Viðskipti innlent

Hlutabréf N1 tekin til viðskipta á fimmtudaginn

Haraldur Guðmundsson skrifar
Mikil umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk 9. desember síðastliðinn.
Mikil umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk 9. desember síðastliðinn.
Olíufélagið N1 verður skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar næstkomandi fimmtudag.  Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX ICELAND og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, munu þá undirrita samning þess efnis.

Mikil umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk síðastliðinn mánudag. Um 7.700 áskriftir bárust og af þeim tilheyrðu 7.200 þátttakendum sem lögðu fram tilboð undir tíu milljónum króna. Eftirspurnin var slík að hámarksúthlutun í síðarnefnda hópnum var 183 þúsund krónur á hverja áskrift. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×