Landsbanki kaupir allt hlutafé Hátækni Haraldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2013 08:50 Dótturfélag Landsbankans hefur tekið við Nokia-umboðinu. Mynd/GVa. Hömlur, dótturfélag Landsbankans, keypti á mánudag allt hlutafé Hátækni ehf. Stjórn Hátækni segir í yfirlýsingu vegna sölunnar að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður undanfarin ár. Þar skipti mestu rannsókn Samkeppniseftirlitsins á fyrirtækinu sem hófst fyrir þremur árum og samdráttur í sölu á Nokia-símum hér á landi. „Fyrirtækið samanstóð af nokkrum mismunandi deildum og við höfum undanfarið þurft að selja einingar úr rekstrinum,“ segir Kristján Gíslason, fráfarandi stjórnarformaður Hátækni. Landsbankinn, sem var stærsti kröfuhafi félagsins, mun að hans sögn taka við félaginu og þar meðtalið Nokia-umboðinu. Hátækni hefur verið umboðsaðili Nokia frá árinu 1985. „Hin mikla og hraða niðursveifla Nokia hafði neikvæð áhrif á fyrirtækið og eftir á að hyggja var of lengi haldið í vonina um að Nokia myndi takast að snúa óheillaþróuninni við. Fyrri eigendur fyrirtækisins eru búnir að setja 180 milljónir í félagið til að mæta taprekstri í von um að við værum að sjá fram á betri tíma með Nokia,“ segir Kristján. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað brugðist við niðursveiflu í símasölu með því að auka vöruúrval, því erlendir birgjar vildu ekki gera nýja umboðssamninga við félagið á meðan það var til rannsóknar hjá íslenskum samkeppnisyfirvöldum. „Ég hef alltaf beðið eftir því að Nokia færi einnig að selja Android-síma í bland við Windows-símana. Fyrr í haust þegar Microsoft keypti Nokia þá gerðum við okkur hins vegar grein fyrir því að nýir eigendur myndu aldrei fara að framleiða síma með Android-stýrikerfinu. Þar með var forsendan brostin auk þess sem það var of dýrt fyrir okkur að bíða eftir því að Microsoft næði Nokia upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í.“ Aðspurður segist Kristján ekki geta metið það hvort Nokia-umboðið geti á endanum farið til umboðsaðila Microsoft á Íslandi. „Þetta er eitt af því sem við höfum líka velt fyrir okkur og eykur á enn frekari óvissu með umboðið til framtíðar. Annað eins hefur nú gerst,“ segir Kristján og heldur áfram: „En það verður framtíðarrannsóknarefni fyrir háskólanema hvernig það mátti vera að fjórða dýrasta vörumerki heims gat hrunið á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. En ég er alls ekki að afskrifa Nokia í höndum Microsoft, svo það komi fram,“ segir Kristján. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hömlur, dótturfélag Landsbankans, keypti á mánudag allt hlutafé Hátækni ehf. Stjórn Hátækni segir í yfirlýsingu vegna sölunnar að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður undanfarin ár. Þar skipti mestu rannsókn Samkeppniseftirlitsins á fyrirtækinu sem hófst fyrir þremur árum og samdráttur í sölu á Nokia-símum hér á landi. „Fyrirtækið samanstóð af nokkrum mismunandi deildum og við höfum undanfarið þurft að selja einingar úr rekstrinum,“ segir Kristján Gíslason, fráfarandi stjórnarformaður Hátækni. Landsbankinn, sem var stærsti kröfuhafi félagsins, mun að hans sögn taka við félaginu og þar meðtalið Nokia-umboðinu. Hátækni hefur verið umboðsaðili Nokia frá árinu 1985. „Hin mikla og hraða niðursveifla Nokia hafði neikvæð áhrif á fyrirtækið og eftir á að hyggja var of lengi haldið í vonina um að Nokia myndi takast að snúa óheillaþróuninni við. Fyrri eigendur fyrirtækisins eru búnir að setja 180 milljónir í félagið til að mæta taprekstri í von um að við værum að sjá fram á betri tíma með Nokia,“ segir Kristján. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað brugðist við niðursveiflu í símasölu með því að auka vöruúrval, því erlendir birgjar vildu ekki gera nýja umboðssamninga við félagið á meðan það var til rannsóknar hjá íslenskum samkeppnisyfirvöldum. „Ég hef alltaf beðið eftir því að Nokia færi einnig að selja Android-síma í bland við Windows-símana. Fyrr í haust þegar Microsoft keypti Nokia þá gerðum við okkur hins vegar grein fyrir því að nýir eigendur myndu aldrei fara að framleiða síma með Android-stýrikerfinu. Þar með var forsendan brostin auk þess sem það var of dýrt fyrir okkur að bíða eftir því að Microsoft næði Nokia upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í.“ Aðspurður segist Kristján ekki geta metið það hvort Nokia-umboðið geti á endanum farið til umboðsaðila Microsoft á Íslandi. „Þetta er eitt af því sem við höfum líka velt fyrir okkur og eykur á enn frekari óvissu með umboðið til framtíðar. Annað eins hefur nú gerst,“ segir Kristján og heldur áfram: „En það verður framtíðarrannsóknarefni fyrir háskólanema hvernig það mátti vera að fjórða dýrasta vörumerki heims gat hrunið á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. En ég er alls ekki að afskrifa Nokia í höndum Microsoft, svo það komi fram,“ segir Kristján.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira