Viðskipti innlent

Slitastjórn Landsbankans semur við Símann

Samúel Karl Ólason skrifar
Pétur Örn Sverrisson (LBI), Halldór Backmann (LBI), Guðmundur Stefán Björnsson Símanum, Halldór Sigurjónsson (LBI) og Elín Rós Sveinsdóttir Símanum.
Pétur Örn Sverrisson (LBI), Halldór Backmann (LBI), Guðmundur Stefán Björnsson Símanum, Halldór Sigurjónsson (LBI) og Elín Rós Sveinsdóttir Símanum. Aðsend mynd
Slitastjórn Gamla Landsbankans, LBI hf., hefur valið Símann til að sjá um hýsingu og rekstur tölvukerfis slitanefndarinnar til næstu þriggja ára. Samningurinn er einn sá umfangsmesti sem Síminn hefur gert á þessu sviði og var samið í kjölfar útboðs.

Síminn útvegar LBÍ alla netþjóna úr sýndarumhverfi sínu auk stýrikerfa, SAN gagnapláss, afritunar, eldveggja og annarra öryggismála.  Síminn sér um allan daglegan rekstur miðlægs kerfis og notendaþjónustu, bæði á erlendum eða innlendum starfsstöðvum slitastjórnarinnar.

„LBI gerir miklar kröfur til öryggis kerfisins og agaðra vinnubragða og sjáum við því að samstarfið verður bæði krefjandi og skemmtilegt,“ segir Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs í tilkynningu frá Símanum.

„Síminn vinnur eftir vottuðum vinnuferlum í samskiptum við fyrirtæki auk þess að vera með Microsoft Premier þjónustusamning sem gefur aðgang að tæknisérfræðingum Microsoft innan klukkustundar komi upp alvarleg bilun,“ segir hann.

„Við hjá Símanum erum mjög stolt af því að LBI skuli hafa sýnt okkur þetta traust og væntum að samstarfið eigi eftir að vera árangursríkt og farsælt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×