Viðskipti innlent

Leiguverð hæst í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það er dýrt að leigja í Vesturbænum.
Það er dýrt að leigja í Vesturbænum. Mynd úr safni

Leiguverðsvísitalan á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 8,7 % undanfarið ár en þetta kemur fram í úttekt Þjóðskrár Íslands sem reiknar vísitöluna út frá meðalfermetraverði.

Leiguverðið er hæst í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesinu.  Meðalfermetraverð í þriggja herbergja íbúð á dýrasta svæðinu er 1.945 krónur.

Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun leiguverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma.

Hér að neðan má sjá yfirlitsmynd sem var birt á vef Þjóðskrár Íslands um leiguverð á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×