Stuldur á hönnun vaxandi vandamál Hrund Þórsdóttir skrifar 13. desember 2013 20:00 Vöruhönnuðurinn Guðrún Hjörleifsdóttir skrifar grein í Kvennablaðið undir yfirskriftinni, Má stela? og segir að Íslendingum finnist almennt í lagi að stela hönnun og græða á henni. Eftirlíkingar séu seldar í stórum stíl, t.d. á bland.is og eftir sitji hönnuðir með sárt ennið og himinhá námslán. Svana Lovísa Kristjánsdóttir er hönnuður sem skrifaði BA ritgerð um hönnunareftirlíkingar og hún tekur undir þetta. „Hönnunarstuldur er vaxandi vandamál með tilkomu internetsins og svo eru orðnar til síður eins og Ali Express, þar sem auðveldlega er hægt að nálgast eftirlíkingar. Fólk er í auknum mæli að kaupa eftirlíkingar og þá oftast ef upprunalega varan er eftirsótt,“ segir Svana. Svana segir Íslendinga skorta virðingu fyrir verkum hönnuða og að margir búi til eftirlíkingar heima hjá sér. „Hönnun er samt ekki sameign þjóðarinnar. Þetta er eingöngu eign þess sem skapaði hana,“ segir hún. Í grein sinni tekur Guðrún dæmi um hálsmen eftir Hlín Reykdal sem seldar séu eftirlíkingar af í gegnum netið. Þá segir Heiðdís Helgadóttir, sem teiknað hefur vinsælar uglumyndir, eftirlíkingar af þeim í umferð. Við vinnslu fréttarinnar var rætt við marga hönnuði og allir sögðu þetta stórt vandamál. Einn stendur í málaferlum við stórt fyrirtæki í Skandinavíu og nokkrir sögðust hafa leitað til lögfræðinga í þeim tilgangi að verja hönnun sína, innanlands og utan. Í Bandaríkjunum var árið 2008 stofnað fyrirtæki í kringum stolna hönnun frá Vík Prjónsdóttur, svokallaða skegghúfu, og lifir fyrirtækið góðu lífi. Þar sem alþjóðleg hönnunartímarit höfðu fjallað um húfuna var hægt að sanna að upprunalega hönnunin væri héðan, en eftir mikla umhugsun var ákveðið að fara ekki í mál. „Maður þarf að vera með bandarískan lögfræðing og þetta kostar vinnu og fjármagn. Við bara treystum okkur ekki í þann slag vegna þess að það er líka svo auðveldlega hægt að breyta vörunni pínulítið og þá er það nóg til að þú getir framleitt hana,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, vöruhönnuður og einn eigenda Víkur Prjónsdóttur. Þannig að þeir halda áfram að græða á ykkar hönnun? „Já.“ Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Vöruhönnuðurinn Guðrún Hjörleifsdóttir skrifar grein í Kvennablaðið undir yfirskriftinni, Má stela? og segir að Íslendingum finnist almennt í lagi að stela hönnun og græða á henni. Eftirlíkingar séu seldar í stórum stíl, t.d. á bland.is og eftir sitji hönnuðir með sárt ennið og himinhá námslán. Svana Lovísa Kristjánsdóttir er hönnuður sem skrifaði BA ritgerð um hönnunareftirlíkingar og hún tekur undir þetta. „Hönnunarstuldur er vaxandi vandamál með tilkomu internetsins og svo eru orðnar til síður eins og Ali Express, þar sem auðveldlega er hægt að nálgast eftirlíkingar. Fólk er í auknum mæli að kaupa eftirlíkingar og þá oftast ef upprunalega varan er eftirsótt,“ segir Svana. Svana segir Íslendinga skorta virðingu fyrir verkum hönnuða og að margir búi til eftirlíkingar heima hjá sér. „Hönnun er samt ekki sameign þjóðarinnar. Þetta er eingöngu eign þess sem skapaði hana,“ segir hún. Í grein sinni tekur Guðrún dæmi um hálsmen eftir Hlín Reykdal sem seldar séu eftirlíkingar af í gegnum netið. Þá segir Heiðdís Helgadóttir, sem teiknað hefur vinsælar uglumyndir, eftirlíkingar af þeim í umferð. Við vinnslu fréttarinnar var rætt við marga hönnuði og allir sögðu þetta stórt vandamál. Einn stendur í málaferlum við stórt fyrirtæki í Skandinavíu og nokkrir sögðust hafa leitað til lögfræðinga í þeim tilgangi að verja hönnun sína, innanlands og utan. Í Bandaríkjunum var árið 2008 stofnað fyrirtæki í kringum stolna hönnun frá Vík Prjónsdóttur, svokallaða skegghúfu, og lifir fyrirtækið góðu lífi. Þar sem alþjóðleg hönnunartímarit höfðu fjallað um húfuna var hægt að sanna að upprunalega hönnunin væri héðan, en eftir mikla umhugsun var ákveðið að fara ekki í mál. „Maður þarf að vera með bandarískan lögfræðing og þetta kostar vinnu og fjármagn. Við bara treystum okkur ekki í þann slag vegna þess að það er líka svo auðveldlega hægt að breyta vörunni pínulítið og þá er það nóg til að þú getir framleitt hana,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, vöruhönnuður og einn eigenda Víkur Prjónsdóttur. Þannig að þeir halda áfram að græða á ykkar hönnun? „Já.“
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira