsvirkjunar um hversu hægt gengi að koma atvinnuskapandi fjárfestingum í gang. 13. nóvember 2013 19:52
Litlar líkur á álveri í Helguvík Forstjóri Century Aluminium sagði að ekki yrði farið lengra með álver í Helguvík, nema arðsemin yrði einstaklega góð. 12. desember 2013 10:52