Telja sölu ESÍ draga úr nafnvaxtahækkunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2013 16:47 Mynd/Pjetur „Tilkynning Seðlabankans í gær um sölu á eignum úr safni Eignasafns Seðlabankans (ESÍ) eru stór tíðindi fyrir íslenska eignamarkaði. Hvernig og hvenær undið verður ofan ESÍ getur ráðið miklu um framboð fjárfestingarkosta og lausafjár á markaði og þ.a.l. vaxtastig og verðbólgu á Íslandi.“ Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. „Sala eigna ESÍ er mótvægisaðgerð af hálfu bankans til að draga úr óæskilegum áhrifum of mikil lauss fjár í umferð á Íslandi, en Greiningardeild hefur fjallað ítarlega um lausafjárvandann, tildrög hans og mögulegar úrlausnir í Markaðspunktum. Samandregið þá stuðlar eignasala ESÍ að hækkun á ávöxtunarkröfu á markaði eins og raunin hefur orðið á skuldabréfamarkaði í morgun. Til lengri tíma dregur hún úr líkum á ósjálfbærri hækkun eignaverðs í gjaldeyrishöftum.“ Forsvarsmenn Seðlabankans lýstu, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, áhyggjum af því að skuldaniðurfellingin gæti haft þau áhrif að peningamagn yrði virkara með tilheyrandi þrýstingi á verðlag og væri því ekki hlutlaus gagnvart peningamagni. „Eignasalan er enda fyrst og fremst peningamagnsaðgerð og dregur úr lausafjárgnótt á fjármálamörkuðum, og þar með verðbólguþrýstingi af þess völdum. Með því að draga úr ofgnótt lausafjár í bankakerfinu (sem endurspeglast einna best í hárri stöðu bankanna í innstæðubréfum) gæti hún jafnframt ýtt undir viðskipti á millibankamarkaði, stuðlað að hækkun millibankavaxta (REIBOR) nær stýrivöxtum og aukið þar með áhrifamátt vaxtatækis Seðlabankans.“ Því telur greiningardeildin að eignasala ESÍ muni draga mjög verulega úr þörf og líkum á nafnvaxtahækkunum á næstu mánuðum. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Tilkynning Seðlabankans í gær um sölu á eignum úr safni Eignasafns Seðlabankans (ESÍ) eru stór tíðindi fyrir íslenska eignamarkaði. Hvernig og hvenær undið verður ofan ESÍ getur ráðið miklu um framboð fjárfestingarkosta og lausafjár á markaði og þ.a.l. vaxtastig og verðbólgu á Íslandi.“ Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. „Sala eigna ESÍ er mótvægisaðgerð af hálfu bankans til að draga úr óæskilegum áhrifum of mikil lauss fjár í umferð á Íslandi, en Greiningardeild hefur fjallað ítarlega um lausafjárvandann, tildrög hans og mögulegar úrlausnir í Markaðspunktum. Samandregið þá stuðlar eignasala ESÍ að hækkun á ávöxtunarkröfu á markaði eins og raunin hefur orðið á skuldabréfamarkaði í morgun. Til lengri tíma dregur hún úr líkum á ósjálfbærri hækkun eignaverðs í gjaldeyrishöftum.“ Forsvarsmenn Seðlabankans lýstu, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, áhyggjum af því að skuldaniðurfellingin gæti haft þau áhrif að peningamagn yrði virkara með tilheyrandi þrýstingi á verðlag og væri því ekki hlutlaus gagnvart peningamagni. „Eignasalan er enda fyrst og fremst peningamagnsaðgerð og dregur úr lausafjárgnótt á fjármálamörkuðum, og þar með verðbólguþrýstingi af þess völdum. Með því að draga úr ofgnótt lausafjár í bankakerfinu (sem endurspeglast einna best í hárri stöðu bankanna í innstæðubréfum) gæti hún jafnframt ýtt undir viðskipti á millibankamarkaði, stuðlað að hækkun millibankavaxta (REIBOR) nær stýrivöxtum og aukið þar með áhrifamátt vaxtatækis Seðlabankans.“ Því telur greiningardeildin að eignasala ESÍ muni draga mjög verulega úr þörf og líkum á nafnvaxtahækkunum á næstu mánuðum.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira