Landsbanki kaupir allt hlutafé Hátækni Haraldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2013 08:50 Dótturfélag Landsbankans hefur tekið við Nokia-umboðinu. Mynd/GVa. Hömlur, dótturfélag Landsbankans, keypti á mánudag allt hlutafé Hátækni ehf. Stjórn Hátækni segir í yfirlýsingu vegna sölunnar að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður undanfarin ár. Þar skipti mestu rannsókn Samkeppniseftirlitsins á fyrirtækinu sem hófst fyrir þremur árum og samdráttur í sölu á Nokia-símum hér á landi. „Fyrirtækið samanstóð af nokkrum mismunandi deildum og við höfum undanfarið þurft að selja einingar úr rekstrinum,“ segir Kristján Gíslason, fráfarandi stjórnarformaður Hátækni. Landsbankinn, sem var stærsti kröfuhafi félagsins, mun að hans sögn taka við félaginu og þar meðtalið Nokia-umboðinu. Hátækni hefur verið umboðsaðili Nokia frá árinu 1985. „Hin mikla og hraða niðursveifla Nokia hafði neikvæð áhrif á fyrirtækið og eftir á að hyggja var of lengi haldið í vonina um að Nokia myndi takast að snúa óheillaþróuninni við. Fyrri eigendur fyrirtækisins eru búnir að setja 180 milljónir í félagið til að mæta taprekstri í von um að við værum að sjá fram á betri tíma með Nokia,“ segir Kristján. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað brugðist við niðursveiflu í símasölu með því að auka vöruúrval, því erlendir birgjar vildu ekki gera nýja umboðssamninga við félagið á meðan það var til rannsóknar hjá íslenskum samkeppnisyfirvöldum. „Ég hef alltaf beðið eftir því að Nokia færi einnig að selja Android-síma í bland við Windows-símana. Fyrr í haust þegar Microsoft keypti Nokia þá gerðum við okkur hins vegar grein fyrir því að nýir eigendur myndu aldrei fara að framleiða síma með Android-stýrikerfinu. Þar með var forsendan brostin auk þess sem það var of dýrt fyrir okkur að bíða eftir því að Microsoft næði Nokia upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í.“ Aðspurður segist Kristján ekki geta metið það hvort Nokia-umboðið geti á endanum farið til umboðsaðila Microsoft á Íslandi. „Þetta er eitt af því sem við höfum líka velt fyrir okkur og eykur á enn frekari óvissu með umboðið til framtíðar. Annað eins hefur nú gerst,“ segir Kristján og heldur áfram: „En það verður framtíðarrannsóknarefni fyrir háskólanema hvernig það mátti vera að fjórða dýrasta vörumerki heims gat hrunið á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. En ég er alls ekki að afskrifa Nokia í höndum Microsoft, svo það komi fram,“ segir Kristján. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Hömlur, dótturfélag Landsbankans, keypti á mánudag allt hlutafé Hátækni ehf. Stjórn Hátækni segir í yfirlýsingu vegna sölunnar að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður undanfarin ár. Þar skipti mestu rannsókn Samkeppniseftirlitsins á fyrirtækinu sem hófst fyrir þremur árum og samdráttur í sölu á Nokia-símum hér á landi. „Fyrirtækið samanstóð af nokkrum mismunandi deildum og við höfum undanfarið þurft að selja einingar úr rekstrinum,“ segir Kristján Gíslason, fráfarandi stjórnarformaður Hátækni. Landsbankinn, sem var stærsti kröfuhafi félagsins, mun að hans sögn taka við félaginu og þar meðtalið Nokia-umboðinu. Hátækni hefur verið umboðsaðili Nokia frá árinu 1985. „Hin mikla og hraða niðursveifla Nokia hafði neikvæð áhrif á fyrirtækið og eftir á að hyggja var of lengi haldið í vonina um að Nokia myndi takast að snúa óheillaþróuninni við. Fyrri eigendur fyrirtækisins eru búnir að setja 180 milljónir í félagið til að mæta taprekstri í von um að við værum að sjá fram á betri tíma með Nokia,“ segir Kristján. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað brugðist við niðursveiflu í símasölu með því að auka vöruúrval, því erlendir birgjar vildu ekki gera nýja umboðssamninga við félagið á meðan það var til rannsóknar hjá íslenskum samkeppnisyfirvöldum. „Ég hef alltaf beðið eftir því að Nokia færi einnig að selja Android-síma í bland við Windows-símana. Fyrr í haust þegar Microsoft keypti Nokia þá gerðum við okkur hins vegar grein fyrir því að nýir eigendur myndu aldrei fara að framleiða síma með Android-stýrikerfinu. Þar með var forsendan brostin auk þess sem það var of dýrt fyrir okkur að bíða eftir því að Microsoft næði Nokia upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í.“ Aðspurður segist Kristján ekki geta metið það hvort Nokia-umboðið geti á endanum farið til umboðsaðila Microsoft á Íslandi. „Þetta er eitt af því sem við höfum líka velt fyrir okkur og eykur á enn frekari óvissu með umboðið til framtíðar. Annað eins hefur nú gerst,“ segir Kristján og heldur áfram: „En það verður framtíðarrannsóknarefni fyrir háskólanema hvernig það mátti vera að fjórða dýrasta vörumerki heims gat hrunið á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. En ég er alls ekki að afskrifa Nokia í höndum Microsoft, svo það komi fram,“ segir Kristján.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira